Fréttablaðið - 02.05.2011, Side 4

Fréttablaðið - 02.05.2011, Side 4
2. maí 2011 MÁNUDAGUR4 EVRÓPUMÁL Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma. Framkvæmdastjórn ESB vinnur nú að því að móta tillögur að breytingum á sameigin- legu fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem munu líta dagsins ljós í júlí næstkomandi. Til- lögurnar miða að því að snúa við óheillaþróun síðustu ára og bjarga ofveiddum fiskistofnum fyrir árið 2015. Þetta er takmark Maríu Dam- anaki, sjávarútvegsstjóra ESB, að sögn dag- blaðsins Europolitics, eða að fiskveiðar innan ESB verði sjálfbærar hið fyrsta. Tillögurnar kallast mjög á við íslenska kerf- ið eins og það er í dag. Framseljanlegar afla- heimildir yrðu teknar upp með kvóta á einstök skip. Framsal á milli skipa sem gera út undir sama fána yrði leyft. Þetta yrði ekki síst gert til að minnka evrópska flotann sem er allt of stór miðað við mögulega veiði. Framkvæmda- stjórnin íhugar jafnframt að banna brottkast sem hefur lengi verið ljóður á kerfinu og þyrnir í augum allra sem koma að útgerð. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópu- fræðaseturs, segir að nái tillögurnar fram að ganga yrði það til að kollvarpa núverandi kerfi ESB. „Með þeim nálgast ESB íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfið í mikilvægum atriðum. Hér er þó aðeins um að ræða tillögur og með öllu óvíst hvort eða í hvaða formi þær muni ná fram að ganga. Það er langur og grýttur vegur enn í þeim efnum.“ Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að framkvæmda- stjórnin þekki vel til fiskveiðistjórnunar hér og í Noregi. Áherslan sé á að ná fram ábyrgari og hagkvæmari nýtingu auðlindarinnar með því að minnka sókn, banna brottkast og minnka miðstýringu. „Ef til vill má segja að menn horfi meira til félagslegra sjónarmiða og byggðasjón- armiða hjá ESB. Sjávarútvegur er víða óburðu- gur innan aðildarríkjanna og það má gera ráð fyrir viðbrögðum við breytingum sem fela í sér minni og hagkvæmari sókn.“ Í grein Europolitics kemur fram að hug- myndirnar mæti andstöðu, meðal annars í Frakklandi þar sem litið er á fiskveiðar sem sameign undir forræði ríkisins og að markaðs- öflin eigi þar ekki að hafa aðkomu. Spánverjar vilja ekki banna brottkast með öllu og margar þjóðir finnt takmarkið um sjálfbærni árið 2015 óraunhæft, segir í frétt Europolitics. svavar@frettabladid.is Tillögur um fiskveiðistjórn í anda íslenska kerfisins Framkvæmdastjórn ESB vinnur með hugmyndir sem bylta munu fiskveiðistjórnun innan sambandsins. Þær eru mjög í anda íslenska kerfisins með upptöku framseljanlegra aflaheimilda og banni við brottkasti. ■ Markmið íslenskra stjórnvalda með stjórn fiskveiða er lögum samkvæmt að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. ■ Við stjórnun veiða íslenskra skipa er ýmsum aðferðum beitt. Þar má nefna úthlutun veiðileyfa og aflaheimilda, reglur um gerð og útbúnað veiðarfæra og lokanir veiðisvæða. ■ Allar fiskveiðar í atvinnuskyni eru háðar leyfi frá Fiskistofu. Að jafnaði eru um 1.300 skip og bátar með leyfi frá Fiskistofu til veiða í atvinnuskyni. ■ Fiskistofa úthlutar aflamarki (í tonnum) til veiða á kvótabundnum tegundum til eins fiskveiðiárs í senn á grundvelli aflahlut- deildar hlutaðeigandi skips og ákvörðunar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um leyfilegan heildarafla í einstökum tegundum á fiskveiðiárinu. ■ Aflaheimildir verða lögum samkvæmt alltaf að vera bundnar við fiskiskip. