Sameiningin - 01.06.1916, Síða 12
108
Höfundurinn ber svo þessi rússnesku þjóðarein-
kenni saman við landssiði og verklag Þjóðverja: “Á
Rússlandi fann maður ótaminn og óæfðan þrótt andans,
sem blés, eins og vindurinn, hvar sem hann vildi. en á
Þýzkalandi aftur á móti var mikiÖ hugsað um gagn ein-
staklingsins, en lítið sem ekkert um persónuleg sérkenni
hans eða frumleik; þar var öllum hlutum stjórnað með
röð og reglu; nóg um skipulag, aga og upplýsing; alt felt
og smelt með stökustu nákvæmni eins og í stundvísri
klukku; þjóðlífið var eins og vél, dásamleg og afkasta-
mikil, en sálarlaus.” 1 þessu mikla djúpi, sem staðfest
er milli þjóðlífseinkenna Þýzkalands og Rússlands, seg-
ir höf. að liggja frumorsök ófriðarins. Þjóðverjum stóð
stuggur af “stjórnleysi” og “skrælingjahætti” Rússa.
Þeir vildu kveða þá drauga niður og vilja enn. Þeir
vita, fyrir hverju þeir eru að berjast, og þar í liggur að-
al styrkur þeirra. “En vér vitum í raun og veru ekki
hvað það er, sem vér erum að berjast fyrir, og í því
er fólginn hálfur veikleiki vor. Vér teljum oss enn trú
um, að keppikeflin sé flest á sviði stjórnmálanna—frelsi
Belgíu, varðveizla smáþjóðanna, jafnvægi stórveldanna,
og annað því um líkt. Vér höfum enn ekki gert oss fulla
grein fyrir þeim andlegu málum, sem í húfi eru.”
“Hvert stefnir með alt mannfallið og fórnfæring-
arnar? Erum vér ekki sem óðast að gera alla Norður-
álfuna eins og Þýzkal andi Og getur ekki hæglega farið
svo, að Þjóðverjar verði ofan á, hvort sem þeir bera úr
býtum sigur eða ósigur á blóÖvellinum? Því að jafnvel
þótt þeir bíði ósigur, þurfum vér þá ekki að beita þeirra
vopnum, andlegum og veraldlegum, til þess að sigra þá ?
Þurfum vér ekki að beygja oss undir þýzka stjórnar-
skipun, þýzkt verklag, þýzka mentun, þýzka- stjórnar-
valds-lilutsemi? Getur eklti farið svo, að vér sjálfir
verðum prússneshir í anda, áður en vér getum brotið
prússneskuna á bak aftur? Á þessu er miklu meiri
liætta, lieldur en vér gerum oss í liugarlund. En komi
sá illi draumur nokkurn tíma fram, þá sé eg að eins einn
veg til undankomu. Að eins ein þjóð verður þess megn-
ug að bjarga oss undan hinstu afleiðingum þýzkaðrar