Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. apríl 2011 11 LÖGREGLUMÁL Undanfarnar vikur hefur nokkuð borið á því að föls- uðum 5.000 króna peningaseðl- um hefur verið komið í umferð. Að sögn lögreglu hefur sjaldnast uppgötvast að um falsaða seðla sé að ræða fyrr en við uppgjör á sjóðvélum eða við innlegg í banka. „Hefur flestum þessara seðla verið komið í umferð á veitinga- stöðum þar sem auðvelt getur reynst að láta blekkjast þegar mikill erill er,“ segir í tilkynn- ingu frá lögreglu sem beinir þeim tilmælum til afgreiðslufólks að vera á varðbergi vegna þessa og hvetur jafnframt til þess að þeir sem eru í afgreiðslustörfum kynni sér helstu öryggisþætti íslenskra peningaseðla á heima- síðu Seðlabanka Íslands. Varað við platpeningum: Falsaðir fimm þúsund króna seðlar í umferð FIMM ÞÚSUND KRÓNA SEÐLAR Allt að tólf ára fangelsi getur legið við því að falsa peninga. DANMÖRK Lögreglan á Fjóni hefur nú lýst eftir manni í tengslum við morðið á hjónum í Óðinsvéum síðastliðið miðviku- dagskvöld. Nú er talið að sá sem skaut hjónin til bana á gönguferð í skóglendi í nágrenni borgar- innar, hafi haft á brott með sér ýmsa muni sem þau höfðu á sér, svo sem myndavél, veski og lyklakippu. Hann skildi þó eftir skartgripi og farsíma hjónanna, sem varð til þess að lögregla taldi í upphafi rannsóknar ólíklegt að um ránmorð hefði verið að ræða. Eftir upplýsingar frá vitnum er nú lýst eftir þéttvöxnum manni á fimmtugsaldri sem sást í nágrenni við morðstaðinn. Að sögn blaðsins B.T. telur lög- regla nú nær útilokað annað en að morðinginn hafi haft ástæðu fyrir verknaðinum, enda voru hin látnu skotin að minnsta kosti 18 skotum. Því gengur rannsókn- in út frá því að annað hjónanna hið minnsta hafi þekkt til árásarmannsins eða -mannanna. Fram til þessa hefur lögreglan lýst eftir tveimur öðrum mönnum, sem voru eins konar einbúar í skóglendinu þar sem illverkið var framið, en þeir eru ekki taldir tengjast málinu. - þj Lögreglurannsókn á morði á hjónum í Óðinsvéum gengur hægt: Morðingi rændi fórnarlömbin LEIKUR ENN LAUSUM HALA Lögregl- unni á Fjóni hefur orðið lítið ágengt í rannsókn sinni á morðinu við Óðinsvé í síðustu viku. NORDICPHOTOS/AFP - vélar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 2 6 6 Kynntu þér páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is Miðvikudagur 20. apríl opið 11-19 Skírdagur LOKAÐ Föstudagurinn langi LOKAÐ Laugardagur 23. apríl opið 11-18 Páskadagur LOKAÐ Annar í páskum LOKAÐ VÍNBÚÐIRNAR UM PÁSKANA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU OG AKUREYRI SKEIFAN | DALVEGUR | SKÚTUVOGUR OPIÐ Í DAG Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 LÖGREGLUMÁL Skemmdarvargar hentu björgunarhringjum, sem eru á dekki Herjólfs, í sjóinn þegar skipið var á leið til Vest- mannaeyja þann 12. apríl síðast- liðinn. Að sögn lögreglu er ekki vitað hverjir voru að verki. Hún óskar því eftir upplýsingum frá farþeg- um, sem voru í fyrri ferð skips- ins frá Þorlákshöfn þennan dag, um hvort þeir hafi orðið varir við að einhver eða einhverjir væru að eiga við björgunarhringi skipsins. Skemmdarvargar í Herjólfi: Björgunarhring- ir fyrir borð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.