Sameiningin - 01.11.1916, Page 25
281
RADDIR FRÁ ALMENNINGI
Dcild þcssa annast séra G. Guttormsson.
Ritstjóraspjall.
Allir kannast nú á dögum viö borgina Saloniki í norðurhluta
Grikklands. Hún er oft nefnd í stríösfréttunum; stórtíðindi hafa
borist af og til þaSan út um allan heim, síöan bandaþjóðirnar gjöröu
borg þessa aö aöal- herstöövum austur þar í ófriðnum mikla, sem nú
stendur yfir. En stærri v’iöburöur gjöröist þó i fornöld í þeirri
borg—stærri í raun og veru, þót varla hafi hanrt þá í svipinn þótt
mjög miklum tíöindum sæta. Það mun hafa verið í Desember-mán-
uöi, hálfri öld eftir fæöing Krists, að þrír ferðamenn, vegmóðir og
heldur fátæklega til fara, komu til borgarinnar. Tveir þeirra voru
naumast búnir að ná sér eftir misþyrmingar, sem þeir urðu fyrir í
annari borg þar í Makedóníu skömmu áður. Menn þessir voru þeir
Páll postuli og félagar hans tveir, Sílas og Tímóteus. Borgin hét
i þá daga Þessaloníka.
Þeir Páll tóku þegar að leita sér atvinnu þar i borginni, því
ekki voru efnin rnikil fyrir hendi. Vinnulekin mun hafa verið taf-
söm þá eins og nú, en þó komust þeir félagar brátt að verki v'ið að
vefa tjalddúka úr svörtu geitahári, og gátu háft ofan af fyrir sér
með því. En stundleg atvinna fullnægði ekki mönnum þessum;
þeir voru trúboðar en ekki tjaldgjörðarmenn. Borgarbúar voru
heiðnir menm lang-flestir, en þó áttu Gyðingar samkunduhús þar.
Þangað komu þeir Páll þrjá hvíldardaga í röð, og boðuðu samlönd-
um sínum erindið einkennilega um krossfestan og upprisinn Messí-
as, Jesúm nokkurn frá Nazaret, og um andlegt guðsríki, sem Kristur
sá hefði komiö til aö stofna.
Fáir Gyöingar urðu til að taka öðrum eins kenningum fegins-
hends. Þeir höfðu gjört sér vonir u-m eitthvað glæsilegra, þegar
rætast tæki fyrirheit þau, sem Drottinn hafði gefið feörum þeirra,
heldur en krossfestan Messías og andlegt guðsríki. Kom því brátt
upp illur kurr meðal þeirra gegn trúboðunum, svo að þeir Páll létu
samkunduhúsið eiga sig, og tóku að boða heiðingjum trúna. Þá
gekk trúboðið miklu betur, því að hjá heiðingjum var færri hleypi-
dómum aö mæta. Ekki leið á löngu, áður en allstór söfnuður var
myndaður þar í Þessaloníku, og tóku þá Gyðinigar að sjá ofsjónum
yfir árangrinum. Þeir vöktu uppþot gegn trúboðunum, gáfu þeim
það að sök, að ^eir umturnuðu öllum heimi með kenningum þess-
um, og fengu þá hrakta burtu úr borginni.
Páli þótti mjög mikið fyrir því, að þurfa að fara svona fljótt
úr Þessaloníku. Jarðvegurinn andlegi hafði verið frábærlega góð-
ur meðal heiðingjanna þar; honum þótti mjög vænt um fólkið, sem