Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2011, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 02.05.2011, Qupperneq 10
2. maí 2011 MÁNUDAGUR10 HVALVEIÐAR Hrefnuveiðimenn hafa veitt fyrstu hrefnur sumarsins og var þeim landað í Hafnarfjarðar- höfn á laugardagskvöld. Vinnsla kjötsins er komin á fullt og stefnt er að því að kjötið verði komið í verslanir í dag. Dýrin voru frekar mögur, en kjötið fallegt að sjá. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri hrefnuveiði- manna, segir að Hrafnreyður KÓ 100 hafi haldið til veiða fyrir viku í Faxaflóa í leiðindaveðri. Þá sáust nokkrar hrefnur sem hurfu fljótt í ölduna. Veðrið var öllu betra á laugardaginn sem skilaði tveimur dýrum. Hrefnuveiðimenn mega veiða 216 dýr á vertíðinni, auk fimmt- ungs af óveiddum dýrum síðustu vertíðar. „Við munum ekki taka allan þennan kvóta, í fyrra veidd- ust sextíu dýr og við vorum með fimmtíu af þeim,“ segir Gunnar sem segir að kjötið frá síðustu ver- tíð hafi klárast nýlega. Sagt var frá því í fréttum um helgina að hrefnuveiðimenn hafi veitt dýr innan svæðis þar sem hvalaskoðun er aðeins leyfð. Þetta er byggt á misskilningi segir Gunnar en hins vegar hafi verk- un hrefnu staðið yfir. Við vorum á línunni við að verka dýrið, sem var athugunarleysi sem ekki verður endurtekið. Hins vegar var dýrið veitt fyrir utan línu. Það kom líka tilkynning um að við höfum verið staðnir að meintum ólöglegum veiðum, sem er rangt. Hins vegar hafði Gæslan ekki fengið upplýs- ingar um veiðileyfið okkar frá Fiskistofu, sem var hins vegar um borð í skipinu,“ segir Gunnar. - shá 572 3400 Bolur fylgir með öllum gallabuxum. Firði, Hafnarfirði • Sími 572 3400 VIÐSKIPTI Marel mun á næstu fimm árum leggja áherslu á innri vöxt fyrirtækisins, þeim tækifærum sem eru á markaðnum, stöðugri nýsköpun og markaðssetningu á nýjum matvælavinnsluvélum. Ekki er útilokað að annað fyrir- tæki verði keypt ef það styður við áætlanir Marels, að sögn Theos Hoen, forstjóra. Ekki yrði um stór- ar yfirtökur að ræða. Stjórnendur Marels sömdu um kaup á matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamsteypunnar Stork í nóvember 2007 og gengu kaupin í gegn árið eftir. Kaupverð nam 415 milljónum evra, um 38 millj- örðum króna á þávirði. Þetta voru síðustu fyrirtækjakaup Marels. Theo Hoen fór yfir stöðu fyrir- tækisins á uppgjörsfundi Marels fyrir helgi. Þar kom fram að stað- an hefði batnað síðustu misserin. Mest er pantað af vélum til vinnslu á kjúklingakjöti í Kína, Suður- og Mið-Ameríku, Evrópu og Rússlandi en kjötvinnsluvélum í Bandaríkjunum. Þá er evrópski markaðurinn að taka við sér. Hoen sagði ljóst að vöruverð væri að hækka um heim allan. Það gæti komið Marel til góða enda ættu matvælaframleiðendur erf- itt með að keyra verðhækkanir í gegnum alla virðiskeðjuna niður til neytenda. Í stað þessa fjár- festi þeir í vélbúnaði sem dragi úr rekstrarkostnaði. - jab Forstjóri Marels segir markaðina vera að taka við sér: Útilokar ekki yfirtöku á erlendu iðnfyrirtæki SVEITARSTJÓRNARMÁL Ný stefnumótun Orku- veitu Húsavíkur (OH) gerir ráð fyrir að Orkuveitan verði opinbert hlutafélag, auk þess sem veitu rekstur verði skilgreindur sem kjarnastarfsemi veitunnar. Stefnumót- unin var samþykkt á aðalfundi OH í gær. „Hlutverk Orkuveitu Húsavíkur er þannig að veita íbúum og fyrirtækjum í Þingeyjar- sýslum aðgang að heitu og köldu vatni, auk fráveitu. Önnur starfsemi en sú sem að framan er getið skal komið fyrir í dóttur- eða hlutdeildarfélögum,“ segir á vef OH. Eftir skatta var 870 milljóna króna hagn- aður á rekstri OH, en þar koma til áhrif af sölu eignarhluta félagsins í Orkustöðinni á Þeistareykjum. Eignir OH voru um síðustu áramót bókfærðar á 1.682 milljónir króna, en skuldir 1.003 milljónir. Eiginfjárhlutfall OH er 40,4 prósent, en var neikvætt um 13 prósent í byrjun árs 2010. Fram kemur að rekstrartekjur OH hafi í fyrra numið 191,5 milljónum króna, en rekstrargjöld 100,9 milljónum. „Hreint veltufé frá rekstri jókst um 31,5 prósent á milli áranna 2009 og 2010, fór úr 79 milljón- um króna í 104 milljónir.“ - óká Viðsnúningur á eiginfjárstöðu Orkuveitu Húsavíkur eftir sölu Þeistareykja: Orkuveita Húsavíkur verði opinbert hlutafélag VIÐ HÖFUÐSTÖÐVARNAR Guðrún Erla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri OH. ALMANNAVARNIR Æfð var móttaka tuttugu slasaðra einstaklinga og fyrstu viðbrögð heilbrigðisþjón- ustu á umfangsmikilli æfingu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir helgi. Allir starfsmenn stofnunarinn- ar fengu boð um slys og um 150 starfsmenn tóku þátt í æfingunni, auk starfsfólks Neyðarlínu og almannavarnadeildar Ríkislög- reglustjóra. Auk æfingarinnar funduðu samráðshópar áfallahjálpar í umdæmum lögreglunnar á Sel- fossi, Hvolsvelli og í Vestmanna- eyjum og fulltrúar samráðshóps áfallahjálpar í Samhæfingarstöð- inni. Endað var á „skrifborðsæf- ingu“ þar sem æfð var samhæf- ing áfallahjálpar vegna hópslyss í umdæmi Selfosslögreglunnar. - óká Fundað var um áfallahjálp: 150 tóku þátt í hópslysaæfingu Á LÍNUNNI Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna, segir ekki rétt að þeir hafi veitt hrefnu á ólöglegu svæði á laugardaginn. Dýrið hafi hins vegar verið verkað á línunni eins og hann orðar það. Það hafi verið gert fyrir mistök og verði ekki endurtekið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HRAFNREYÐUR Hvalveiðibáturinn er gerður út frá Hafnarfirði. Hrefnuveiðimenn hófu veiðar í síðustu viku: Fyrstu dýrin á land 1. MAÍ Í ST. PÉTURSBORG Stuðnings- maður rússneska Kommúnistaflokks- ins heldur á kröfuspjaldi með mynd af Jósep Stalín. AFP/NORDICPHOTOS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.