Sameiningin - 01.12.1916, Page 4
290
stöðvuðust þar, eins og alda við klett, enginn mannlegur
kraftur reisti rönd við þeim. Miskunnsemin fe.kk hvergi
að njóta sfn til fulls nema þar, en þar var hún líka hafin
í það öndvegi, að jafnvel réttlætið sjálft varð að þoka.
Slíkir griðastaðir voru goðahofin hjá Grikkjum og Eóm-
verjum til forna, og eins kirkjurnar á miðöldunum; og
mörg dæmi samskonar mætti tína til úr vorum eigin
fornsögum. Þegar Baldur var veginn á goðaþingi, seg-
ir Edda, þá voru æsirnir allir með einum hug til þess, er
unnið hafði fólskuverkið, en enginn mátti hefna — “þar
var svo mikill griðastaður. ” 1 Landnámu segir svo um
Þórólf Mostrarskegg, að hann liafi lagt svo mikinn á-
trúnað á Helgafell, “að þangað skyldi enginn maður ó-
þveginn líta”—og þar var svo mikil friðhelgi, að engu
skyldi granda þar í fjallinu, hvorki fé né mönnum, nema
sjál'ft—gengi braut.” Þá kannast víst flestir við Gretti,
þegar hann kom til Hegranesþings, sekur skógarmaður
og í ósætti við marga, sem þar voru, og gekk þó að leik-
um sem frjáls maður og fór óáreittur af þinginu, af því
Hafur á Hrappsstöðum, hafði mælt þar fyrir griðum.
Friður og miskunn skipuðu alls ekki öndvegi hverndags-
lega hjá forfeðrum vorum, heldur þvert á móti. En
mitt í þjóðlífi því, þar sem hefndin var skoðuð heilög
skylda, en friðarást og vægðarsemi allajafna höfð í lág-
um metum eða jafnvel fyrirlitin, lifðu þó dygðir þessar
í heilagri, óljósri þrá í hjörtum manna, og höfðu uunið
undir sig vígi, fá að vfsu, en sterk, í lífi þeirra og siðum.
Sömu söguna mætti segja um flest annað gott, sem
rutt hefir sér til rúms í mannlegu lífi, að það hefir oft
heilum öldum saman, eða áraþúsundum jafnvel, orðið að
sætta sig við lotning þá, sem því var auðsýnd innan við
slíkar helgiskorður.
Heilög vé eiga kristnir menn ekki síður en aðrir, og
þar leiða þeir til hásætis hinar fegurstu hugsjónir krist-
índómsins; hugsjónir, sem einhvern veginn fá ekki not-
ið sín annarsstaðar, nema hjá tiltölulega fáum mönnum.
Þessa gætir einna mest á hinni miklu allsherjar-hátíð
kristninnar—jólunum. Þá er háflóð í trú, von og kær-
leik allra þeirra manna, sem játa frelsarann. Margur,