Sameiningin - 01.12.1916, Blaðsíða 3
^itnu'Íninmn.
Mánaðarrit til stuðnings kirlcju og Icristindómi ísleadinga.
gejið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi
RITSTJÓRI: BJÖRN B. JÓNSSON.
XXXI. árg. WINNIPEG, DESEMRER 1916 Nr. 10.
Góðviljahátíðin mikla.
Ulliim mönnum er meðsköpuð jiörfin á helgurn véum.
Euginn kemst af án þess að eiga í umlieiminum einhvern
griðastað, einhvern friðhelgan blett hugsjónum sínum
eða óljósum eftirlöngunum síns betra manns, þar sem
óhætt megi bera þær fram í dagsljósið. Þessi þörf
hjartans hefir margoft stungið mjög átakanlega í stúf
við lifnað þann og hugsunarhátt, sem menn að öðru leyti
tömdu sér. Griðarstaðirnir hafa þá orðið eins og gróð-
urblettir í öræfum, þeim mun dýrmætari, sem auðnin
var ömurlegri alt í kring. Það er ekki óvanalegt, að lítt
mannaðir þjóðflokkar haldi helgidómum sínum alveg ó-
trúlega hreinum, þótt lýðir þeir hafi þess utan alið aldur
sinn kynslóð fram af kynslóð við hinn versta óþrifnað,
og sé fyrir löngu orðnir svo grómteknir og samdauna
allskonar óheilnæmi, að hreinlætislöngunin mætti virðast
með öllu útdauð og upprætt úr eðli þeirra. En muster-
in og helgilundirnir hjá slíkum þjóðum bera þess þó ljós-
an vott, að inst í hjörtum sínum tigna þær hreinleikann
og vilja fara með hann eins og helgan dóm, svo háheilag-
an, að þær finna honum hvergi hentugan stað eða nógu
veglegan, nema þarna.
Sömu öfgunum hefir miskunnsemin oft verið látin
sæta hjá heiðnum þjóðum og hálfkristnum; hún hefir átt
sér heilagt griðland í goðahofum þeirra eða kirkjum og
veitt þar hæli öllum flóttamönnum, sem þangað leituðu,
sekum jafnt sem ósekum. Bæði heiftin og réttvísin