Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1916, Page 10

Sameiningin - 01.06.1916, Page 10
106 kemur of miklu róti á liugina. 1 hvorutveggja á kristinn maður að varðveita jafnaðargeð sitt. Að þola lofið og umbera lastið, á að vera mælikvarði á kristilegum þroska. Hann tekur undir með postulanum: “Mér er það fyrir minstu, að vera dæmdur af yður eða af mann- legu dómþingi; eg dæmi mig ekki einu sinni sjálfur. Því eg er ekki neins meðvitandi, en með því er eg þó ekki réttlættur; en Drottinn er sá, sem dærnir mig.” (1. Kor. 4, 3-4). ^ Er vér leggjum oss því á hjarta skyldu vora í öllu að mæla fram með oss sem þjónar Guðs, þá höfum það liugfast fyrst og fremst, að vér mælum fram með oss fyrir Guði—að það sé hans mælikvarði, sem vér leggj- um á líf vort og starf. Og er vér nú nálgumst hið lieilaga kvöldmáltíðarborð Drottins og vígjum oss þannig til starfs á þessu þingi, þá eru vor beztu meðmæli fyrir Guði, að vér hungrum og þyrstum eftir náðargjöf- um hans og þeim styrk í trú og líferni, er hann vill veita oss. Á víð og dreif. Dr. Charles Saroiea, nafntogaður rithöfundur og fræðimaður frá Belgíu, sem nú er prófessor við Edin- borgar-liáskóla á Skotlandi, liefir nýlega skrifað merki- lega ritgerð með fyrirsögninni ‘ ‘ Sál Bússlands ’ ’ í enska tímaritið Revieiv of Reviews. Hann heldur því þar fram, að andleg viðreisn Norðurálfunnar muni koma frá Búss- landi, þegar styrjöldinni sé lokið—ekki auðvitað frá stjórnarfarinu þar í landi, heldur frá rússneskri alþýðu. Dr. Sarolea hefir farið víða um lönd og kynt sér háttu og menningar einkenni margra þjóða. En hvar sem leið lians hefir legið, hvort heldur suður um lönd frá Stokkhólmi í Svíþjóð allar götur til Sahara-eyðimerkur, eða þvert yfir höf og hauður frá Asíu til Ameríku, þá hefir liann hvarvetna á hygðu hóli liitt fyrir sér sömu gróðurleysis-flatneskjuna í tríúajrheimi manna. Sama menningin, með sama oddborgarahættinum og trúar- dauðanum, segir hann að hafi breitt sig yfir öll þau lönd.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.