Sameiningin - 01.12.1916, Blaðsíða 12
298
Það var einu simii ung-ur maður, sem lifði illu lífi í
svalli og slarki; fáum kom til hugar, að nokkurn tíma
gæti orðið úr honum maður, og faðir hans hafði mikla
hugraun út af honum. Nágranni einn átti einu sinni
tal um þetta við föður lians, og komst þá meðal annars
svo að orði: “Ef liann væri sonur minn, þá ræki eg
hann burtu af heimilinu og léti hann sigla sinn eiginn
sjó.” — “Já,” svaraði faðir piltsins, “eg myndi kann-
ske gjöra það, ef hann væri sonur þinn; en nú er hann
sonur minn, og eg get ómögulega fengið það af mér, að
sleppa hendi af honum.” Skyldi Guð ekki hugsa líkt
og þetta um okkur? Skyldi það ekki vera ástæðan til
þess, að hann kemur enn á þessum jólum til mín og þín
og segir við okkur, syndugir eins og við erum: “Son
minn, gef mér hjarta þitt!”
Viltu gefa honum þá gjöff Viltu endurnýja við
hann kærleikssáttmálann gamla á þessari hátíðf Vilt
þú að nýju leggja sjálfan þig í hönd hans, til þess að
hann haldi áfram góða verkinu, sem hann hefir byrjað
með þérf Vilt þú reyna að láta þér þykja enn vænna
um iiann en áður og gefa vilja lians og náð meira vald
yfir þérf Vilt þú gjöra nýja tilraun til þess að rýma
með hjálp hans burtu úr lífi þínu þeim syndum, sem
hafa staðið trúarlífi þínu fyrir þrifumf — Það er kristið
jólahald, að gefa Guði hjarta sitt, að láta elskuna miklu,
sem birtist í jólaundrinu, verða til þess að vekja hjá
okkur enn innilegri elsku til lrans, sem elskaði okkur svo
iieitt að fyrra bragði.
Ef þú lieldur þannig jólahátiðina, þá ert þú sæll,
livað sem ytri lífskjörunum líður. Því þá fær þú að
reyna þann unað, sem mestur er á himni og jörðu: að
tengjast óslítanlegum böndum við hjarta Guðs og fær-
ast æ nær honum, svo að þú þekldr og skilur hann æ betur
og finnur til þess með æ sterkari vissu, að líf þitt stefnir
að æðsta marki, að fullkominni sameiningu kærleikans
við alsælan Drottin dýrðarinnar.
“Ó, lát mig hvíld ei fyrri fá,
en fengið hef’ eg vissu þá,