Sameiningin - 01.12.1916, Page 9
295
nýtur sín ekki nema á jólunum, hefir ráðið ríkjum í
hverndagslífi margra trúhræðra vorra á öllum öldum,
svo að hér er alls ekki um hylling' eða draumsýn að ræða.
Það er haft eftir gamalmenni einu á Islandi, og hent
gaman að, að mikil yrði hátíðin, þegar hinar stórhátíð-
irnar bæri upp á jólin. Þetta á sér í raun og veru stað.
Sú hátíð felur í sér allar hinar. Þegar vér höldum hana,
þá höldum vér þær allar. Sérstaklega. má segja það
með sönnu, að hvítasunnudaginn beri upp á hverja jóla-
nótt. Þegar vér höldum jól, þá heldur Drottinn hvíta-
sunnu, og hellir anda sínum út yfir allar mannssálir, sem
á þeirri tíð hafa brotið odd af syndaoflæti sfnu og beygt
kné fyrir jólabarninu guðlega. “Slökkið ekki andann”,
segir Páll postuli til kristinna manna. Eyðum ekki
þeim blessuðu áhrifum andans með því að falla í sömu
ódygðirnar og sinnuleysið eftir á. Leyfum honum að
breiða jólagróðurinn—góðvilja kristinnar trúar—út yfir
alt vort líf.
G. G.
-----O— --
Hvernig heldur þú jólahátíðina?
Eftir séra Friðrik Ilallgrímsson.
“Heims wn ból helg eru jól.”
Allstaðar þar sem fagnaðarerindi Jesú Krists hefir
verið boðað, halda lærisveinarnir helga fæðingarhátíð
hans. Þeir safnast saman í kirkjunum og á heimilun-
um og gleðjast hvorir með öðrum út af fagnaðarefninu
mikla og dýrlega. Þeir láta gleðina miklu birtast í
hjartanlegri lofgjörð og tilbeiðslu, og hafa unun af því,
að gleðja sem flesta með vinahótum og kærleiksgjöfum.
Heimurinn heldur líka jól,—Krist-laus jól. Jólin
koma, eins og sólskinið og regnið, yfir góða og vonda,
réttláta og rangláta. Og þeir eru margir, sem halda
upp á jólin með íburðarmiklu áti og drykkju, glaðværð
og skemtunum, án þess að minnast með einni hugsun
hans, sem á jólnnnm fæddist. Afrnælishátíð halda þeir,
—en minnast ekki á afmælisbarnið.