Fréttablaðið - 20.04.2011, Page 11

Fréttablaðið - 20.04.2011, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 20. apríl 2011 11 LÖGREGLUMÁL Undanfarnar vikur hefur nokkuð borið á því að föls- uðum 5.000 króna peningaseðl- um hefur verið komið í umferð. Að sögn lögreglu hefur sjaldnast uppgötvast að um falsaða seðla sé að ræða fyrr en við uppgjör á sjóðvélum eða við innlegg í banka. „Hefur flestum þessara seðla verið komið í umferð á veitinga- stöðum þar sem auðvelt getur reynst að láta blekkjast þegar mikill erill er,“ segir í tilkynn- ingu frá lögreglu sem beinir þeim tilmælum til afgreiðslufólks að vera á varðbergi vegna þessa og hvetur jafnframt til þess að þeir sem eru í afgreiðslustörfum kynni sér helstu öryggisþætti íslenskra peningaseðla á heima- síðu Seðlabanka Íslands. Varað við platpeningum: Falsaðir fimm þúsund króna seðlar í umferð FIMM ÞÚSUND KRÓNA SEÐLAR Allt að tólf ára fangelsi getur legið við því að falsa peninga. DANMÖRK Lögreglan á Fjóni hefur nú lýst eftir manni í tengslum við morðið á hjónum í Óðinsvéum síðastliðið miðviku- dagskvöld. Nú er talið að sá sem skaut hjónin til bana á gönguferð í skóglendi í nágrenni borgar- innar, hafi haft á brott með sér ýmsa muni sem þau höfðu á sér, svo sem myndavél, veski og lyklakippu. Hann skildi þó eftir skartgripi og farsíma hjónanna, sem varð til þess að lögregla taldi í upphafi rannsóknar ólíklegt að um ránmorð hefði verið að ræða. Eftir upplýsingar frá vitnum er nú lýst eftir þéttvöxnum manni á fimmtugsaldri sem sást í nágrenni við morðstaðinn. Að sögn blaðsins B.T. telur lög- regla nú nær útilokað annað en að morðinginn hafi haft ástæðu fyrir verknaðinum, enda voru hin látnu skotin að minnsta kosti 18 skotum. Því gengur rannsókn- in út frá því að annað hjónanna hið minnsta hafi þekkt til árásarmannsins eða -mannanna. Fram til þessa hefur lögreglan lýst eftir tveimur öðrum mönnum, sem voru eins konar einbúar í skóglendinu þar sem illverkið var framið, en þeir eru ekki taldir tengjast málinu. - þj Lögreglurannsókn á morði á hjónum í Óðinsvéum gengur hægt: Morðingi rændi fórnarlömbin LEIKUR ENN LAUSUM HALA Lögregl- unni á Fjóni hefur orðið lítið ágengt í rannsókn sinni á morðinu við Óðinsvé í síðustu viku. NORDICPHOTOS/AFP - vélar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 2 6 6 Kynntu þér páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is Miðvikudagur 20. apríl opið 11-19 Skírdagur LOKAÐ Föstudagurinn langi LOKAÐ Laugardagur 23. apríl opið 11-18 Páskadagur LOKAÐ Annar í páskum LOKAÐ VÍNBÚÐIRNAR UM PÁSKANA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU OG AKUREYRI SKEIFAN | DALVEGUR | SKÚTUVOGUR OPIÐ Í DAG Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 LÖGREGLUMÁL Skemmdarvargar hentu björgunarhringjum, sem eru á dekki Herjólfs, í sjóinn þegar skipið var á leið til Vest- mannaeyja þann 12. apríl síðast- liðinn. Að sögn lögreglu er ekki vitað hverjir voru að verki. Hún óskar því eftir upplýsingum frá farþeg- um, sem voru í fyrri ferð skips- ins frá Þorlákshöfn þennan dag, um hvort þeir hafi orðið varir við að einhver eða einhverjir væru að eiga við björgunarhringi skipsins. Skemmdarvargar í Herjólfi: Björgunarhring- ir fyrir borð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.