Fréttablaðið - 20.04.2011, Side 48

Fréttablaðið - 20.04.2011, Side 48
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR36 Myndlist ★★★ Tilbúningur Harpa Dögg Kjartansdóttir og Ragnhildur Jóhannsdóttir Gallerí Ágúst Samsettar myndir, fundnar myndir, gamlar bækur, notaðar málningardósir. Gripir með fortíð birtast í umbreyttri mynd á sýn- ingu þeirra Hörpu Daggar Kjart- ansdóttur og Ragnhildar Jóhanns- dóttur sem nú stendur yfir í Gallerí Ágúst. Harpa Dögg hefur um nokkurt skeið unnið fíngerðar klippimynd- ir, hér setur hún þær meðal ann- ars fram á bakgrunni úr útflöttum málningardósum þar sem leifar málningar lifa enn. Á myndun- um má sjá gróður og fólk, fíngerð form, skapa dálítið óræðan ævin- týraheim. Myndirnar laða áhorf- andann til sín. Vinnuaðferðin er bæði gömul og ný, klippimyndir í sjálfu sér eiga sér langa sögu og áttu sér ákveðinn hápunkt hjá súrrealist- um í Frakklandi í kringum 1920, ekki síst hjá Max Ernst. Samspil ólíkra og órökréttra þátta á mynd- fleti minnir einnig á vinnuaðferð- ir súrrealista, en útgangspunktur samtímalistamanns hlýtur þó að vera annar. Margir kannast við klippimynd og pennateikningu Muggs frá 1920, Sjöundi dagur í Paradís. Myndir Hörpu Daggar minna á málverk en eru þó hreinar klippimyndir. Ragnhildur Jóhannsdóttir notar einnig vinnuaðferð sem súrreal- istar og Dadaistar lögðu stund á, klippir út texta og setur saman á ný þannig að nýr texti verður til. Þetta er afar þekkt vinnuaðferð og hefur birst á margvíslegan máta í listum á síðustu öld. Ragn- hildi tekst ágætlega upp, hún nær að skapa listhlut, objekt, úr klippi- verkum sínum. Stórt veggverk er bæði heillandi og fráhrindandi í senn þar sem magn útklipptra setninga verður yfirþyrmandi, offlæði textans óþægilegt, aðfar- ir listamannsins sem minna á óhugnanlega krufningu verða þrá- hyggjukenndar. Verkin sem Ragn- hildur sýnir hér eru öll unnin með sömu aðferð. Á sínum tíma voru vinnuaðferðir súrrealistanna nýjar af nálinni og hugmyndafræði þeirra nýstárleg. Klippimynd Muggs var tiltölulega einstök, á mörkum myndskreyt- inga og frjálsrar myndlistar, eins og mikið af hans list. Krafan um frumleika tilheyrir liðinni tíð, það er óþarfi að vera alltaf að finna upp hjólið og listamönnum að sjálf- sögðu frjálst að sækja í smiðju lið- ins tíma og prjóna í kringum það sem fyrir er. Hér er útkoman áhugaverð, það er forvitnilegt að skoða skrúð fíngerðra klippimynda og lesa texta Ragnhildar. Mikið lengra ná verkin þó ekki. Sýningin í Gallerí Ágúst er falleg, vandlega unnin, vel hugs- uð. Niðurstaðan mætti þó vera áleitnari, skilja meira eftir sig. Það fer þó ekki milli mála að hér eru hæfileikaríkar listakonur á ferð sem eiga mikið inni og forvitni- legt verður að fylgjast með þróun verka þeirra á næstunni. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Heildin er helst til áferðarfalleg og gæti verið áleitnari. Engu að síður vönduð og vel unnin sýning, áhorfandinn nýtur þess að rýna í smágerðar myndir og lesa ljóð. Smágerður ævintýraheimur Meira í leiðinniN1 VERSLANIR WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 1118 HF377 MUNDO GILL · Stillanlegt bak · Stillanleg hæð · PU áklæði VERÐ 24.990 KR. ÞÆGILEGUR SPARNAÐUR GLÆSILEGIR SKRIFBORÐSSTÓLARÁ ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐU VERÐI 1118 HM071 MUNDO ELI · Stillanleg hæð · Micro efni VERÐ 24.990 KR. 1118 HF328 MUNDO BUFFET · Stillanlegt bak · Stillanleg hæð · Ekta leður VERÐ 29.990 KR. 1118 HF4081 MUNDO FINNSSON · Stillanlegir armar og bak · Stillanleg hæð · Ekta leður · Til svartur og hvítur VERÐ 29.990 KR. 1118 HF394-1A MUNDO LORENZO · Stillanlegt bak · Stillanleg hæð · Svart leður VERÐ 34.990 KR. 1118 HF029 MUNDO FREDRIK · Stillanleg hæð · Micro fiber VERÐ 6.990 KR. TAK- MAR KAÐ MAG N! TILVALIN FERMINGAGJÖF 1118 HF384 MUNDO EAGLE · Stillanlegt bak · Stillanleg hæð · Hnakkapúði · Svart PU-áklæði VERÐ 22.990 KR. Hin árlega tónlistarhátíð Músík í Mývatnssveit verður haldin í þrettánda sinn á morgun, skírdag, og föstudaginn langa. Hátíðin samanstendur af tvennum tónleikum með ólíkri efnisskrá. Flytjendur í ár eru Þóra Einarsdóttir sópran, Einar Jóhannes son klarinettleikari, Laufey Sigurðardótir fiðluleikari og Anna Áslaug Ragnarsdóttir, sem leikur á píanó og orgel. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í félagsheimilinu Skjólbrekku á morgun klukkan 20. Þar verða meðal annars flutt verk eftir Händel, Mozart, Schubert og Stravinskí ásamt innlendum og erlendum sönglögum. Síðari tónleikarnir eru í Reykja- hlíðarkirkju á föstudaginn langa klukkan 21. Þar tekur tónlistin mið af deginum og flutt verða verk eftir Bach og Mozart. Aðgöngumiðasala verður við innganginn á hvorum tónleikastað. Músík í Mývatnssveit Skrælingjasýningin nefn- ist ný ljóðabók eftir Krist- ínu Svövu Tómasdóttur sem Bjartur gefur út nú í Dymbilviku. Þetta er önnur ljóðabók Kristínar Svövu, en hún vakti talsverða athygli fyrir frumraun sína, Blótgælur, sem kom út fyrir jól 2007. Var hún meðal annars valin ljóðabók ársins af starfs- fólki bókaverslana. Um Blótgælur sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins meðal annars í fjög- urra stjarna dómi á sínum tíma: „Blótgælur Kristínar Svövu sæta tíðindum, eitur- sætar rósir í hnappagat ljóðsins, markviss og mark- verð frumraun. Þroskuð og heilsteypt ljóð sem einkenn- ast af ríkulegri skáldgáfu, frumlegri og írónískri sýn á samtímann, og óbilandi trú á eigið ágæti (hlutverk og gildi skáldskapar).“ Aprílmánuður hefur reynst bókaunnendum gjöfull, því auk bókar Kristínar Svövu koma út fimm nýjar ljóðabækur á vegum Uppheima. Skrælingjasýning Kristínar Svövu KRISTÍN SVAVA TÓMASDÓTTIR MÚSÍK Í MÝVATNSSVEIT Flytjendur í ár eru Þóra Einarsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Anna Áslaug Ragnarsdóttir og Einar Jóhannesson.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.