Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 46
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR34 34
menning@frettabladid.is
LÍFSVERK JÓNS SIGURÐSSONAR Sýningin Lífsverk verður opnuð í Þjóðarbókhlöðunni í dag. Tilefnið er 200 ára fæðingarafmæli
Jóns Sigurðssonar forseta. Sýnd verða valin handrit og skjöl er lúta að einkahögum Jóns, fræðastarfsemi hans og stjórnmálaþátttöku. Jafn-
framt verður opnaður rafrænn aðgangur að fjölda handrita, skjala, bóka og tímarita sem Jón kom að. Sýningin er á vegum Landsbókasafns
Íslands – Háskólabókasafns í samvinnu við afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.
Bækur ★★★
Konan í búrinu
Jussi Adler-Olsen. Þýðandi: Hilmar Hilmarsson.
JPV-útgáfa
Enn fleiri karlar sem hata konur
Konan í búrinu er fyrsta bók danska höfundarins
Jussi Adler-Olsen um Deild Q innan dönsku rann-
sóknarlögreglunnar. Þegar yfirmenn rannsóknar-
lögreglumannsins Carls Mørk fá sig fullsadda af
duttlungum hans og fýlu grípa þeir til skrifræðis-
brellna og setja hann yfir nýja deild sem kennd er
við Q og hefur á sinni könnu óleyst sakamál. Þótt
sparkið eigi að heita upp á við er Mørk plantað ofan
í kjallara og á að gera deildina út einn síns liðs, fyrir
utan liðléttinginn Assid, sem reynist fleira til lista lagt
en að hella upp á kaffi og skúra gólf.
Fyrsta mál deildarinnar er að rannsaka dularfullt
hvarf ungrar þingkonu fimm árum fyrr, sem ekkert
hefur spurst til síðan. Áður en langt um líður hleypur
á snærið hjá Mørk en þá er liðið á elleftu stundu.
Reyfarinn er ansi staðlað form og í þeirri holskeflu glæpasagna sem
riðið hefur yfir Norðurlönd á undanförnum árum verður sífellt erfiðara fyrir
glæpasagnahöfunda að marka sér sérstöðu. Adler-Olsen gerir enga tilraun
til að finna upp hjólið heldur gengst formúlunni á hönd og heldur sig
tryggilega innan hennar.
Kostur bókarinnar er aftur á móti sá að hann hefur ágætt vald á forminu;
framvindan er hröð, brotin upp með hrollvekjandi og hugvitssamlegum
lýsingum á raunum þingkonunnar í prísund sinni. Um miðbik bókarinnar
fer vanan lesanda þó að gruna hvernig í pottinn er búið og fátt sem kemur
á óvart þegar höfundurinn raðar púslunum saman. Seinni hluti bókarinnar
reiðir sig því fremur á spennandi kapphlaup lögreglunnar við tímann en
heilabrot lesandans. Það tekst í sjálfu sér bærilega, þótt ekki sé alltaf sann-
færandi hvernig vísbendingarnar rata í hendur lögreglunnar (skjalataska
þingkonunnar kemur til dæmis í leitirnar með ótrúlega naskri getspeki að
hætti Sherlock Holmes). Fórnarlambið og illþýðið eru líka máluð í helst til
sterkum litum; göfuglyndi þingkonunnar stappar nærri heilagleika og illska
kvalara hennar er algjör.
Adler-Olsen hefur greinilega lagt upp með að skrifa bókaflokk um þá
Mørk og Assid. Sá fyrrnefndi er erkitýpa af norræna lögregluskólanum,
snjall en sérlundaður, fráskilinn og plagaður af nýlegri skotárás þar sem
félagi hans féll í valinn en annar lamaðist. Innflytjandinn Assid er dreginn
upp sem kómísk hjálparhella til að byrja með en smám saman kemur í ljós
að hann er ekki allur þar sem hann er séður. Persóna hans býður í sjálfu
sér upp á talsvert meiri möguleika en Mørk og þyrfti ekki að koma á óvart
þótt hlutur hans verði meiri í bókunum sem á eftir fylgja. Þýðing Hilmars
Hilmarssonar er látlaus og rennur ágætlega, þótt oftar hefði mátt grípa í
samheitaorðabókina; að minnsta kosti fimm sinnum er gripið til líkingar-
innar „hafsjór“, þar af tvisvar með einnar eða tveggja blaðsíðu millibili.
Á heildina litið er Konan í búrinu sæmilega ágætur reyfari og vel heppn-
aður inngangur á bálki sem gæti vel átt eftir að falla í kramið hjá íslenskum
glæpasagnaunnendum. Bergsteinn Sigurðsson
Niðurstaða: Ágætur reyfari þar sem hröð atburðarás og hrollvekjandi
lýsingar af hremmingum fórnarlambsins sjá til þess að spennan heldur
dampi til enda.
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX
„Þessi leiksýning hefur allt
sem þarf til að skapa vel heppnað
og eftirminnilegt leikverk.“
I.Þ., Mbl.
„Þetta var geggjuð flott sýning,
eins og gelgjan sagði.
