Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1916, Page 20

Sameiningin - 01.12.1916, Page 20
306 afli, sem varið hefir verið til þess að s i g r a 1 deilumálum af hverju helzt tagi sem var, hefði verið beint að því einu, að vera sporgöngumenn frelsarans á jörðu, þá væri trú- málum vorum betur borgið en nú er raunaleg raun á orðin. Jólin verða fyrir oss fyrst og fremst iðrunarstund og sjálfsprófunar. Englarnir sungu “Dýrð sé Guði í upphæð- um.” Er markmið kirkju vorrar það og það eitt, að taka undir þá yfirlýsingu með allri hinni kirkjulegu starfsemi vorri? Englarnir sungu “frið á jörð.” Höfum vér leyft Guði að veita oss þann frið, sem þeir sungu um, til varan- legrar eignar? Englarnir sungu um velþóknan Guðs, eða réttara þýtt: írið yfir mönnum, sem velþóknan er á. pókn- ast Guði starf vort? Vitringarnir frá austurlöndum færðu honum gjafir. Hvað höfum vér að færa honum í jólagjöf ? pó búi’ eg hér við blíðheims sól, í blómalundi fríðum, Eg þrái íslenzk úthafs-jól Með ísum, frosti’ og hríðum. úr borg, er hér eg bezta veit, f bláum fjalla sölum, Mig fýsir h e i m,—í feðra sveit, í fósturjarðar dölum. Um jólin fýsir flesta heim, pó fátækt sé í ranni; Svo eg er að eins einn af þeim — pó örlög heimför banni—, Er mitt í heimsins mesta auð Og munað, skort sinn finna, Og langar h e i m í lífskjör snauð Á landi feðra sinna. Eg veit í heimahögum enn Er heilbrigt líf—í sorgum; f afdalskotum kristna menn, En krókarefi’ í borgum. f ljósadýrð, með lífsins auð, Að lýðir ráfa’ i villu,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.