Fréttablaðið - 02.05.2011, Page 14

Fréttablaðið - 02.05.2011, Page 14
14 2. maí 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 F orystumenn verkalýðshreyfingarinnar og forysta ríkis- stjórnarinnar hafa fundið sér sameiginlegan blóra- böggul ef marka má ræðuhöld gærdagsins, Landssam- band íslenzkra útvegsmanna. Hin ófrávíkjanlega krafa atvinnurekenda að fá einhverja vissu um starfsskilyrði sjávarútvegsins áður en gengið yrði frá kjarasamningum er kölluð „grímulaus sérhagsmunagæzla“ og „kúgun“ LÍÚ. Það hentar Jóhönnu Sigurðardóttur alveg ágætlega að leitast við að beina reiði almennings vegna ástandsins í kjaramálum að LÍÚ. Það breiðir yfir innri ágreining og veikleika stjórnarsamstarfs- ins að eiga sameiginlegan óvin. Það felur líka þá staðreynd að hnúturinn sem nú er kominn í kjaraviðræður á almenna vinnu- markaðnum er ekki sízt til kom- inn vegna þess að það tók ríkis- stjórnina átta mánuði að vinna úr niðurstöðum sáttanefndarinnar svokölluðu um stjórn fiskveiða. Ábyrgðin á því að almennir launamenn eru enn með lausa samn- inga liggur hjá ríkisstjórninni, ekkert síður en vinnuveitendum. Það þvældist ekki fyrir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, að hella sér yfir hina óvinsælu útgerðarmenn og þeirra ófrávíkjan- legu kröfur í 1. maí-ávarpi sínu á Akureyri. Hann er þó sjálfur með sínar ófrávíkjanlegu kröfur í farteskinu, til að mynda þá að tekið verði á þeim mun sem er á lífeyrisréttindum opinberra starfs- manna og almennra launþega. Það er ekki síður réttmæt krafa en krafa vinnuveitenda um að fá skýrleika í sjávarútvegsmálin áður en þeir semja til þriggja ára – og álíka loðin svör hafa fengizt frá ríkisstjórninni um hvernig á að mæta henni. Þrennt þarf að hafa í huga vegna þeirrar stöðu, sem komin er upp í kjaraviðræðunum. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að starfsskilyrði sjávarútvegsins eru sameiginlegt hagsmunamál allra Íslendinga, vinnuveitenda og launþega, svo þungt vegur sú atvinnugrein í efna- hagslífinu. Breytingar á fiskveiðistjórnun sem skerða afkomu í greininni munu koma niður á öllu launafólki, jafnt því sem starfar í sjávarútveginum og öðrum. Það þarf að finna lausn sem tryggir viðurkenningu þjóðareignar og réttlætissjónarmið í sjávarútveg- inum og skapar honum jafnframt hagstæð rekstrarskilyrði. Í öðru lagi vita allir, bæði vinnuveitendur og verkalýðsforingjar, að kauphækkanir sem fyrirtækin geta ekki staðið undir eru gagns- lausar. Nú þarf að auka kaupmátt og atvinnu. Verði samið um innistæðulausar hækkanir, þýðir það aðeins tvennt; að fyrirtækin hækka hjá sér verðið, sem hleypir verðbólgunni af stað og hækkar lánin okkar, eða að þau fækka fólki og atvinnulausum fjölgar. Í þriðja lagi myndu allsherjarverkföll vinna óbætanlegan skaða á efnahagslífinu. Mörg fyrirtæki eru illa stödd og þyldu ekki verk- föll. Slíkar aðgerðir gætu líka sett risavaxið strik í reikninginn hjá ferðaþjónustunni, í upphafi sumars sem flestir spá að geti orðið bezta ferðamannavertíð frá upphafi. Vinnuveitendur, verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin bera sam- eiginlega ábyrgð á því að leysa úr hnútnum og leiða samningavið- ræður farsællega til lykta. Þá er betra að spara stóru orðin. