Sameiningin - 01.06.1916, Blaðsíða 14
110
andi komna meinvætti þá, sem vér vanalega nefnum
‘ ‘ pólitík. ’y Pukrið og tvískinnungurinn; smjaðrið fyrir
kjósendum; dekrið við lægstu hvatir alþýðunnar; kosn-
inga-moldviðrið með skraffimium sínum og atkvæða-
smölum, með skruminu, róginum og svikaloforðunum;
vandræðin með að fá beztu menn þjóðarinnar til að gefa
sig við stjórnmálum, en hina til að sitja heima; dóma-
dags-þingræður, þrumaðar yfir auðum bekkjum og ætl-
aðar til kjósendafóðurs eftir á; flokksaginn, sem margan
þingheim gerir að dauðri atkvæðavél; spaðtunnan*), sem
mörg fjárlagasamþyktin fyllir með bitum lianda einstök-
um mönnum eða lieilum kjördæmum í launaskyni fyrir
flokksfylgi, þangað til ekkert er eftir nema hraunin, til
að seðja með sannar þarfis landsins—alt þetta höfum
vér haft hjá oss hér vestra og þekkjum uppá vora tíu
fingur. Fljótt og vel hafa íslendingar þar lieima lært
þetta alt saman, ekki lengra en umliðið er, síðan regluleg
flokkbundin þingræðisstjórn komst á laggirnar lijá þeim.
En það er hvorttveggja, að vér teljum oss vitsmuna-
þjóð, enda er auðlærð ill danska,
Er nú lýðveldishugsjónin eftir alt saman svika-
draumur ? Er ómögulegt að gefa alþýðu nokkurs lands
verulegan hlut í stjórnar-valdinu án þess að sú tilhögun
dragi þennan illa dilk á eftir sér? Sé svo, þá liafa mörg
mætustu mildlmenni sögunnar unnið fyrir gíg. Hitt
mun vera kollgátan, að eina ráðið til þess að hæta stjórn-
arfar livaða lands sem er, sé að glæða sem allra bezt
heilbrigða hugsun og sannan manndóm meðal almúgans.
I því þjóðræktarverki þarf kirkjan að eiga mikinn og
góðan þátt, beggja megin hafsins.
-----O----
Blaðið American Lutheran Survey birti fyrir
skemstu yfirlit yfir umtalsefni þau, sem prestar í New
York og Boston hafa nú í síðustu tíð haft til meðferðar
í prédikunum sínum og auglýst fyrir fram í blöðunum.
Hér eru nokkur ræðuheiti úr þeirri skrá:
“Samtengingarmerki og lýsingarorð”, “Yegurinn
*) “Pork barrel legislation” kalla Amerikumenn fjárlagasam-
þj'ktir svipaSar þeirri, sem J6n Trausti lýsir I sögunni.