Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1916, Side 24

Sameiningin - 01.11.1916, Side 24
280 ingar. Við sjálfa páfahirðina áttu alls konar ósiðir og lestir þráfaldlega heima, og fyrir Lúters daga voru þeir páfar eigi fáir, er með sönnu má segja um, að þeir hafi verið gjör- spiltir menn. Löngu áður en Lúter hóf siðbót sína, höfðu margir menn séð það og fundið til þess, að kirkjan var að mörgu leyti horfin frá því, er hún hafði upphaflega verið og átti að vera, og þeir voru eigi fáir, sem vakið höfðu máls á þessu og viljað koma umbótum til leiðar. En fram að Lúters tíma höfðu allar slíkar kirkjulegar umbótatilraunir mistekizt, bæði af því að nægan undirbúning hafði vantað og af því að oftast hafði verið bygt á öðrum grundvelli en hinum rétta. Sá grundvöllur, sem Lúter bygði á, var það tvennt, að heilög ritning sé hin eina algilda regla kristilegr- ar trúar og kristilegs lífernis, og að maðurinn réttlætist eigi fyrir Guði af neinu öðru en trúnni á Jesúm Krist og hans friðþæging. En þeir, sem höfðu áður viljað koma endurbótum til leiðar í kirkjunni, höfðu eigi nægilega, og sumir alls eigi, haft augastað á þessu. par að auki hafði enginn þeirra haft til að bera svo marga og frábæra hæfi- legleika sem Lúter til að verða siðbótamaður. Guð hafði upp alið hann og undir búið til hins mikla endurbótaverks, án þess að Lúter hefði sjálfur ásett sér fyrir fram að takast það á hendur. En þá er hann hafði séð og sannfærzt um, hvað gjöra þurfti, lagði hann öruggur hönd á verkið, hélt því kappsamlega áfram og hugsaði ekki um annað en að vera sannleikanum trúr og Guði trúr. Félag lúterskra presta í Winnipeg. Miðvikudaginn 22. Nóvember gerðu lúterskir pxæstar í Winnipeg sér mót á einu hóteli borgarinnar og neyttu þar máltíðar saman. par á eftir var skotið á fundi og á fund- inum var stofnað “Félag lúterskra presta í Winnipeg” (“The Lutheran Ministerial Association of Winnipeg”). Fimtán prestar verða í félagi þessu og teljast þeir til fimm þjóðflokka: enskir, norskir, sænskii', þýzkir og ís- ienzkir. Einn íslenzku prestanna var kjörinn forseti fé- lagsins, skrifarinn er enskur og féhirðirinr þýzkur. Fundi sína ætlar félagið að halda mánaðarlega og ræða trúmál og sameiginleg starfsmál kirkjunnar. Verður aðalverk fé- lagsins næsta ár að gangast fyrir viðeiganlegu hátíðarhaldi í Winnipeg til minningar um feraldar-afmæli siðbótarinnar. Hefir það í hyggju að fá sér til samvinnu ötula leikmenn í öllum söfnuðunum lútersku í Winnipeg til að koma hátíðar- haldinu á og gera það sem bezt úr garði. Mælt er, að um 15,000 lúterskra manna sé í Winnipeg og mættu þeir all- miklum áhrifum valda, ef samtök eru og samvinna.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.