Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 12
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR12 Foreldrar gegna lykilhlutverki við að móta heilbrigðan lífsstíl barna með góðu fordæmi og hispurslausum samræðum. Með því að kaupa áfengi fyrir unglinginn viðurkenna foreldrar að það sé eðlilegur hluti af lífi ungs fólks að drekka áfengi. Ekki kaupa þér vinsældir – vertu fullorðinn! E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 15 8 „Ég vil bara vera vinur barnanna minna.“ STJÓRNMÁL Framkvæmdaráð Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) telur að stjórnvöld fari ranga leið í byggðaaðgerðum. Ríkisstjórnin fundaði nýverið á Ísafirði og kynnti þar ýmsar aðgerðir sem ætlað er að styrkja byggð. Í fundargerð frá fundi fram- kvæmdaráðsins fyrr í mánuðinum segir meðal annars að við umfjöll- un um málið hafi komið fram sterk- ur samhugur með Vestfirðingum og einhugur um að bregðast hefði þurft við neikvæðri byggðaþróun þar, þótt fyrr hefði verið. „Hins vegar var það mál manna að enn á ný gripu stjórnvöld til þeirra ráða að kasta bjarghringnum til þeirra, sem í sjávarháskann væru komnir í stað þess að hækka öryggisstigið um borð í öllum flotanum (hinni verðmætaskapandi landsbyggð), sem heldur öðrum fremur hagkerfi landsins gangandi.“ Aðgerðir sem gripið væri til vestra gengju út á að styrkja grunnþætti sem fjármagn væri skorið niður til annars staðar, til dæmis á Austurlandi. „Mætti í því sambandi minna á skert fjár- magn til menningar-, menntunar- og þekkingarsamfélagsins, auk þess sem aðhaldssemi í opinberum framkvæmdum, til dæmis sam- göngubótum, þýddi að fjölmörg verktakafyrirtæki berðust nú í bökkum.“ Framkvæmdaráð SSA ákvað að óska eftir því við ríkisstjórn- ina að hún héldi fund hið fyrsta á Austurlandi og ræddi um leið við sveitarstjórnarmenn „með það í huga að ákveðnar verði og til- kynnt um sértækar aðgerðir, sem snúi núverandi varnarstöðu víða á starfssvæði SSA í aukin sóknar- tækifæri.“ - bþs Sveitarstjórnarmenn á Austurlandi vilja sömu sértæku aðgerðirnar og Vestfirðingar fá: Röng forgangsröðun ríkisstjórnarinnar GÖNG Séð út úr Fáskrúðsfjarðargöng- unum. SKÓLAMÁL Kolfinna Jóhannesdóttir hefur verið ráðin skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar frá og með 1. ágúst nk. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns á Vesturlandi. Kolfinna er viðskipta- fræðingur, með meistarapróf í hagnýtum hag- vísindum frá Háskólanum á Bifröst og með diplóma í kennslufræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún stundaði auk þess nám við London School of Economics and Political Science sumarið 2009. Kolfinna er í dag kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands. - þj Menntaskólinn í Borgarfirði: Kolfinna ráðin skólameistari KOLFINNA JÓHANNESDÓTTIR SAMKEPPNISMÁL Gosdrykkjafram- leiðendurnir Vífilfell og Ölgerð- in eru um nokkurt skeið taldir hafa haft samráð um uppstilling- ar í hillur verslana. Samkeppnis- eftirlitið (SE) réðst í húsleit- ir hjá báðum fyrirtækjum í gærmorgun og lagði hald á gögn vegna rannsóknar á málinu. Þegar Frétta- blaðið hafði samband við Andra Þór Guð- mundsson, forstjóra Ölgerðarinn- ar, síðdegis í gær sagðist hann ekkert vita um tilgang húsleitar- innar. Starfsmenn SE hefðu ekkert látið uppi. „Þeir voru bara hérna mjög leyndardómsfullir,“ sagði Andri. Honum virtist sem þeir hefðu ekki lagt hald á ýkja mikið af gögnum; þeir hefðu einkum afrit- að tölvupóst og að rannsókn- in virtist „frekar lítil í sniðum“. Spurður hvort fyrirtækið hefði brotið einhver samkeppnislög svaraði hann: „Ekki vitum við til þess. Við vorum ekki að gera það viljandi að minnsta kosti.“ Skömmu síðar sendi Vífilfell frá sér fréttatilkynningu þar sem greint var frá því hvers eðlis meint brot væru. Þau fælust einkum í samráði við uppröðun og framsetningu drykkjarvara í kælum og hillum verslana. „Vegna þessa vill Vífilfell taka fram að verslanir ráðstafa hillu- og kælirými sínu í réttu hlutfalli við sölu hverrar drykkjarteg- undar. Reglan er sú að sölutölur verslana, en ekki framleiðendur, ákvarða hversu mikið hillurými framleiðendur fá fyrir hverja vörutegund,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins. Einungis eitt fyrirtæki til við- bótar framleiðir gosdrykki á Íslandi. Það er Gosverksmiðjan Klettur, sem hefur verið starfrækt frá því fyrir áramót. Fréttablaðið hafði samband við framkvæmda- stjóra þess, Kristján Guðmunds- son, sem kvað Klett ekki hafa kvartað formlega til SE vegna málsins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að rannsóknin nú eigi sér ekki ýkja langan aðdraganda. Rann- sóknin mun ekki tengjast nýlegu máli þar sem Vífilfell var sektað um 260 milljónir króna fyrir að skuldbinda viðskiptavini sína til að skipta einungis við fyrirtækið. stigur@frettabladid.is Grunar gosrisa um lögbrot Samkeppniseftirlitið telur að Vífilfell og Ölgerðin hafi brotið lög með því að skipta með sér hillumetrum í verslunum. Eftirlitið réðst í húsleitir í gær og tók gögn. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast koma af fjöllum. GOS Fyrirtækin tvö eru talin hafa haft með sér samráð um uppstillingu í hillur í versl- unum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PÁLL GUNNAR PÁLSSON KRISTILEGAR DJÖFLAGRÍMUR Kaþólskir íbúar í El Salvador halda í þá hefð að klæða sig í djöflabúninga við upphaf dymbilviku. NORDICPHOTOS/AFP Brotist inn í hús og bíla Lögreglunni á Akureyri hefur borist nokkuð mikið af tilkynningum að undanförnu um að farið hafi verið inn í ólæstar bifreiðar og húsnæði víðs vegar um bæinn. Rótað hefur verið í bifreiðum og því húsnæði sem farið hefur verið inn í, en litlum verðmætum stolið. Ekki hefur verið um innbrot að ræða, þar sem bílar og hús voru ólæst. LÖGREGLUMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.