Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1916, Síða 8

Sameiningin - 01.12.1916, Síða 8
294 oss þykir að horfa. á aðfarirnar nú, þá eru þær þó í raun og veru hátíð hjá þeirri vígöld, þegar blóðhefndir voru daglegt brauð, og enginn maður var nokkurn tíma svo óhultur um líf sitt, að liann færi vopnlaus út úr húsi. Þar var ávöxtur heiðindómsins. Um hann ætti þeir menn að hugsa, sem liáværastir eru í hrakspám sínum um smánardauða kristindómsins, af því kristnar þjóðir hafa nú um stundar sakir og að parti til sokkið í þann heiðindóm aftur. En, sem sagt, á þeim vígöldum voru þó til heilög vé, þar sem allir gátu lagt niður vopnin, griðarstaðir, þar sem flóttamaðurinn gat fengið stund- arfrið og tækifæri til að njóta miskunnar eða réttra laga. Nú hafa vé þessi fyrir löngu breiðst út yfir liverndagslíf kristinna manna, svo að þeir geta nú umgengist hvei-jir aðra vopnlausir í friði—það er að segja vanalega—og notið taganna, ef þeir eiga í sökum saman. Fullkom- leik höfum vér auðvitað ekki náð í þessu efni, en fram- förin er mikil, dýrmæt, samt sem áður. Jólin eiga eftir að færast út í sama skilningi. Alt það, sem þá verður ofan á í lífi kristinna manna, er eins langt á undan daglegri hegðun þeirra, eins og véhelgin til forna var á undan menningunni þá. Þökkum Guði fyrir þennan gróðurreit góðviljans. Hann er að búa um sig þar, festa dýpri og dýpri rætur, breiða sig út. Þegar hermennirnir, marg-saddir á heift og ógnum, rétta óvin- um sínum bróðurhönd í heilögum stundarfrið jólanna, þá eru þeir óafvitandi að beita sömu herkænsku í andans heimi, sem foringjar þeirra beita margoft á vígvellinum. Þeir hafa víggirt jólin, gjört þau að mannavirki kristi- legrar bróðurelsku, mitt í ásóknum heiftar þeirrar og grimdar og tilfinningarleysis, sem geysar yfir alt líf þeirra. Þetta virki, hinn betri mann þeirra, verja þeir af öllum kröftum, til þess að geta aftur náð undir góð- viljann öllu því svæði, sem hann hefir mist, og meiru til, þegar fram líða stundir. Slíkt varnarvirki eiga jólin að vera oss öllum, slíkur gróðurreitur sannrar trúar og bróÖurelsku. Munum eftir því, að sá kristindómur, sem hjá flestum af oss

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.