Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1916, Síða 13

Sameiningin - 01.12.1916, Síða 13
299 og fyr en svara sér þú mig: þú sér eg elska þig.” En jólin tákna líka höllun til starfs. Þegar engill- inn flutti hirðunum fagnaðarboðkapinn mikla, þá sagði hann: ‘ ‘ Eg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum.” Öllum mönnum, öllum þjóðum jarðarinnar er sá dýrlegi boðskapur ætlaður. Guð hefir gefið öllum mönnum frelsara, og það er vilji hans, að öllum gefist kostur á að þekkja og þiggja þá kærleiksgjöf. En það er síður en svo, að það sé orðið enn. Enn eru ókristnaðar heiðingja-millíónir. Og enn eru til heið- ingjar innan kristninnar. Guði er ant um, að allir fái að vita um jólagjöfina hans og að þeim verði sýnt fram á það með öllu móti, hvers virði hún er. Og hann biður vini sína fyrir þau skilaboð. Jólin minna okkur á það, live yfirgripsmikill kær- leikur Guðs er; að hann vill faðma að sér öll mannanna börn um allar álfur heims. Og þess vegna er þetta einn þátturinn í boðskap jólanna til þín, — þessi spurning: Vilt þú flytja skilaboð kærleikans guðlega til mann- anna? Það má flytja þau skilaboð víðar en í prédikunar- stólum kirknanna; væru þau við þann stað bundin, þá væru þau skemra á veg komin. Páll flutti þau í fanga- klefanum í Filippí. Pétur í húsi Kornelíusar hundraðs- höfðingjans rómverska í Sesareu. David Livingstone í skógum Afríku. William Carey í þorpum Indlands. Wilfrid Grenfell í sjómannaskýlunum á freðnum Labra- dorströndum. Florence Nightingale í sjúkrahúsunum. William Booth í spillingarbælum og á gatnamótum Lundúnaborgar. Faðir þinn flutti þér þau á æsku- stöðvunum, þar sem þú sást fyrst kveikt á jólaljósum; og móðir þrn andaði þeim í eyra þér þegar þú hvíldist upp við brjóstið hennar hlýja. Vilt þú taka þátt í því veglega starfi ? Vilt þú beita áhrifum þínum til þess að sannfæra þá sem með þér lifa um þörf þeirra fyrir trúarsamlíf við frelsarann Jesiím

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.