Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1916, Síða 6

Sameiningin - 01.12.1916, Síða 6
292 lega að njóta sín, nema nm stundar sakir einn sinni á ári, í friðhelgi þessarar stórhátíðar. En svo er það þó. Jólin eru griðland bróðurelsk- unnar, sem svo oft sætir ömurlegri vanrækslu, eða jafn- vel lítilsvirðing og hrakningum, jóla á milli. Önugir menn og kaldlyndir geta þá um stundarsakir umgengist hverjir aðra með bróðurlegum hlýleik; eigingjarnir harðneskjumsnn finna þá hvöt hjá sér til að gleðja aðra; ómannblendinn sérgæðingsháttur og hluttekningarleysi vei'ður í bili að vikja fyrir góðviljanum; kristinn manna- jöfnuður kemur þá fyrst í ríki sitt; þá taka flestir því vel, að brúað sé djúpið milli auðs og örbyrgðar og revnt að gjöra alla menn glaða, þótt þeir hafi alt árið ypt öxl- um yfir þeirri viðleitni, eins og góðgjarnri fávizku. í þessum véum jólahelginnar vilja menn láta sanna og hjartanlega góðvild eiga frið fyrir öllum þeim vörgum, sem hafa elt hann alt árið, fyrir skapbrestunum, fvrir margvíslegum freistingum og flækjum hverndagslífsins, fyrir vöflum eigingjarnrar veraldarvizku. Þá er eins og rættist á þeirri megindygð kristindómsins þessi ó- gleymanlegu orð spámannsins: “Okið hennar hið þunga, stafinn, sem reið að herðum liennar, brodd rekstr- armannsins, hefir þú í sundur brotið, eins og á degi Midíans.” En um leið og þetta helsi er brotið af hjarta- dygð kristinna manna, taka þeir á sig annað ok, ok frels- arans; og þá finna þeir alt í einu, að okið hans er í sann- leika indælt og byrðin lians létt; það er alt í einu orðið svo auðvelt og' ljúft að dýrka Guð og elska náungann eins og kristinn maður. Aldrei hafa hátíðabrigði þessi verið öllum rétthugs- andi mönnum jafn þungt og átakanlegt hrygðarefni mitt í jólagleðinni eins og einmitt nú, mitt í styrjöldinni af- skaplegu. Munurinn á því, sem viðgengst innan véa og utan, hefir aldrei verið eins skelfilega mikill; og átak- anlegastur er sá mismunur auðvitað á vígvöllunum sjálfum. Þær geyma í sér viðkvæmt harmsöguefni, fréttirnar, sem borist hafa þaðan á hverjmn jólum um vopnahléð, góðvilja-griðin, sem liðsmenn beggja flokka

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.