Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 16
16 20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Besta flokksins hefur mistekist að standa með farsælum hætti að hagræð- ingu í leikskólum, grunnskólum og frí- stundaheimilum Reykjavíkurborgar. Ríkir uppnám í mörgum skólum og frístunda- heimilum vegna óvandaðra tillagna meiri- hlutans um samrekstur og sameiningu þessara stofnana. Þessi vinnubrögð koma fram með flausturslegum vinnubrögðum, miklum flýti og ónógu samráði við hagsmunaaðila. Fyrir liggur fjöldi umsagna frá skólum, foreldrum, skólastjórnendum, starfsmönn- um og fleiri aðilum vegna þessara til- lagna. Í 90% tilvika er eindregin afstaða tekin gegn vinnubrögðum meirihlutans auk þess sem 12 þúsund foreldrar hafa mótmælt þessum áformum með undir- skriftasöfnun. Ljóst er að margvísleg tækifæri liggja í auknu samstarfi og/eða samrekstri skóla og frístundaheimila en mikilvægt er að vandað sé til þeirrar vinnu og tryggt að ekki sé slakað á faglegum kröfum. Áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um breytingar á fyrirkomulagi skóla- og frístundastarfs yngstu barnanna, er nauðsynlegt að fram fari samráð og stefnumótunarvinna með aðkomu allra hagsmunaaðila. Vanhugsaðar tillögur Sama dag og menntaráð og íþrótta- og tóm- stundaráð skiluðu umsögnum sínum vegna umræddra tillagna í síðustu viku, var meirihlutinn tilbúinn með nýjar breyting- artillögur á yfirstjórn menntasviðs, leik- skólasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs. Meirihlutinn kaus að leyna tillögunum fyrir þessum ráðum og taldi enga ástæðu til að fá þær í lýðræðislega umræðu. Til- lögurnar voru síðan fluttar fyrirvaralaust í borgarráði daginn eftir (fimmtudag) og aukafundur boðaður í borgarráði á mánu- dagsmorgni svo hægt væri að samþykkja þær á methraða. Það er í takt við annað að stjórnkerfisnefnd borgarinnar, sem á að fjalla um allar slíkar breytingar, hefur ekki fundað í tvo mánuði. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hefur með illa unnum og van- hugsuðum tillögum valdið uppnámi í skóla- og frístundastarfi í borginni. Það er ótækt að meirihlutinn beiti svo óvönd- uðum vinnubrögðum í þessum mikilvæga málaflokki, sem snýr beint að þjónustu við börn og ungmenni. Uppnám í skóla- og frístundastarfi Menntamál Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Krókur á móti bragði Ljóst er að þingmenn Sjálfstæðis- flokksins eru lítt spenntir fyrir því að rannsóknarnefnd verði falið að skoða aðdragandann að stuðningi Íslands við innrásina í Írak 2003. Þegar málið var afgreitt úr utanríkismálanefnd og lagt til að það yrði samþykkt með tilteknum breytingum voru fulltrúar flokksins fjarverandi. Þeir hafa nú lagt fram sína eigin breytingatillögu sem snýst um að sömu meðulum verði beitt á Líbíu-málið. Forvitnilegt verður að sjá hvort stjórnarliðar fall- ist á að aðdragandinn að stuðningi Íslands við loftárásirnar á Gaddafí og félaga verði rannsakaður. Fyrirmynd Þegar þjóðir heims líta í kringum sig og skoða hvaða ríki brugðust rétt við efnahagshruninu 2008 staðnæmast þær við Ísland. Kann að hljóma ótrúlega en er samt satt. Meðferð Íslendinga á bönkunum í kjölfar þess að þeir stóðu frammi fyrir þroti var sú eina rétta í stöðunni. Nú síðast segir New York Times að sú leið að ábyrgjast ekki skuldir bankakerfisins og neyða erlenda kröfuhafa til að taka á sig tap virðist æ skynsamlegri enda sé efnahagur lands- ins að ná sér á strik á ný. Höfundurinn Grunnurinn að þeim aðgerðum sem ákveðnar voru í byrjun október 2008 voru neyðarlögin svokölluðu. Þau voru smíðuð í Stjórnarráðinu í flýti þegar önnur sund reyndust lokuð. Arkitekt þeirra var Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Snarræði hans þá varð líklega til þess að þjóðin sér fram úr vanda sínum. Oft kemur upphefðin að utan. bjorn@frettabladid.is www.listahatid.