Sameiningin - 01.11.1916, Qupperneq 26
282
hann hafði snúiS til kristni, og fólkinu um hann. Hann fann sárt
til þess, hve stuttan tíma hann hafði haft til að innræta fólki þessu
hreinan kristindóm og styrkja þaS gegn árásum á trúna, því hann
vissi vel, aö hún yröi ekki látin í friöi þar fremur en annarsstaöar.
þegar hann væri farinn.
iPáll hélt áfram trúboðsför sinni suður urm Grikkland, og komst
alla leið til Korintu. Hann boðaöi Krist hvar sem hann gat, og
lagði hart á sig, en aldrei gat hann gleymt söfnuðinuro litla í Þessa-
loníku. Hann, mintist þess safnaðar óaflátanlega í bænum sínum og
sendi félaga sinn Tímóteus þangað, til þess að komast eftir ástandi
safnaðarins. Þegar Tímóteus var kominn til postulans aftur úr
þessari sendiför, og hafði fært honum fregnir af ástandinu nyrðra,
v'ildi Páll hughreysta söfnuðinn og leysa úr ýmsurn vandamálum, sem
þar höfðu komið á daginn eftir burtför hans. En í þetta skifti gat
hann ekki mist félaga sína frá verkinu í Korintu. Tók hann þá það
ráð, að hann skrifaði Þessaloníkumönnum til—eða lét annan mann
skrifa bréfið og las honum efnið fyrir. Þetta sendibréf, fyrra bréf
Páls til Þessaloníkumanna, er enn til. Það mun vera elzta bréf post-
ulans, þeirra er geymst hafa í nýja testamentinu.
Söguna um tildrög þess bréfs hefi eg hermt hér í stuttu máli fyr-
ir þá sök, að mig langar til að fá einhverja af lesendum blaðsins til
að fara yfir bréfið með dálítilli eftirtekt, og taka þátt í umræðum um
efni þess hér í blaðinu. Eg hefi hugsað mér að birta þær umræður
hér í “Röddunum”, og bið því alla, sem vilja sinna þessu, að senda
mér annað hvort spurningar um eitthvert atriði í bréfinu, eða þá
hugleiðingar og athugasemdir eða eitthvað annað, sem heima getur
átt í sliku samtali og orðið öðrurn mönnum til uppbyggingar.
Svo má taka önnur rit biblíunnar síðar og ræða þau hér á sama
hátt Mér finst, að það megi auka stórum á nytsemd deildarinnar
með þessu móti, því fátt vanahagar oss fremur um, íslendinga, en
kostgæfinn lestur Guðs orðs, og þekking á efni þess. Eg vonast
eftir góðum undirtektum meðal lesendanna —og um árangurinn efast
eg ekki, ef þetta kemst í kring.
Enginn taki þessi tilmæli mín svo, að mér sé farið að þykja nóg
um erindi þau, sem hingað til hafa borist deildinni. Þeim sendingum
verður tekið með þökkum framvegis eins og að undanförnu. Mig
langaði að eins til að færa út kvíarnar ofurlítið—bæta einu umtals-
efni við hitt alt, sem hingað til hefir borið hér á góma.
“Rödd” frá manni í Saskatochewan.
Ef rúm og aðrar ástæður leyfa, vildi eg mega koma með ofur-
lítinn kafla úr bók, sem til er eftir Jón sál. Espólín. Þar segir svo:
“Hvernig stendur á því, að veröldin aldrei vill trúa Guðs opin-
beraða orði ? Bæði í lærdóminum og verkinu er ætíð haft á móti því,
af hverju þankafari allar mannanna óhamingjur fljóta. Menn kífa
sífelt um trú og líferni til dæmis, og margir vilja ekki fallast á það,
að trúin sé neins v'erð; lífernrð á að vera alt.—Já, hver veit það eigi,