Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1916, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.11.1916, Qupperneq 18
274 innsetningarorðin yfir brauðinu og víninu, sem kallað var “að lesa messu”, væri Jesú Kristi fórnfært a ð n ý j u, eða með öðrum orðum, að í hvert skifti sem brauð og vín væri þannig helgað, færi fram óblóðug endurtekning hinnar blóðugu fórnfæringar á Golgata. pessi athöfn var því kölluð “messufórn”. Hver prestur gat fært þessa fórn eða “lesið messu”, þótt enginn væri til altaris eða jafnvel enginn viðstaddur í kirkjunni nema hann. pegar þannig var að farið, sem mjög oft var gjört, hét sík messa “leyni- messa.” Leikmönnum var talin trú um, að með því að kaupa að klerkum að lesa messur, gætu þeir fengið hjá Guði nálega hvað sem þeir vildu, og að þessar messur væru bæði lifandi mönnum og dauðum til góðs, og meira að segja, bæði mönnum og skepnum. pess vegna keyptu fjöída margir slíkar messur að klerkunum, bæði til að fá fyrir- gefning sinna eigin synda og til að hjálpa sálum ættingja sinna og vina úr hreinsunareldinum. pegar messurnar höfðu þann tilgang, að frelsa sálir úr hreinsunareldinum. hétu þær sálumessur, og voru oft keyptar margar sálumessur fyrir hinni sömu sál og borgaðar með ærnu fé. En þar að auki keyptu margir messur til að fá regn eða sól- skin, góðan grasvöxt eða bót við sjúkdómum á skepnum. Hinir katólsku klerkar spöruðu eigi, að telja almenningi trú um nytsemi messunnar; því að þeir græddu á engu meira en á þessum messulestri. 4. Ytri athafnir voru metnar meira en trúin. Að vísu var hinum kristilega höfuðlærdómi um réttlætinguna af trúnni eigi beinlínis neitað; en hann var að mestu leyti gleymdur, svo að nálega mátti segja, að í hans stað væri kominn lærdmur um réttlæting af verkunum. Sú trú, sem var sér í lagi heimtuð, var eigi traust til Guðs náðar fyrir friðþæging og verðskuldun Drottins vors Jesú Krists, held- ur miklu fremur samsinning þess, að það alt væri satt og rétt, sem kirkjan kendi og úrskurðaði. Án slíkrar trúar átti enginn að geta orðið hólpinn. En að öðru leyti var lítil áherzla lögð á trúna og miklu meira haldið fram ýmsum ytri athöfnum. petta má meðal annars sjá af því, hvernig kennifeður kirkjunnar á miðöldunum höfðu lýst eðli yfir- bótarinnar. Til yfirbótar eða sannarlegs afturhvarfs heyrði eigi iðrun og trú eftir þeirra kenningu, heldur iðrun, munnleg syndajátning og fullnægjugjörð í verkinu. Trúin var hér alls eigi nefnd. Sú syndajátning, sem var heimtuð, og átti að vera eitt af atriðum yfirbótarinnar, var eigi fólgin í því, að játa syndir sínar alment fyrir Guði og mönn- um, heldur í því, að telja nákvæmlega upp fyrir skriftaföð- uraum allar syndir sínar. En sú fullnægjugjörð í verkinu, sem talin var hið þriðja atriði yfirbótarinnar, var fólgin í

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.