Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1916, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.12.1916, Blaðsíða 22
308 hann gengið lengi dags, án þess nokkuð hallaði undan fæti. —Hann var viltur og vissi ekki hvar hann fór. Hann hafði haft storminn á hlið allan daginn frá því er hann ætlaði að snúa við heimleiðis; þá hafði hann tekið glögt eftir veður- stöðunni. Stormurinn hlaut að hafa snúið sér, og Sigurð- ur sá, að hann myndi vera á rangri leið. preytan var líka farin að þjaka honum, og hann treystist ekki til að bjóða sfom'imnm birginn. pess vegna sneri hann til hliðar og hélt beint undan óveðrinu. Honum varð þá auðveldari gangan, og áður langt leið, fór að halla undan fæti. Svo kom hann niður á jafnsléttu. En óveðrið hélzt hið sama og fannkoman. Sigurður var hraustur maður og harðger, en þreyta og kuldi sóttu hann nú svo fast, að hann varð að gefast upp 0v lpn-on'ast fvrir í sm'ónum. Hann hafði oft hugsað um það áður um daerinn. að leggjast fyrir og láta skefla yfir sig, en hræðslan við svefninn í snjóhúsinu hafði aftrað honum frá því. Hann hafði heyrt svo marga segia, að þá, sem græfi sig í fönn, sækti svo fast svefn, að þeir fengi varla staðist, og að ef þeir sofnuðu, vöknuðu þeir aldrei til þessa lífs framar. En nú var vonin um að ná til bæja algerlega þrotin og þreytan og kuldinn sigruðu svefnóttann. Stormurinn stundi og emiaði, hvein og öskraði, þyrlaði dnfunni í hring mörgum sinnum og slepti henni svo að lokum riður í hH við hæðina, þar sem Sigurður lá. Sigurð- ur naut augnabliks hvíldar í þessu hlé. Hann lokaði aug- unum og lá hreyfingarlaus. Veðurþyturinn lét eins og lík- fararsöngur í eyrum hans. pað seig doðadrungi á allan lík- amann og það var sem farg legðist fast að hverium lið. Svo fór alt í einu hrollur um hann allan, og þá mundi hann eftir hvar hann var staddur. Hann gat varla náð and- anum. Svefninn! Dauðinn! Hann svifti af sér snjófarginu og reis upp í ofboði. L'ós! Liós!—eins og stjama á himninum. Vó að Simivður væn þrevttur, limir hans dofnir af kulda og andlitið alt klökugt, þá fann hann ylinn streyma um sig aúan. LHsvonin var vakin og hiartað sló hraðara. pað var þó ekki eingöngu af gleðinni yfir því að sjá til bæja, heldur var sem eldingu slægi niður í hjarta hans. Hann mintist þess alt í einu, að það voru jólin. Diúpt í fylgsnum huga hans var fólgin sagan um jólastiömuna. Mamma hans hafði svo oft sagt honum söguna um fæðingu frels-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.