Sameiningin - 01.11.1916, Síða 13
269
ing hans á sálminum “Jesus, Lover of my Soul” er alls eng-
inn afneitunar-kveðskapur, þótt hins vegar væri synd að
segja þaS, að hún kæmist í hálfkvisti við frumsálminn.
En maðurinn er hins vegar bersýnilega gagntekinn af þeim
hálfleik og ýmugust á ákveðinni kirkjutrú, sem einkennir
mikinn hluta kristninnar nú á dögum. par af flýtur bragð-
leysi sálmanna hjá honum. Hvernig á að syngja “sköp-
unarafli” Pattens jafn-hreimmikið lof og andríkt eins og
þríeinum Guði Hebers, almáttugum og miskunnarríkum ?
Eða hvernig á bænamálið að geta orðið jafn-hjartnæmt hjá
prófessornum eins og hjá þeim Wesley og Newman, á
meðan hann auðsjáanlega finnur ekki til eymdadjúps þess,
sem syndug mannssál er sokkin í, og kannast við Jesúm
Krist sem bróður að eins, og vin og félaga, en ekki sem
frelsara sinn?
En hvað sem öllu þessu ííður, þá á Patten heiður skil-
inn fyrir að leiða trú sína til dyra, eins og hún er klædd, og
sýna hana í því ljósi, sem hún á með réttu. Við það gefst
öllum heimi kostur á að meta hana að verðugu og bera
hana saman við sögulegan kristindóm. Slíka hreinskilni
ætti engin andastefna að þurfa að óttast, nema svo sé, að
henni standi stuggur af sjálfri sér.
Lúter um rœ^ugjörð og rœðu-
flutning.
Úr “History of Preaching” eftir John Ker.
Prédikunina skoðar Lúter mikilvægasta þáttinn í guðs-
þjónustunni, og fylgir þar Páli, sem setur boðun orðsins
ofar öllum helgisiðum—Kristur sendi hann “ekki til að
skíra, heldur til að boða fagnaðarerindi” (1. Kor. 1, 17).
Lúter setur kenninguna skör hærra jafnvel en orð Drottins
sjálft í ritningunni. Má virðast undarlegt í fljótu bragði,
en Lúter er ekki að tala um sannleiksvald ritningarinnar,
heldur um venjulega notkun hennar, og meinar í raun og
veru ekkert annað en það, sem stendur í fræðum vorum
hinum minni, að “Guð noti lestur orðsins, og einkum kenn-
ing þess, sem meðal til að sannfæra synduga menn og
snúa þeim.”*) Kenningin, sem hér er átt við, er ekkert
annað en orð Drottins sjálft, sem berst frá hjarta lifandi
vottar inn í hjarta þess, sem á hlustar. Kenningin er það,
þegar kirkja Krists hefir orð hans um hönd, með aðstoð
*) Hér er átt vife' fræ8i Presbýtera.—G.G.