Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1916, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.12.1916, Blaðsíða 10
296 Iiverja þýðingu hafa jólin fyrir þig? Hvernig heldnr þú jólahátíðina ? Jólin tákna gjöf. “Því að svo elskaði Guð keim- inn, að hann gaf son sinn eingetinn” (Jóh. 3, 16). Og það var bezta gjöfin, sem Guð gat gefið syndugum heimi. Ilungraður maður þráir brauð; veikur maður þráir heilsu; syndugur maður, sem hefir meðvitund um syndugt ástand sitt, þráir frelsara. Og þetta er einmitt gleðiboðskapur jólanna: “Yður er f relsari fæddur.” Frelsarinn Jesús Kristur er jólagjöf föðursins á himnum til syndugra manna, — hann er jólagjöfin, sem Guð gefur þér. Hann er þér gefinn til þess að vera frelsari þinn; til þess að fyrir trú á hann hafir þú fvrir- gefningu synda þinna og eilíft líf; til þess að fyrir sam- félagið við hann missi hið illa æ meir og meir vald yfir þér, en alt það góða, sem í þéí er, glæðist, styrkist og vaxi; til þess að fyrir það að vera lærisveinn lians, verð- ir þú æ betri, sterkari og sælli manneskja. Jesús Krist- ur, jólabarnið heilaga, jólagjöf Gnðs, felur í sér alt, sem gjörir mannlífið auðugt, fagurt og sælt, — fult af friði og' von. djörfung og sigri. Það er kristið jólahald, að þiggja þá gjöf af Guði með þakklæti og fögnuði. En þó að sú dýrmæta gjöf standi öllum til boða, eru þeir þó fjöldamargir í kristn- inni, sem segja má um með sálmaskáldinu: “Menn elta heimsins glaum og glys, og gleðja sig til ónýtis af gulli, gózi og seimi,”— fjöldamargir, sem ekki lifa neinu trúarlífi, hugsa og lifa eins og aldrei hefðu verið jól, ganga fram hjá beztu gjöf Guðs eins og hún væri einskis virði. Það er ekki okkar að dæma þá. En' sárt getum við kent í brjósti nm börn hé- gómans, sem snúa baki við gæfubrautum lífsins og leita lífsþrá sinni fullnægju í fánýtum glaumi og glysi, og lenda svo út á eyðimerkur-götur, þar sem tómleikinn og vonbrigðin leggjast einhvern tíma með nístings kulda yfir sálir þeirra. Hvernig ætlar þú að halda þessa jólahátíð? Vilt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.