Sameiningin - 01.11.1916, Síða 19
275
því, að vinna ýms ytri verk samkvæmt því, er skriftafaðir-
inn lagði fyrir. Slík yfirbótarverk voru einkum: föstur,
langar og tíðar bænagjörðir, ölmusugjafir (sálugjafir),
pílagrímsferðir og ýmsar sjálfpyntingar. En frá þessum
yfirbótarverkum var þeim, er vildu, leyft að kaupa sig
lausa með fjárútlátum, er síðan varð tilefni til aflátssöl-
unnar. pannig má með sanni segja, að hér væru ytri at-
hafnir (syndajátningin og yfirbótarverkin) settar í stað
trúarinnar.
5. Að gjöra meira gott en skyldan býður var talið
mögulegt. Frá því á 13. öld hafði heyrzt í kirkjunni sú
kenning, sem hefir ekkert í ritningunni við að styðjast, að
þá er frelsari vor gjörði fullnægju fyrir syndir heimsins,
hefði hann eigi að eins gjört það, er þurfti, til að afplána
hina miklu sekt mannanna, heldur og mikið fram yfir það.
Reyndar átti þessi kenning að vera Kristi til vegsemdar. En
hinir helgu menn voru vegsamaðir á líkan hátt; því að þótt
Kristur hafi beinlínis bent á, að enginn maður gjöri nokkurn
tíma meira gott en skyldan býður honum, svo að öllum beri
að segja: “ónýtir þjónar erum vér” (Lúk. 17, 10), var
einnig kent, að hinir helgu menn, sem kallaðir voru, hefðu
gjört fleira og meira gott og Guði þóknanlegt en skyldan
krafði, og með því áunnið sér meiri verðleika hjá Guði en
þeir þurftu eigin sálum sínum til hjálpræðis. pessir verð-
leikar Krists og hinna helgu manna fram yfir það, er þurfti,
var sagt, að væru sjóður, sem kirkjan hefði umráð yfir, og
af þessum verðleikasjóði þóttist hún hafa vald til að miðla
þeim, er miður væru staddir, á þann hátt og með þeim
skilyrðum, sem hún vildi, til þess að brot þeirra yrðu bætt,
eða þeir fengju uppbót þeirra yfirbótaverka, sem þeim bar
að vinna, til að geta fengið fyrirgefning synda sinna. pessi
heimskulega kenning var höfð til að réttlæta það óhæfu-
athæfi, að
6. Fyrirgefning syndanna var seld fyrir peninga.
Hinn fyrsti undirbúningur undir þetta var sá, að þeim, sem
yfirbót gjörðu, var annaðhvort gefið eftir nokkuð af þeim
tíma, er þeir áttu að vera í yfirbótarstöðu, eða að þeir voru
látnir sleppa við nokkuð af þeim yfirbótarverkum, sem hafði
verið lagt fyrir þá að vinna, til að bæta fyrir syndir sínar.
petta var upphaflega það, er kallað var a f 1 á t. í fyrstu
var slíkt aflát veitt gefins, af því að sá, er það fékk, þótti
hafa bætt ráð sitt að fullu en síðar var tekin borgun,
sem höfð var til hjálpar fátæklingum eða til annara góð-
verka. En er fram liðu stundir, breyttist þetta svo, að það,
sem aflát var kallað, var eigi lengur að eins uppgjöf yfir-