Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1916, Qupperneq 19

Sameiningin - 01.06.1916, Qupperneq 19
115 ekki, að þú þá vera í ákaflega stórri þakklætisskuld við þessa menn? Já, víst eru slíkir menn í fylsta skilningi velgjörða- menn þínir. En gleyma má þá ekki lieldur því, að þegar byrði syndarinnar livíldi á herðum þínum, þegar þú varst í stórri skuld við Giuð, sem þú gast ekki borgað, þegar þú vissir enga lrjálpar von, hvert sem hugurinn leitaði, þá kom Jesús sjálfur og rétti þér óbeðið hjálpar- hönd og bjargaði þér. Eins og þá stóð á, var lífsfar þitt að sökkva, en Jesús gaf sig í dauðann til að bjarga lífi þínu, og frelsaði þig frá dauðanum, með því að bera syndir þínar upp á krossinn og friðþægja fyrir mis- gjörðir þínar. Hann liefir gert óendanlega mildu meira fyrir þig, en nokkur annar. Sannarlega ]>arft þú að hegða þér eins og honum er samboðið, og láta þakklæti hjartans koma fram, ekki einungis með orði og tungu, heldur í verki og sannleika. Og vér þurfum líka að hegða oss á þann hátt, að bera djúpa lotningu fyrir Guði og vegsama hann á allar lundir. Allir ærlegir menn bera virðingu fyrir góðum for- eldrum, og líka berum vér lotningu fyrir þeim, sem eru sérstaklega gáfaðir og sérstaklega góðir, og það er rétt. En hví skyldum vér þá ekki bera enn dýpri lotning fyrir Guði, og heiðra hann enn þá meira? Hann er faðir vor og hjartans vinur, alvizka hans ljómar alt í kringum oss, og kærleiki hans er öllum kærleik meiri. Ekki sæmir oss þá á neinni tíð, að hæðast að boðum hans, eða brjóta móti þeirn vísvitandi. Og ekki sæmir oss að vanrækja helgar tíðir í húsi lians, þó vér sjáum einhverjar afsakanir fyrir því. Fremur ber oss að heiðra hann með guðsþjónust- um, lofsöngvum, þakkargjörð og bænum. En það er þó ekki nóg, að heiðra hann með helgisiðum og guðsþjón- ustum, vér þurfum líka að heiðra hann og auðsvna nafni hans lotningu í daglegu lífi voru, starfi voru og umsýsiu vorri. “Ekki mun hver sá, er við mig segir: ’Herra, Iierra,” ganga inn í himnaríki, lieldur sá, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum” (Matt. 7, 21). Það er ónýtt að krjúpa frannni fyrir Guði, í ímyndaðri bæn til

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.