Sameiningin - 01.06.1916, Page 30
126
hann Jakob, smiðurinn góöi, hefir veriö aS reisa handa þér. Öll
skrauthýsi jarðarinnar hrynja einhvern tíma, en þetta hús stendur
um eilífS.”
I’egar konungurinn vaknaði, skildi hann, aS Guð hafði með
þessum draumi verið að sýna honum, að hallarsmiðurinn hans hefði
farið vel að ráði sínu, og að peningunum, sem hann hafði notað til
þess að hjúkra sjúkum, fæða hungraða og líkna fátækum, hafði ver-
ið betur varið, en þó að fyrir þá hefði verið reist fegursta höll úr
marmara, gulli og silfri. — Hann sendi tafarlaust eftir Jakob, sæmdi
hann rausnarlegum gjöfum og þakkaði honum fyrir, hve vel og
viturlega hann hefði farið að ráði sínu.
“safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu------------en safnið yður
fjársjóðum á himnum.” ('Matt. 6, 19. 20J.
• -------o------
Hver er sinnar gæfu smiður.
“En hvað þeir leika sér fallega saman, drengirnir litlu,” sagði
Martin King einn góðan veðurdag Við konuna sína; þau voru að
horfa á Berta, son sinn, leika sér við leikbræður sína tvo, Channing
Turner og annan dreng.
“Já,” sagði Mrs. King hugsandi; “nú eru þeir allir jafningjar;
en hvernig skyldi það verða eftir ein tiu eða fimtán ár? Channcey
Turner verður þá rikur maður, en drengurinn okkar ef til vill ó-
breyttur skósmiður,”
“Ef hann verður það,” svaraði maður hennar, “þá vona eg, að
hann búi til beztu skóna, sem fáanlegir eru.”
“En hugsaðu þér, að þessi drenghnokki skuli eiga fyrir höndum
að erfa fjörða part úr miljón,” sagði móðir hans Berta.
“Eg skal segja þér það i einlægni, María,” svaraði M'r. King,
“að mér þykir vænt um það vegna hans Roberts, að eg er efnalaus
maður. Það Væri honum ekki holt, að eiga von á að eignast mikil
efni fyrirhafnarlaust.”
“Hvaða vitleysu ert þú nú að fara með, góði minn.!”
“Ef við verðum langlíf, María, skalt þú minnast orða minna;
og illa er eg svikinn, ef þú verður ekki á mínu máli. Eg hygg, að
sonur fátæks manns sé oftast liklegri til þess að verða að manni, en
sonur efnamanns.”
“Líklegri til hvers, segir þú?”
“Líklegri til þess að mannast, fyrir starfsemi, sparnað og stjórn
á sjálfum sér; líklegri til þess að varðveita likama sinn heilbrigðan,
skynsemina óbrjálaða og hjartað gott; líklegri til þess, i stuttu máli,
að verða að manni.”--------
Nokkru síðar bað Berti föður sinn að gefa sér bolta, og gat þess
um leið, að Channey Turner fengi að kaupa alt, sem hann langaði
til að eiga.
“Þér er bezt að vinna fyrir boltanum sjálfur, drengur minn,”
svaraði faðir hans; “þá eignast þú um leið afl til þess að henda
honum hærra, en ef hann hefði komið fyrirhafnarlaust í hendur