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum og með ákveðnum takmörkunum er heimilt er að flytja aflaheim- ildir á milli fiskiskipa. Flutningur aflaheimilda öðlast ekki gildi fyrr en Fiskistofa hefur stað- fest hann. ■ Heimilt er að flytja allt að 15 prósent af aflamarki flestra tegunda frá einu fiskveiðiári yfir á það næsta og þá er heimilt að veiða allt að 5 prósent umfram úthlutað aflamark skips á einstöku fiskveiðiári og dregst sá afli frá úthlutun á næsta ári. ■ Aflamark er tvenns konar, almennt aflamark, sem nýta má með veiðum með öllum leyfi- legum veiðarfærum og krókaaflamark sem einungis er heimilt að nýta með krókaveiðar- færum (handfæri og lína). Bátar sem stunda veiðar á grundvelli krókaaflamarks eru minni en 15 brúttótonn. Heimild: Fiskistofa Um fiskveiðistjórnun BROTTKAST Helsti ljóður á fiskveiðistjórnun í ESB hefur verið gegndarlaust brottkast. MARIA DAMANAKI AÐALSTEINN LEIFSSON EIRÍKUR BERGMANN KJARAMÁL „Þetta er sá frostavetur sem íslenskt launafólk hefur gengið í gegnum og þetta er sá frostavetur sem við viljum sjá ljúka. Við viljum sjá vor, vor hins vinn- andi manns,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, for- seti ASÍ, í ræðu sinni á Akureyri í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins í gær. Gylfi sagði að öflugt velferðarsamfélag yrði aðeins reist á trúverðugum og varanlegum efnahagslegum stöðugleika og uppbyggingu. Þá vék hann meðal annars að aðildarviðræð- um við Evrópusambandið, sem hann sagði mikilvægt að þjóðin fengi að taka afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að venju fóru fram hátíðahöld í tilefni dagsins víða um land. Í ræðu sinni á útifundi á Austurvelli gerðu nokkrir gestir hróp að Signýju Jóhannesdóttur, varaforseta ASÍ, þegar hún hélt þar ræðu sína. Kveikt var á blysi fyrir framan ræðupúltið og Signý meðal annars kölluð svikari og spurð hvers vegna sjálfur forseti ASÍ hefði ekki haldið ræðu í Reykjavík. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaflutti hátíðarávarp í íþrótta- höllinni, en hundrað ár voru liðin frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur. - kg Forseti ASÍ hélt ræðu á Akureyri í tilefni af baráttudegi verkalýðsins í gær: Kallar eftir vori hins vinnandi manns VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 21° 13° 10° 18° 19° 9° 9° 21° 16° 19° 18° 31° 11° 21° 17° 7° Á MORGUN Hæglætis veður. MIÐVIKUDAGUR Hæg suðaustlæg eða breytileg átt. 8 10 10 12 9 15 14 14 11 4 7 5 14 5 6 6 4 3 2 6 3 8 10 13 13 12 14 11 11 10 10 12 ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA Hlýnandi veður um vestan- vert landið í dag og léttir einnig til. Útlit fyrir þurrt veður og tveggja stafa hitatölur í fl estum landshlutum í vik- unni og því engar líkur á snjókomu! Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður KÍNA, AP Reykingabann hefur tekið gildi í Kína. Markmið bannsins er að draga úr dauðsföllum sem rekja má til reykinga. Ekki er leyfilegt að reykja á veitingastöðum, hótelum, lest- arstöðvum og í leikhúsum en þó verður áfram leyfilegt að reykja á vinnustöðum. Bannið hefur sætt gagnrýni því engin refsing er við broti á því og þess vegna talið ólíklegt að banninu verði fylgt eftir. Mikill fjöldi Kínverja virðist alveg ómeðvitaður um þær hættur sem stafa af reykingum og aðeins einn af hverjum fjórum þekkir slæm áhrif óbeinna reykinga. - sm Reykingabann sett í Kína: Ómeðvitaðir um hætturnar REYKT Í KÍNA Kínverjar munu enn mega reykja í vinnunni. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLAN Breyttur útivistartími barna og unglinga tók gildi í gær. Nú mega börn tólf ára og yngri vera úti til klukkan tíu á kvöldin og unglingar sextán ára og yngri til miðnættis. Í tilkynningu frá Lögreglunni kemur fram að börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Reglur um útivistartíma barna eru samkvæmt barnaverndarlög- um og er meðal annars ætlað að tryggja börnum nægan svefn. - sm Breyttur útivistartími barna: Útivistartími barna lengist UNGUR NEMUR Ungviðið lét sig ekki vanta á útifund- inn á Austurvelli í tilefni af 1. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GENGIÐ 29.04.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,1875 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,60 111,12 184,21 185,11 164,35 165,27 22,036 22,164 21,080 21,204 18,406 18,514 1,3589 1,3669 179,34 180,40 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.