Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1916, Page 17

Sameiningin - 01.11.1916, Page 17
273 drotningin og fyrirbiðjari allra manna”; sumir sögðu, að Guðs sonur hlyti af hlýðni við móður sína, að gjöra hvað sem hún vildi; því var trúað, að hún hefði orðið uppnumin til himna og hátíð haldin í minningu þess. Hjá mörgum varð helgimannadýrkunin beinlínis að hjáguðadýrkun. En eigi að eins þessir dauðu menn voru dýrkaðir, heldur og dauðir h 1 u t i r, það er að skilja, m y n d i r hinna helgu manna og 1 e y f a r af beinum þeirra eða fötum eða öðru, sem þeir höfðu átt. Slíkar leyfar voru kallaðar “helgir dómar”, og sú trú var algeng, að slíkir helgir dómar gætu læknað sjúka og gjört önnur kraftaverk. pví fleiri slíkar leyfar, sem einhver kirkja eða klaustur átti, því helgari þótti sá staður vera. pannig höfðu tvær nýjar tegundir hjáguðadýrkunarinnar, myndadýrkun og helgra dóma dýrkun, bæzt við helgimannadýrkunina. Náskyldar allri þessari hjátrúardýrkun voru p í 1 a g r í m s-f e r ð i r n a r. þær ferðir fóru menn eigi að eins til þeirra staða, þar sem Kristur og postularnir höfðu lifað og dáið, heldur og til þeirra kirkna eða klaustra, er áttu einhverja helga dóma, sem mikið orð fór af. Með slíkum ferðum þóttust menn vinna Guði þægt verk og sálum sínum þægt verk. 3. Lærdómurinn um sakramentin Var margvíslega rangfærður. Kristur hafði stofnað að eins t v ö sakra- ment, skírnina og kvöldmáltíðina, en frá miðri 12. öld voru sakramentin orðin s j ö að tölu, af því að kennifeður kirkj- unnar höfðu tekið sér það vald, að kalla ferminguna, yfir- bótina, hjónabandið, prestvígsluna og þann sið er nefndur var hin síðasta smurning, sakramenti, og að setja þessi fimm að mestu leyti jafnhliða hinum tveimur. Auk þessa var kent, að sakramentin veittu guðlega náð af sjálfu verk- inu (ex opere operato), þ.e. án tillits til þess, hvort sá, er sakramentið meðtekur, hefir trúna eða eigi. Lærdómur nýja testamentisins um skírnina hafði eigi verið rangfærð- ur til muna, en lærdómurinn um kvöldmáltíðina því meira. í fyrsta lagi var kent, að brauðið og vínið b r e y t ti s t al- gjörlega við helgunarorð prestsins í Krists líkama og blóð, væri hans líkami og blóð upp frá því, og ætti þess vegna að tignast og tilbiðjast eins og Kristur sjálfur. f öðru lagi var kent, að hver sá, er meðtæki hið helgaða brauð, sem orðið væri að líkama Krists, hann meðtæki um leið Krists blóð, þótt hann bergði eigi víninu, og var þetta kent til að réttlæta þann sið, að vígðum mönnum einum væri út deilt bæði brauði og víni í kvöldmáltíðinni, en leikmönnum að eins brauðinu; en sá siður—eða réttara sagt ósiður—mið- aði ásamt öðru til þess, að hefja klerkastéttina yfir leik- mannastéttina og gjöra skilnað þeirra sem mestan. f þriðja lagi var kent, að í hvert skifti sem presturinn læsi

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.