Sameiningin - 01.11.1916, Side 31
287
fólkib. Lovísa var mjög- hrædd viö vonda Perkins-drenginn, og hún
flýtti sér alt af eins og hún gat, þegar hún sá til hans. Nei, þaö
var ekki til neirus fyrir hana ab hugsa til þess aö útvega nýjan nem-
anda í skólann, og henni þótti mjög fyrir því. ÞaS átti að gefa
þeim börnum, sem komu meö nýjan nemanda, litla silfurstjörnu, og
Lovísu hefbi þótt svo vænt um þaö, ef silfurstjarnia heföi veri’ð næld
á fátæklega kjÓlinn hennar; en auövitaö gat enginn ætlast til þess,
að lítil tekluð stúlka útvegaði nemanda í skólann.
Sunnudaginn eftir virtist ekki ætla að blása byrlega fyrir
Lov'ísu. Lf>egar hún var rétt á móts viö Perkins húsið, brotnaði
önnur hækjan hennar og hún datt. Ekki meiddi hún sig neitt að
ráði, en henni var ómögulegt að komast lengra.
“Vertu kyr á meðan eg næ í kerruna mína,” sagði Perkins
drengurinn, sem kom hlaupandi þegar hann sá hana detta. ‘"Vertu
ekki að róta þér á meðan.”
Foreldrar Lovísu voru hvorugt heima, og var henni þv'í nauðugur
ei-nn kostur að þiggja þessa hjálp. 'Drengurinn kom að vörmu spori
með kerruna sína, og hann tók litlu stúlkuna upp og lét hana upp i
kerruna, því hann var bæði stór og sterkur. “Eg ætla að fara með
þig í sunniudagsskólann,” sagði hann við hana og dró kerruna hægt
og gætilega eftir brautinni; “eg ætla að bíða fyrir utan, á meðan þú
ert í skólanum, því fötin mín eru svo ræflaleg.”
Lovísa var venjulega lengi á leiðinni í skólann, þegar hún þurfti
að staulast þangað á hækjunum sínum. En þenna dag gekk ferða-
lagið svo greiðlega, að hún var komin þangað góðri stundu áður en
taka átti til. Forstöðumaðurinn átti heima þar í næsta húsi, og
hann sá til þerra og kom út til þess að bjóða Lovísu að koma inn til
sín á rneðan hún þyrfti að bíða. “Og þetta er nýi nemandinn, sem
þú kemur með ?” sagði hann, og heilsaði drengnum innilega með
handabandi'. “Það var sannarlega vel gjört af þér.”
“Eg ætla ekki að fara inm,” sagði Perkins drengurinn; “fötin
mín eru svo ljöt.”
En forstöðumaðurinn ásetti sér að láta það ekki verða til fyrir-
stöðu. Hann fór með þau inn í hús sitt, og lét drenginn fara þar í
dálítið brúkuð föt, sem drengurinn hans var vaxinn upp úr, og gaf
honum lika góða skó. “Það hlýtur að vera eitthvað varið í þennan
dreng,” sagði hann við sjálfan sig, “að hann skyldi leggja það á sig
að aka Lovísu hingað í kerrunni sinni. Eg ætla ekki að kalla hann
vondan dreng framar.”
Og slíkt hugsuðu margir aðrir, þegar fólkið kom í sunnudags-
skólann og frétti hvað gjörst hafði. Einn maður bauðst til að út-
vega drengnum atvintnu, og annar bauð honum heim til sín. Og
silfurstjörnur voru nældar á þau bæði, því Perkins drengurinn hafði
komið með Lovísu og Lovísa hafði komið með hann.
“Eg tók eftir því, að þú stóðst ekki á fætur á sunnudaginn var,
Lovísa mín,” sagði kennarinn hennar; “en þú komst samt með nýjan
nemanda.”
“Já,” sagði litla stúlkan, og ljómaði öl! af fögnuði. “Og hann