Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 52
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR Rúnar Rúnarsson virðist vera í miklum metum á kvikmyndahátíðinni í Cannes því kvikmynd hans Eldfjall hefur verið valin í tvo keppnisflokka. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar tekur þátt. „Þetta er eins gott og maður þorði að vona; þetta mun hjálpa mynd- inni að ná til breiðari og stærri hóps,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður. Í gær var tilkynnt að kvikmynd Rúnars, Eldfjall, myndi keppa í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Annars vegar keppir hún í Directors’ Fortnight, þar sem stór nöfn á borð við Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og George Lucas komu fyrst fram á sjónar- sviðið, og hins vegar um Camera d’Or eða fyrir bestu fyrstu kvik- mynd leikstjóra. „Síðarnefndu verðlaunin eru hluti af aðalverð- laununum en Directors’ Fortnight er flokkur sem franska leikstjóra- sambandið stendur fyrir,“ útskýrir Rúnar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd keppir í flokki Directors’ Fortnight síðan 1984, þegar Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson keppti fyrir Íslands hönd. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem Rúnar fer á Cannes með kvikmynd sína því hann hefur í tví- gang keppt með stuttmyndir sínar. Rúnar á enn smókinginn sem fram- leiðslufyrirtækið ZikZak fjár- festi í handa honum fyrir þremur árum þegar Smáfuglarnir kepptu um aðalverðlaunin í stuttmynda- flokknum, en slíkur klæðnaður er staðalbúnaður við hátíðleg tilefni á frönsku Rivíerunni. „Ég held að hann passi ennþá og það sé í góðu lagi með hann. Ég hef allavega ekki verið að lenda mikið í slags- málum í honum, þarf bara að fara með hann í hreinsun.“ Eldfjall er þroskasaga manns sem er á leið á eftirlaun og þarf að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Með aðalhlutverkin fara þau Theó- dór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannesdóttir en tónlistina gerði Kjartan Sveinsson, oftast kenndur við Sigur Rós. Rúnar segir það einstaka upp- lifun að frumsýna kvikmynd á Cannes. „Það er virkilega gaman að vera í stóru kvikmyndahúsi og sjá eitthvað sem maður hefur séð þúsund sinnum en í öðrum aðstæð- um. Þá er þetta bara eins og maður sé að sjá myndina í fyrsta skipti.“ Ekki hefur verið ákveðið hvenær myndin verður frumsýnd hér á landi en gert er ráð fyrir því að það verði í haust. Rúnar er nú fluttur heim til Íslands eftir áralanga dvöl í Dan- mörku þar sem hann var við nám en segir að það sé fyrst núna sem hann átti sig á því hvar hann sé. „Konan mín og dóttir eru búnar að koma sér fyrir en ég hef náttúr- lega verið á fullu að vinna mynd- ina og er að átta mig á þessu hægt og rólega. Ég hef til að mynda verið að uppgötva að það eru engin kaffi- hús sem ég get reykt á né neinn bar og það var algjört kúltúrsjokk. Hins vegar er auðvitað gaman að vera kominn nálægt fjölskyldu og vinum.“ freyrgigja@frettabladid.is RÚNAR KEPPIR Á CANNES TIL CANNES Rúnar Rúnarsson keppir í þriðja sinn á Cannes en í fyrsta skipti með kvikmynd í fullri lengd. Eldfjall kemur bæði til greina sem besta fyrsta mynd og í flokknum Directors’ Fortnight. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ólátabelgurinn Johnny Knoxville úr Jackass-mynd- unum á von á sínu þriðja barni með annarri eigin- konu sinni, Naomi Nelson. Þetta verður annað barn þeirra saman en fyrir eiga þau hinn sextán mánaða Rocko. „Ég og konan mín Naomi tilkynnum með mikilli ánægju að við eigum von á öðru barni í haust. Fimmtán ára dóttir mín Madis- on er mjög spennt yfir þessu og sextán mánaða bróðir hennar Rocko líka,“ skrifaði Knoxville á Facebook-síðu sína. Knoxville og fyrri eiginkona hans, Melanie Lynn Clapp, deila forræðinu yfir Madison. ÞRIÐJA BARNIÐ Johnny Knoxville á von á sínu þriðja barni með eiginkonu sinni Naomi Nelson. Rapparinn og tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hvetur kollega sína innan tónlistarbransans til að byrja að nota Twitter-samskipta- vefinn ef þeir vilja ná árangri. „Að vera með persónulegt sam- band beint við aðdáendur hefur ekkert með plötufyrirtækið að gera heldur bara þig. Twitter býður upp á snilldarsamskipti,“ segir rapparinn og bætir við að varla sé hægt að ná árangri í dag nema vera virkur á Twitter og Facebook. Hrósar Twitter Þriðja barn Knoxville Vodafone IS 3G 10:32 Dýrð í Apphæðum! Fermingartilboð í öllum verslunum Stórsnjallir símar á frábæru verði auk úrvals framúrskarandi fermingargjafa. Prófaðu nýjustu tæknina og sjáðu framtíðina með þínum eigin augum. Láttu ekki app úr hendi sleppa. Nokia C5- 03 3.333 kr. á mán. í 12 mán. Fullt verð: 39.990 kr. 200 MB á mán. fylgir með í 6 mán. 2 miðar í Sambíóin fylgja á meðan birgðir endast F í t o n / S Í A – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 44 76 0 4/ 11 20% afsláttur í apríl af Vivag vörulínunni Sápur, klútar, gel, skeiðarhylki og krem. Lægra verð í Lyfju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.