Fréttablaðið - 02.05.2011, Page 50

Fréttablaðið - 02.05.2011, Page 50
2. maí 2011 MÁNUDAGUR VILTU VINN A PS3 +MOVE HE ROES +MOVE KIT SENDU SMS ESL PS3 Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU OG SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ ESL A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! GEGGJAÐIR AUKAVINNINGAR! Enska úrvalsdeildin: MAN. CITY - WEST HAM 2-1 1-0 Nigel de Jong (9.), 2-0 Lars Jacobsen, sjm (15.), 2-1 Demba Ba (32.) ARSENAL - MAN. UTD 1-0 1-0 Aaron Ramsey (55.) BIRMINGHAM - WOLVES 1-1 0-1 Steven Fletcher (6.), 1-1 Sebastian Larsson (26.). LIVERPOOL - NEWCASTLE UNITED 3-0 1-0 Maxi Rodriguez (9.), 2-0 Dirk Kuyt (58.), 3-0 Luis Suarez (64.) BLACKBURN - BOLTON 1-0 1-0 Martin Olsson (19.). CHELSEA - TOTTENHAM HOTSPUR 2-1 0-1 Sandro (18.), 1-1 Frank Lampard (44.), 2-1 Salomon Kalou (88.). SUNDERLAND - FULHAM 0-3 0-1 Gael Kakuta (32.), 0-2 Simon Davies (60.), 0-3 Simon Davies (72.). WEST BROMWICH ALBION - ASTON VILLA 2-1 1-1 Peter Odemwingie (59.), 2-1 Youssuf Mulumbu (83.). WIGAN ATHLETIC - EVERTON 1-1 1-0 Charles N’Zogbia (20.), 1-1 Leighton Baines (77.) STAÐAN: Man. United 35 21 10 4 71-33 73 Chelsea 35 21 7 7 66-28 70 Arsenal 35 19 10 6 68-36 67 Man. City 34 18 8 8 53-31 62 Liverpool 35 16 7 12 54-39 55 Tottenham 34 14 13 7 50-43 55 Everton 35 11 15 9 48-43 48 Bolton 35 12 10 13 48-48 46 Fulham 35 10 15 10 43-36 45 Stoke City 35 12 7 16 43-43 43 WBA 35 11 10 14 51-65 43 Newcastle 35 10 11 14 49-51 41 Aston Villa 35 10 11 14 44-57 41 Sunderland 35 10 11 14 39-52 41 Birmingham 35 8 15 12 35-52 39 Blackburn 35 10 8 17 41-55 38 Blackpool 35 9 8 18 48-70 35 Wigan Athletic 35 7 14 14 35-58 35 Wolves 35 9 7 19 38-61 34 West Ham 35 7 11 17 40-63 32 ÚRSLIT HANDBOLTI „Þetta var alveg rosa- legt dæmi. Hreint út sagt svaka- legur leikur. Þessi leikur á eftir að fara í sögubækurnar,“ sagði kátur þjálfari Rhein-Neckar Löwen, Guðmundur Guðmundsson, við Fréttablaðið en hans lið komst í undanúrslit Meistaradeildar Evr- ópu eftir ótrúlegan sigur, 26-35, gegn franska liðinu Montpellier. Montpellier vann fyrri leikinn í Þýskalandi með tveggja marka mun og leiddi í hálfleik í seinni leiknum, 17-15. Síðari hálfleikur hjá Löwen var síðan hreint út sagt ótrúlegur því liðið vann hann 20-9. „Við vorum ekki nógu góðir í fyrri leiknum og mér fannst við eiga mikið inni. Ég hafði ekki miklar áhyggjur í hálfleik því ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta myndi koma hjá okkur og við keyra yfir þá. Vörnin var frá- bær í síðari hálfleik þar sem Guð- jón Valur var í lykilhlutverki sem framliggjandi maður í 5-1 vörn. Það er svakalegt að fá bara 9 mörk á sig í síðari hálfleik gegn svona sterku liði á útivelli,“ sagði Guð- mundur en það sauð upp úr í hús- inu þegar reynt var að taka hljóð- nemann af vallarþulnum sem var að tala í tíma og ótíma. Önnur lið sem komust í undan- úrslit eru Ciudad Real, Hamburg og Barcelona. Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar og Arons Pálmarssonar, steinlá gegn Barcelona, 33-36, á heimavelli þar sem Barcelona var betri aðil- inn allan tímann. Vonbrigðatíma- bil Kiel heldur því áfram en liðið tapaði einnig fyrri leiknum gegn Barcelona á Spáni. Úrslitahelgin fer fram í Köln í lok mánaðarins. - hbg Löwen í undanúrslit eftir ótrúlegan síðari hálfleik: Þessi leikur á eftir að fara í sögubækurnar SIGURREIFUR Guðmundur fagnaði ákaft í leiknum um helgina. NORDIC PHOTOS/BONGARTS FÓTBOLTI Arsenal hleypti miklu lífi í toppbaráttu ensku úrvalsdeildar- innar í gær er það lagði Man. Utd að velli, 1-0, á Emirates-vellinum. Því miður kemur þessi sigur vænt- anlega of seint fyrir Arsenal en leikmenn Chelsea fögnuðu úrslit- unum enda er Chelsea aðeins þrem stigum á eftir Man. Utd núna. Chelsea sækir síðan Man. Utd heim næsta sunnudag. Vinni Chels ea-leikinn kemst það í topp- sæti deildarinnar en vinni United er það komið langleiðina með að vinna sinn nítjánda meistaratitil. Það var Aaron Ramsey sem skoraði eina mark leiksins á Emir- ates í gær. Nokkuð sanngjörn úrslit enda Arsenal ívið sterk- ari aðilinn. Arsen al hefði líka átt að fá víti í fyrri hálfleik er Nemanja Vidic handlék bolt- ann innan teigs e n h a n n slapp með skrekkinn. Það gerði Arsenal líka u nd i r lok leiksins þegar virtist vera brotið á Michael Owen innan teigs. „Þetta er of stór leikur til þess að klikka á svona atriðum,“ sagði Sir Alex Fergu- son, stjóri Man. Utd, fúll en hann vildi fá víti. „Vissulega jafnaðist þetta út þar sem þeir áttu að fá víti. Nú á Chelsea góðan möguleika og það gerist þegar svona mistök eiga sér stað. Við verðum samt tilbúnir í slaginn gegn þeim um næstu helgi.“ Chelsea skoraði tvö umdeild mörk gegn Spurs. Fyrra mark- ið, sem Frank Lampard skoraði, átti aldrei að standa þar sem bolt- inn fór ekki inn fyrir línuna. Það viður kenndu allir eftir leik en Lampard sagðist hafa átt það inni að skora slíkt mark eftir að það var tekið af honum mark á HM þar sem boltinn fór langt inn fyrir línuna. Síðara markið var rangstöðumark. Það fellur því allt með Chelsea þessa dagana. „Við vorum heppnir. Við verðum að vera heiðarlegir og viðurkenna að mörkin voru ólögleg. Stundum falla hlutirnir með manni og stund- um ekki. Þannig er boltinn,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, en hann tók undir þá skoðun Harry Redknapp, stjóra Tottenham, að tími væri kominn á að nýta tæknina í boltanum. Þó svo þá hefði fyrra mark Chelsea aldrei verið látið standa. henry@frettabladid.is Úrslitaleikur á Old Trafford Man. Utd og Chelsea spila nánast hreinan úrslitaleik um enska meistaratitilinn í Manchester um næstu helgi. Það féll allt með Chelsea um helgina. Man. Utd tapaði á meðan Chelsea lagði Tottenham með tveimur umdeildum mörkum. MARKIÐ SEM GLADDI CHELSEA Aaron Ramsey skoraði eina markið gegn Man. Utd í gær. Stuðningsmenn Chelsea fögnuðu markinu ekki síður en stuðnings- menn Arsenal. Á minni myndinni má sjá óðan stuðningsmann Chelsea fagna með Frank Lampard en hann hljóp inn í völlinn til þess að fagna sigri. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.