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA! Þ að fer ekki framhjá vegfarendum, hvað þá þeim sem búa og starfa í miðborg Reykjavíkur, að þar eru mörg hús í skelfilegri niðurníðslu. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar hefði árið 2008 gert ýtarlega úttekt á ástandi húsa í miðborginni og sent eigendum hundraða húsa bréf þar sem farið var fram á að þeir héldu húsunum betur við, annars yrði dagsektum beitt. Nú eru liðin hátt í þrjú ár og enn hefur dagsektaúrræðið ekki verið notað. Í upphafi var gefin sú ástæða að efnahagslífið fór á hliðina stuttu eftir að hótunin um dagsektir var send út. Það var kannski gild ástæða þá en er það varla lengur. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykja- víkur, sagði í viðtali hér í blaðinu í ágúst í fyrra að búast mætti við því að dagsektum yrði beitt „á næstu vikum“ en ekkert hefur ennþá gerzt. Sjálfsagt eru einhverjir eigendur niðurníddra húsa í miðbænum fólk sem ekki hefur mikið handa á milli og myndi ekki ráða við að greiða dagsektir. En eins og Páll bendir á í Fréttablaðinu í gær eru nú margar eignanna í eigu bankanna eða fyrirtækja sem eru í fanginu á bönkunum. Þeir eiga að hafa bolmagn til að halda eignum sínum við með mannsæmandi hætti. Magnús Sædal byggingafulltrúi segir í Fréttablaðinu í gær að Íslendingar þurfi að taka sig á og fara að haga sér „eins og siðaðar þjóðir og halda mannvirkjum okkar við“. Það er mikið til í því. Í mörgum miðborgum kæmust húseigendur ekki upp með að trassa viðhaldið eins og víða er gert í miðborg Reykjavíkur. Vandinn er hins vegar mun víðtækari, eins og Páll Hjaltason sýndi raunar heilmikinn skilning á í viðtalinu hér í blaðinu í fyrra. Það vantar miklu markvissari stefnu um hvaða byggingar beri að vernda í miðborginni og hvaða skilmálum nýbyggingar eigi að lúta. Undanfarin ár hafa verktakar komizt upp með að sanka að sér eignum, leyfa þeim að drabbast niður og leigja þær jafnvel ógæfu- fólki sem er öllum til ama, þannig að allir verði dauðfegnir þegar verktakarnir bjóðast til að rífa kofana, sameina lóðir og byggja ný, stærri og nútímalegri hús í staðinn. Ein afleiðing þessarar stefnu er rýrnun á byggingararfleifð Reykvíkinga, sem eiga lítið af gömlum húsum og eiga að kapp- kosta að vernda þau, og þá helzt þar sem þau hafa alltaf staðið. Önnur afleiðing er allt of mikið af nýbyggingum sem fara illa í gamla bænum og eru sumar hverjar ósvífin árás á fegurðarskyn og smekkvísi. Núna, þegar áformin um allar nýju gler- og steypuhallirnar í miðbænum eru í frosti vegna kreppu, er tækifærið til að vinda ofan af þessari þróun. Það gerist ekki nema með markvissri stefnumótun borgaryfirvalda. Dæmin eru mýmörg frá nágrannalöndunum um að gömul, niðurnídd borgarhverfi hafa gengið í endurnýjun líf- daga með skynsamlegu samstarfi borgaryfirvalda og húseigenda. Og enginn skilur í dag af hverju menn vildu einu sinni rífa gömlu húsin, því að þau eru hið raunverulega aðdráttarafl miðbæjanna. Ástand margra húsa í miðbænum er til skammar. Hvað á að friða og hvað má rífa? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.