Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1916, Page 12

Sameiningin - 01.11.1916, Page 12
268 Sálmur Newmans. Lead, Kindly Lig’ht, amid the en- circling gloom Lead Thou me on! The night is dark, and I am far from home, Lead Thou me on ! Keep Thou my feet, I do not ask to see The distant scene, one step enough for me. “Endurbót” Pattens. Lead, Kindly Light, thro’ Heav- en’s trackless maze Lead Thou me on! Where roams the star, where suns in splendor blaze, Lead Thou me on! My heart and hand for service ever true, Would much endure to bring Thy light to view. Sálmabreytingar þessar hafa mælst misjafnt fyrir, sem vænta mátti. Sumum nýmælamönnum finst tilraun þessi stefna í rétta átt, þótt ekki lúki þeir miklu lofsorði á skáldskapartilþrifin. pó eru hinir fleiri, sem ekki sjá annað en óþörf á þessari hlutsemi prófessorsins, að geta ekki látið fögur og heilög trúarljóð í friði, þótt honum finn- ist þau ekki tolla nógu vel í hugsanatízku samtíðar sinnar. Blaðið “Evening Post” í N. York segir, að Patten prófessor sé nýtur hagfræðingur og valinkunnur, en um “lagfæring- ar” hans á gömlum og góðum sálmum muni fáir bera hon- um það. að vel hafi tekist. Margir muni líta svo á, sem litlu meiri fífldirfsku hefði þurft til þess að gjöra ritverk- um Shakespears eða Miltons sömu skil, með svipuðu augna- miði. pó er blaðið “Argonaut” í San Francisco enn harðorð- ara. “Mídas kvað hafa gjört alt að gulli, sem hann snart,” segir blaðið. “Patten prófessor er gæddur gáfu ekki ó- svipaðri, en í öfuga átt. Alt verður að leiri í höndunum á honum. Honum skjátlar aldrei í að rata á það, sem fag- urt er, og gjöra það ljótt, á það sem látlaust er, og gjöra það tildurslegt, á það sem fagurt er, og gjöra það gróft. Hann ýfist við blómknapp í orðum og slær hann niður. Líkingarmál gjörir honum gramt í geði, og hann leggur það í eyði.” Hér er sjálfsagt of langt farið í dóm-hörkunni. Patten er auðsjáanlega ekkert stórskáld, en svipleysið á þessum afbökunum hans er alls ekki skáldskaparspjöllum einum að kenna, heldur hinu miklu fremur, að eldur og sannfæring og tilfinningadýpi trúarinnar sjálfrar hverfur með öllu úr sálmunum, þegar hann hefir fært þá úr lagi. Nýmælasýkin er skynsemskan gamla í nýjum búningi og ekkert annað, og skynsemskunni fer fátt miður úr hendi, en andleg ljóða- gjörð. Hún kemur ekki þeim söng upp, nema hún sæki bæði hreiminn og andann til trúarinnar. Hvort Patten þessi sé únítar eða nýguðfræðingur, vitum vér ekki. Breyt-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.