Og hvað viljið þið meira?“
B.S., pressan.is „Critics choice“
Time Out, London
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
fim. 12/5 kl. 20 – lau. 21/5 kl. 20 – fös. 27/5 kl. 20
Ágúst Borgþór Sverrisson hefur á
undanförnum árum getið sér orð
fyrir smásagnagerð. Nýlega sendi
hann frá sér nýja nóvellu, Stolnar
stundir, sem dregur dám af hans
eigin lífi – og þó ekki.
Stolnar stundir fjallar um Þóri, þýðanda
og fjölskyldumann sem meðfram vinnu-
og heimilisskyldum situr á kaffihús-
um og skrifar smásögur í laumi. Þegar
ókunnug kona hringir í skakkt
númer og eiginkona Þóris verð-
ur fyrir svörum, hefst hins vegar
atburðarás þar sem friðsælu fjöl-
skyldulífi er stefnt í hættu.
Ágúst Borgþór á ýmislegt sam-
merkt með Þóri. Hann er líka
þýðandi og fjölskyldumaður, sem
oft situr á kaffihúsum í miðbæn-
um og skrifar skáldskap. Fjalla
Stolnar stundir um hann sjálfan?
„Að einhverju leyti er þetta
smá leikur,“ útskýrir Ágúst
Borgþór. „Þegar ég var að skrifa
þessa sögu rann fljótlega upp
fyrir mér að ég var að skrifa um
minn reynsluheim, það er heil-
mikill 101-bragur á þessu. Og í stað þess
að reyna að fela það ákvað ég að að ganga
alla leið með það. Það er því ýmislegt sem
við Þórir eigum sammerkt, vinnustað-
ir okkar eru nákvæmlega eins og dætur
okkar lituðu báðar á sér hárið.“
Þess háttar atriði ráði hins vegar ekki
úrslitum um hvernig fólki er.
„Þeir sem þekkja mig mjög vel taka lík-
lega eftir að ég er að mörgu leyti mjög
ólíkur þessum manni; hjónaband okkar er
mjög ólíkt; hann byrjar að skrifa um fer-
tugt og heldur því leyndu en ég byrjaði að
blaðra um það þegar ég var sextán ára að
ég ætlaði að verða rithöfundur. Það má því
kannski túlka þetta sem dálitla pælingu
um mörk einstaklinga; Þórir er alls ekki
ég – en við komum úr sama reynsluheimi.“
Ágúst Borgþór viðurkennir þó að ýmis-
legt í bókinni sé sjálfsævisögu-
legt, til dæmis glíman við að vera
rithöfundur meðfram fullu starfi
og fjölskyldulífi.
„Ég man eftir því þegar ég kom
næstum því grenjandi heim af
foreldrafundi þar sem var verið
að skipuleggja tónleikaferða-
lag fyrir dóttur mína. Ég var
að vinna á auglýsingastofu, sem
hentaði ágætlega upp á skriftirn-
ar að gera. Það sem setti strik í
reikninginn var hins vegar fjöl-
skyldulífið; í stað þess að verja
kvöldunum í skriftir þurfti ég að
selja klósettpappír. Á þeim tíma-
punkti rann það upp fyrir mér að
ég væri orðinn maður sem fer í fýlu yfir
að dóttir hans kemst í tónleikaferðalag!“
Ágúst Borgþór hefur hingað til ein-
beitt sér að smásögum og nóvellum, að
ógleymdu blogginu, sem líta má á sem
hluta af höfundaverki hans. Hvers vegna
höfðar þetta form svona sterkt til hans?
„Það má kannski rekja til þess þegar
ég fór að ná valdi á því að skrifa eitthvað
sem var þess virði að birta,“ segir hann.
„Lestraráhugi minn varð mun beinskeytt-
ari fyrir vikið; ég leitaðist aðallega við að
lesa það sem gat komið mér að gagni við
skriftir og oftar en ekki voru það smásög-
ur. Bandarísk smásagnagerð stóð í mikl-
um blóma á 9. áratugnum og það má segja
að formið hafi náð algjörum tökum á mér.
En nú finnst mér ég vera reiðubúinn til að
skrifa lengri verk jafnt sem smásögur og
geri ráð fyrir að næsta verk verði skáld-
saga upp á 250 síður eða svo. En ég er rétt
byrjaður á henni.“
Auk þess að skrifa hefur Ágúst Borgþór
kennt á smásagnanámskeiðum, sem hann
segir bæði hafa styrkt sig sem höfund og
opnað augu sín fyrir því hversu margir
fást við skriftir í raun og veru.
„Það eru ótrúlega margir að skrifa.
Og þetta virðist vera tilneigingin þegar
maður lítur heilt yfir listgreinarnar. Á
tímum þar sem ríkir velmegun og mennt-
unarstigið er hátt sér maður að það verð-
ur partur af mannlegu hlutskipti að vera
skapandi.“ bergsteinn@frettabladid.is
AÐ SKAPA ER PARTUR
AF ÞVÍ AÐ VERA TIL
ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON Aðalpersóna Stolinna stunda dregur sumpart dám af höfundi sínum, en í
öðru eru þeir gjörólíkir, jafnvel andstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Í stað þess að
verja kvöld-
unum í skriftir
þurfti ég að
selja klósett-
pappír
ÁGÚST BORGÞÓR
SVERRISSON