Sameiningin - 01.12.1916, Blaðsíða 27
313
RADDIR FRÁ ALMENNINGI Deild þessa annast séra G. Gnttormsson.
Umræður um ritninguna.
í síöasta blaði stakk unmsjónarmaöur deildar þessarar upp á
því, aö taka skyldi eina og eina bók úr heilagri ritning til alþýðlegs
lUmtals hér í “Röddunum”; að þeir, sem þessu vildi sinna, læsi þá
bók gaumgæfilega og sendi svo blaðinu annað hvort athugasemdir
eða spurningar út af þeim lestri. Ritið, sem stungið var upp á til
að byrja með, v'ar fyrra bréf Páls til Þessaloníkumanna. Þessi orð
eru rituð áður en Nóvemberblaðið er komið út á meðal almennings—
af því jólablaðið verður að vera fullprentað snemma í mánuðin-
um—og hefir því enginn lesandi haft tækifæri til að verða við til-
mælunum. En undirtektir einhverjar verða sjálfsagt komnar í tæka
tíð fyrir næsta blað. Þá byrja umræðurnar fyrir alvöru, ef Guð
lofar.
Efni ritningarinnar er eins fjölbreytt eins og auðæfi náttúrunn-
ar. Það er sagt, að náttúran geymi í fórum sínum lækning við
hverju likamlegu meini. Hvort sem svo er eða ekki, þá er hitt víst,
að í heilagri ritning má finna sérhvað það, sem trúarlíf vort þarf
helzt með í það eða það skiftið. “Sérhver ritning, sem innblásin er
af Guði, er og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréitingar,
til mentunar i réttlæti”—og þá ekki síður huggunar og trúarstyrk-
ingar. Nokkur ráð um notkun Guðs orðs látum vér hér fylgja.
Þau eru tekin úr blaðinu “Lutheran”. Af þeim sýnishornum, sem
þar eru nefnd, geta menn gert sér dálitla hugmynd um þann afar-
fjölbreytilega auð andans, sem ritningini á yfir að ráða. Það er
mjög gott , að skrifa leiðbeiningarnar upp, og geyma i biblíunni
sinni. Þær eru á þessa leið:
Þegar þú ert sorgmæddur, þá lestu Jóh. 14.
Þegar mennimir bregðast þér, þá lestu Sálm. 27.
Hafir þú syndgað, þá lestu Sálm. 51.
Sértu hgsjúkur, þá lestu Matt. 6, 19—34.
Ætlir þú til kirkju, þá lestu Sálm. 84.
Sértu í hsáka staddur, þá lestu Sálm. 91.
Þegar illa liggur á þér, þá lestu Sálm. 34.
Þegar þér finst Guð vera langt í burtu, þá lestu Sálm. 139.
Hafir þú mist rnóðinn, þá lestu Jes. 40.
Sé líf þitt ófrjótt, ávaxtarlaust, þá lestu Jóh. 15.