Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1916, Qupperneq 20

Sameiningin - 01.06.1916, Qupperneq 20
116 hans og með lofsyrði á vörum, ef hjartað er fráhverft Guði og maðurinn er ávalt ]>ess á milli ótrfir, sérdrægur, eigingjarn og illvígur í garð annara manna. Guðsþjón- usta þess manns á ei djúpar rætur og getur ekki haft mikla þýðingu, sem á næstu stundu er til þess fús, að tæla menn, féfletta og svíkja í daglegum viðskiftum, eða í afskiftum sínum af stjórnmálum, verzlunarmálum og öllum almenningsmálum, ber engan kærleika til Iiinna undirokuðu, en er fús til að auka eymd þeirra til að bæta eigin hag. Það er víst, að sá, sem svona fer að, spyr ekki liuga sinn: “Hvað myndi Jesús gjöra í mínum sporum?” eða: “Hvað myndi Jesús vilja, að eg gjörði 1 þessum sporum?” Þó ýmislegt megi að sjálfsögðu finna að bók Sheldon’s, In His steps.—What woulcl Jesus Dof, þá er þar þó margt lærdómsríkt í mesta máta og þess vert, að kristnir menn athugi það vandlega og vel. Og víst er um það, að það gæti oft verið heilla- vænlegt fyrir oss í sambandi við framkomu vora í dag- legu lífi og í sambandi við starf vort, að íhuga það alvar- lega, hvað Jesús myndi gera í vorum sporum og hvernig hann myndi vilja, að vér kæmum fram í þeim sporum. Þannig fengjum vér helga aðstoð til að hegða oss eins og lionum er þóknanlegt, og yrðum þá um leið færari um að vera að einhverju leyti fyrirmyndir þeirra, sem væru að hefja göngu sína í kirkjulegu starfi. Yér þurfum líka að lieiðra Drottin með því, að vera vákandi og ötulir í starfi voru fyrir ríJci Guðs. Ef nýir meðlimir mæta hjá oss svefni og’ dauða, kulda og alvöruleysi, aflvana og duglausu starfi fyrir málefni Guðs, þá fer svo oftast, að hið sama ræður í starfinu hjá þeim. Ef þeir aftur á móti mæta eldmóði og dugnaði, alvöru og trúarhita í starfinu hjá oss, þá tendrar ]>að lifandi eld trúarinnar og áliugans í sálum þeirra, sem verður bæði sjálfum þeim og málefni krist- indómsins til ómetanlegrar blessunar.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.