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR Er þinn auður í góðum höndum? Okkar viðskiptavinir velja óháðan aðila sem hefur skynsemi og áhættumeðvitund að leiðarljósi. Borgartúni 29 S. 585 6500 www.audur.is • Séreignarsparnaður • Eignastýring • Langtímasparnaður Taktu góða ákvörðun Þriðjudaginn 3. maí nk. verður skýrsla sem nefndist „Hagræn áhrif skap- andi greina“ kynnt á málstofu í Háskóla Íslands. Þetta er tímamótaskýrsla þar sem skapandi greinar eru í fyrsta sinn skil- greindar á Íslandi sem atvinnuvegur með ótvírætt hagrænt gildi. Hagræn áhrif af starfssemi skapandi greina hafa aldrei áður verið tekin saman. Af vanþekkingu hafa margir, þar á meðal sumir framámenn þjóðarinnar, búið til mýtu og fullyrt að listamenn séu afæt- ur á samfélaginu. Sú mýta hefur nú verið hrakin. Menning og listir gefa af sér verðmæti í víðum skilningi en í þessari skýrslu er einungis leitast við að leggja mat á efna- hagsleg verðmæti, byggð á skilgreiningu sem Unesco, Menningarstofnun Samein- uðu þjóðanna, hefur innleitt. Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um vöxt skapandi greina í heiminum. Í Grænbók Norrænu nýsköp- unarmiðstöðvarinnar, sem gefin var út í lok árs 2007, er talað um hraðan vöxt í skapandi greinum og að í þeim fælist vaxtarsproti sem gefa beri gaum. Í Græn- bók sem kom út á vegum Evrópusam- bandsins í apríl 2010 er atvinnuvegurinn skilgreindur sem „Culture and Creative Industries (CCI)“ og jafnframt talað um að stefnumótandi aðilar þurfi að veita þessari atvinnugrein meiri athygli og skilning. Umræðan á Íslandi hefur þróast í eðli- legu samhengi við þetta. Keðjuverkandi áhrif leikjagerðar, kvikmyndaframleiðslu, ritstarfa, sviðslista, tónlistar, hönnunar og myndlistar, mega nú vera öllum ljós. Skapandi greinar á Íslandi velta að minnsta kosti 189 milljörðum króna á ári. Með þessar upplýsingar í farteskinu vitum við að skapandi greinar eru einn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar og verðskuldar athygli og skilning í framtíðar atvinnu- uppbyggingu á Íslandi. Það er brýnt að vel verði haldið utan um áframhaldandi mæl- ingar. Stefnumótun í atvinnu- og mennta- málum þarf að skoða í samhengi við þann styrk sem hlýst af því að Íslendingar eru skapandi þjóð og allar skapandi greinar eru mikilvægir hlekkir í þeirri keðju. Mýtan hrakin – skapandi grein- ar hafa ótvírætt hagrænt gildi Menning Anna Hildur Hildibrands- dóttir framkvæmdastjóri ÚTÓN Óboðlegt Formaður Þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum þarf að gæta orða sinna. Á hátíðinni sem hann stendur fyrir á hverju ári fremja ölóðir menn jafnan nokkur kynferðisbrot – jafnvel þótt hann vilji sem minnst af þeim vita. En að saka Stígamót – samtök sem eftir 20 ára starf eru sérhæfð í að hjálpa þolendum slíkra brota – um að fjölga níð- ingsverkunum og nærast á þeim er óboðlegt. Og verður hálfu verra þegar litið er til þess hvaða stöðu hann gegnir. Semingur Páll Scheving Ingvarsson hefur reynd- ar beðist afsökunar á ummælum sínum (með dálitlum semingi) en það væri ekki verra ef hann léti hug fylgja máli, byði Stígamót velkomin á hátíðina og liðkaði fyrir starfi þeirra eins og honum frekast er unnt. Af orðum hans að dæma verður það hins vegar ekki gert. Gull og silfur Þegar Björgólfur Thor Björg- ólfsson boðaði það á dögunum að hann hygðist leiðrétta ýmislegt bull í rannsóknar- skýrslu Alþingis á vef sínum var þeirri spurningu velt upp á þessum vettvangi hvort hann mundi leið- rétta eitthvað í æsilegri snúðasögu Össurar Skarphéðinssonar. Henni lauk eftirminnilega með því að gullúrsprýdd hönd Björgólfs kippti Sigurjóni Þ. Árnasyni út úr Ráð- herrabústaðnum. Björgólfur hefur nú svarað kallinu og leiðrétt söguna um „snúðaát Sigurjóns Þ. Árnasonar og meint inngrip mín í þá athöfn“. Hann var sum sé með silfurúr. Annað virðist standa. stigur@frettabladid.is Hnúturinn í kjaraviðræðum er ekki bara sök LÍÚ. Sameiginleg ábyrgð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.