Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1916, Page 6

Sameiningin - 01.11.1916, Page 6
262 “Aftansunna þegar þýð um þúsundlitan skóginn geislum slær og blikar blíð bæði um lönd og sjóinn.” Á haustin er eins og' alt iáti liöfuð drúpa í rólegri bæn til Drottins síns: “Mitt liöfuð, Guð, eg- hneigi, að hjartað stíga megi í bljúgri bæn til þín.” Og loks kemur veturinn, árstíð kuldans og myrkurs- ins, sú árstíð, er vér nú höfum verið að heilsa á næstliðn- um dögum. Ömurlegur finst manni veturinn, sérstaklega fyrst í byrjun, en ef til vill er liann tignarlegastur allra árstíða. Það er hátignar svipur á náttúrunni, þegar “Á fjalla tindum fríðum fönnin hvíta skín.” Það er hrikaleg dýrðarmynd, þegar “Yfir laxa lóni—liggur klaka-þil hlær við hríðarbyl— hamragil. ” Það er fagurt að sjá náttúruna ganga til hvíldar, breiða ofan á sig ábreiðuna hvítu, sofna örugg í skjóli hins al- máttuga og bíða róleg dýrlegrar upprisu sinnar. Þá er eins og' alt krjúpi á kné til kvöldbænar: “Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo eg sofi rótt. ” Hver árstíð er annari nauðsynleg, og á milli þeirra er heilagt samband, þær eru tengdar saman þráðum, sein Guð hefir spunnið. Og alt miðar að því eina, að veita öllu, sem til er, óþrjótandi blessun. En live vís sá er og sæll, sem alt þetta hefir í umsjón sinni og lætur aldrei neinu skeika. Þegar maður hugsar um árstíðirnar, getur maður

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.