Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 48
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR36 Myndlist ★★★ Tilbúningur Harpa Dögg Kjartansdóttir og Ragnhildur Jóhannsdóttir Gallerí Ágúst Samsettar myndir, fundnar myndir, gamlar bækur, notaðar málningardósir. Gripir með fortíð birtast í umbreyttri mynd á sýn- ingu þeirra Hörpu Daggar Kjart- ansdóttur og Ragnhildar Jóhanns- dóttur sem nú stendur yfir í Gallerí Ágúst. Harpa Dögg hefur um nokkurt skeið unnið fíngerðar klippimynd- ir, hér setur hún þær meðal ann- ars fram á bakgrunni úr útflöttum málningardósum þar sem leifar málningar lifa enn. Á myndun- um má sjá gróður og fólk, fíngerð form, skapa dálítið óræðan ævin- týraheim. Myndirnar laða áhorf- andann til sín. Vinnuaðferðin er bæði gömul og ný, klippimyndir í sjálfu sér eiga sér langa sögu og áttu sér ákveðinn hápunkt hjá súrrealist- um í Frakklandi í kringum 1920, ekki síst hjá Max Ernst. Samspil ólíkra og órökréttra þátta á mynd- fleti minnir einnig á vinnuaðferð- ir súrrealista, en útgangspunktur samtímalistamanns hlýtur þó að vera annar. Margir kannast við klippimynd og pennateikningu Muggs frá 1920, Sjöundi dagur í Paradís. Myndir Hörpu Daggar minna á málverk en eru þó hreinar klippimyndir. Ragnhildur Jóhannsdóttir notar einnig vinnuaðferð sem súrreal- istar og Dadaistar lögðu stund á, klippir út texta og setur saman á ný þannig að nýr texti verður til. Þetta er afar þekkt vinnuaðferð og hefur birst á margvíslegan máta í listum á síðustu öld. Ragn- hildi tekst ágætlega upp, hún nær að skapa listhlut, objekt, úr klippi- verkum sínum. Stórt veggverk er bæði heillandi og fráhrindandi í senn þar sem magn útklipptra setninga verður yfirþyrmandi, offlæði textans óþægilegt, aðfar- ir listamannsins sem minna á óhugnanlega krufningu verða þrá- hyggjukenndar. Verkin sem Ragn- hildur sýnir hér eru öll unnin með sömu aðferð. Á sínum tíma voru vinnuaðferðir súrrealistanna nýjar af nálinni og hugmyndafræði þeirra nýstárleg. Klippimynd Muggs var tiltölulega einstök, á mörkum myndskreyt- inga og frjálsrar myndlistar, eins og mikið af hans list. Krafan um frumleika tilheyrir liðinni tíð, það er óþarfi að vera alltaf að finna upp hjólið og listamönnum að sjálf- sögðu frjálst að sækja í smiðju lið- ins tíma og prjóna í kringum það sem fyrir er. Hér er útkoman áhugaverð, það er forvitnilegt að skoða skrúð fíngerðra klippimynda og lesa texta Ragnhildar. Mikið lengra ná verkin þó ekki. Sýningin í Gallerí Ágúst er falleg, vandlega unnin, vel hugs- uð. Niðurstaðan mætti þó vera áleitnari, skilja meira eftir sig. Það fer þó ekki milli mála að hér eru hæfileikaríkar listakonur á ferð sem eiga mikið inni og forvitni- legt verður að fylgjast með þróun verka þeirra á næstunni. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Heildin er helst til áferðarfalleg og gæti verið áleitnari. Engu að síður vönduð og vel unnin sýning, áhorfandinn nýtur þess að rýna í smágerðar myndir og lesa ljóð. Smágerður ævintýraheimur Meira í leiðinniN1 VERSLANIR WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 1118 HF377 MUNDO GILL · Stillanlegt bak · Stillanleg hæð · PU áklæði VERÐ 24.990 KR. ÞÆGILEGUR SPARNAÐUR GLÆSILEGIR SKRIFBORÐSSTÓLARÁ ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐU VERÐI 1118 HM071 MUNDO ELI · Stillanleg hæð · Micro efni VERÐ 24.990 KR. 1118 HF328 MUNDO BUFFET · Stillanlegt bak · Stillanleg hæð · Ekta leður VERÐ 29.990 KR. 1118 HF4081 MUNDO FINNSSON · Stillanlegir armar og bak · Stillanleg hæð · Ekta leður · Til svartur og hvítur VERÐ 29.990 KR. 1118 HF394-1A MUNDO LORENZO · Stillanlegt bak · Stillanleg hæð · Svart leður VERÐ 34.990 KR. 1118 HF029 MUNDO FREDRIK · Stillanleg hæð · Micro fiber VERÐ 6.990 KR. TAK- MAR KAÐ MAG N! TILVALIN FERMINGAGJÖF 1118 HF384 MUNDO EAGLE · Stillanlegt bak · Stillanleg hæð · Hnakkapúði · Svart PU-áklæði VERÐ 22.990 KR. Hin árlega tónlistarhátíð Músík í Mývatnssveit verður haldin í þrettánda sinn á morgun, skírdag, og föstudaginn langa. Hátíðin samanstendur af tvennum tónleikum með ólíkri efnisskrá. Flytjendur í ár eru Þóra Einarsdóttir sópran, Einar Jóhannes son klarinettleikari, Laufey Sigurðardótir fiðluleikari og Anna Áslaug Ragnarsdóttir, sem leikur á píanó og orgel. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í félagsheimilinu Skjólbrekku á morgun klukkan 20. Þar verða meðal annars flutt verk eftir Händel, Mozart, Schubert og Stravinskí ásamt innlendum og erlendum sönglögum. Síðari tónleikarnir eru í Reykja- hlíðarkirkju á föstudaginn langa klukkan 21. Þar tekur tónlistin mið af deginum og flutt verða verk eftir Bach og Mozart. Aðgöngumiðasala verður við innganginn á hvorum tónleikastað. Músík í Mývatnssveit Skrælingjasýningin nefn- ist ný ljóðabók eftir Krist- ínu Svövu Tómasdóttur sem Bjartur gefur út nú í Dymbilviku. Þetta er önnur ljóðabók Kristínar Svövu, en hún vakti talsverða athygli fyrir frumraun sína, Blótgælur, sem kom út fyrir jól 2007. Var hún meðal annars valin ljóðabók ársins af starfs- fólki bókaverslana. Um Blótgælur sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins meðal annars í fjög- urra stjarna dómi á sínum tíma: „Blótgælur Kristínar Svövu sæta tíðindum, eitur- sætar rósir í hnappagat ljóðsins, markviss og mark- verð frumraun. Þroskuð og heilsteypt ljóð sem einkenn- ast af ríkulegri skáldgáfu, frumlegri og írónískri sýn á samtímann, og óbilandi trú á eigið ágæti (hlutverk og gildi skáldskapar).“ Aprílmánuður hefur reynst bókaunnendum gjöfull, því auk bókar Kristínar Svövu koma út fimm nýjar ljóðabækur á vegum Uppheima. Skrælingjasýning Kristínar Svövu KRISTÍN SVAVA TÓMASDÓTTIR MÚSÍK Í MÝVATNSSVEIT Flytjendur í ár eru Þóra Einarsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Anna Áslaug Ragnarsdóttir og Einar Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.