Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1916, Qupperneq 23

Sameiningin - 01.11.1916, Qupperneq 23
279 hæfur né kirkj ugræfur. En stundum bannfærðu páfarnir heilar þjóðir ásamt með konungum þeirra, eða einstök héruð eða borgir. pá var þar öllum kirkjum lokað, sem átti að þýða það, að himininn sjálfur væri lokaður fyrir þeim, er þar bjuggu; enga guðsþjónustu mátti halda, enginn veita heilaga kvöldmáltíð, enga messu lesa nema svo, að sem allx*a minst bæri á, engri klukku hringja, ekkert organhljóð heyr- ast, ekkert vfgt ljós brenna, engin hión gefa saman annars- staðar en við grafir hinna framliðnu og ekkert lík fá greptrun í vígðri mold, nema lík presta, aðkomumanna, förumanna og ungbarna. pað er auðskilið, hvílík áhrif slíkt hlaut að hafa á þeim tímum, þá er fáfræði og hjátrú. var almenn. Einkum var þetta öflugt meðal til að gjöra konungana hataða hjá þegnum þeirra; því að optast var það ósamþykki við einhvern konung, sem kom páfunum til að bannfæra á þennan hátt. Svo hræðilegar sem þessar bannfæringar voru, var rannsóknarrétturinn þó enn ótta- legri. pað, sem því nafni var nefnt, var eins konar dóm- nefnd, sem munkar af prédikaralifnaði (Dominíkusmunkar) voru valdir í. Munkarnir í þessari deild höfðu það embætti á hendi, að leita upp, yfirheyra og dæma trúvillumenn, þ. e. alla þá, er eigi vildu trúa og hlýða páfanum í öllu. petta embætti sitt ræktu rannsóknardómararnir með hinni hvlli- legustu grimd og þyrmdu hvorki konum né körlum, ungum né gömlum. Hver sá, er var kærður eða grunaður um trúarvillu, var jafnskjótt tekinn og settur í dýflissu, síðan margvíslega píndur til sagna og að lyktum oftast brendur lifandi. þióðunum stóð hin mesta ógn af þessu, og ekkert studdi meira harðstjórnarvald páfanna. Samkvæmt þeim höfuðgöllum kirkjulærdómsins og kirkjulífsins, sem hér hefir verið minzt á, var a 1 m e n n f á f r æ ð i hjá alþýðu og hinum lægri klerkum og m e g n siðspilling hjá öllum stéttum. Lærðu mennimir og hinir hærri embættismenn kirkjunnar hirtu mjög lítið um fræðslu alþýðunnar; en flestir hinna lægri klerka voru sjálfir svo fáfróðir, að þeir gátu eigi frætt aðra á nokkru því, er fróðleikur var í. Sumir þeirra skildu varla sjálfir, hvað þ’eir fóru með í guðsþjónustunni; því að á þeim tímum var guðsþjónustan oftast öll eða mestöll eigi á þióðmálinu, heldur á latínu, sem allur almenningur skildi ekki orð í. En þá er prestar eða munkar prédikuðu á þjóðmálinu, var efnið í ræðum þeirra þráfaldlega ekki annað en hjátrúar- sögur og hégómleg æfintýri, einkum um helga menn, stund- um alvarlegs efnis, en stundum hlægilegs efnis. Siðspill- ingin átti heima hjá öllum stéttum og eigi minst hjá and- legu stéttinni. Einkanlega varð það, að klerkum var bann- að að kvongast, þeirri stétt til hinnar mestu ógæfu og óvirð-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.