Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2011, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 02.05.2011, Qupperneq 54
2. maí 2011 MÁNUDAGUR38SJÓNVARPSÞÁTTURINN Eins glatað og það hljómar er ég forfallinn aðdáandi þáttanna Desper ate Housewives sem hafa verið í sjónvarpi lengi. Mér til varnar er þetta það eina sem ég hef þar sem ég er bara með RÚV. Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur „Ég vildi endilega gera eitthvað sniðugt, fyrst ég var búinn að ákveða að fara út og styðja lands- liðið,“ segir Hjörvar Hermanns- son. Hann hefur skipulagt stóra tónleika með Retro Stefson og Danna Deluxe í Álaborg hinn 18. júní, sama dag og íslenska U-21 árs landsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í úrslitum Evrópu- mótsins. „Það er rosalega mikil spenna fyrir mótinu og marg- ir hópar sem ætla að fara út og hvetja landsliðið,“ segir Hjörv- ar, sem sjálfur er mikill Bliki og þekkir vel til strákanna í liðinu. „Þetta eru flestallt guttar sem maður hefur alist upp með og ég held að þeir eigi eftir að slá í gegn í keppninni.“ Ísland leikur í A-riðli Evrópumóts- ins og er fyrsti leikurinn 11. júní gegn Hvíta-Rússlandi. Síðasti leikur- inn í riðlinum verður 18. júní í Ála- borg. Ef Íslendingar vinna riðilinn þá fara þeir í umspil um verðlauna- sæti. Spurður að því hvort hann von- ist til þess að landsliðsstrákarnir sitji eftir í riðlinum til þess að kom- ast á tónleikana, segir Hjörvar að svo sé ekki. „Ég veit að þeir munu mæta ef þeir tapa, en ég ætla samt að vona að við séum frekar að fara að fagna góðu gengi okkar manna þetta kvöld.“ Miðasala á tónleikana hefst á midi.is á morgun. - ka Fótboltaáhugamaður heldur tónleika í Álaborg ÍSLENDINGAR FJÖLMENNA TIL ÁLABORGAR Hjörvar Hermannsson stendur fyrir tón- leikum með Retro Stefson og Danna Deluxe í Álaborg í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég ætla ekki að fara leka einu eða neinu en get þó staðfest að ég á í viðræðum við Stöð 2,“ segir hár- greiðslumaðurinn Karl Berndsen sem er hættur að stjórna þættinum Nýtt útlit á Skjá einum. Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins ætlar Karl þó ekki að hverfa af skjánum fyrir fullt og allt heldur hyggist hann byrja með sam- bærilegan þátt á Stöð 2. Skjár einn hyggst hins vegar ekki leggja sína þáttaröð á hilluna þrátt fyrir brott- hvarf Karls því Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, dagskrárstjóri Skjás eins, sagði í samtali við Vísi.is að þau hygðust finna arftaka Karls og halda uppteknum hætti. „Sjón- varpsþáttaröðin mun að sjálfsögðu halda áfram í haust en að þessu sinni með breyttum áherslum.“ Karl var ákaflega loðinn í sínum svörum, sagðist ætla að einbeita sér að vinnu sinni við Beauty Barinn í Kópavogi. Samstarf hans og Skjás eins hefði einfaldlega verið komið á endastöð. „Við vorum búin að gera 45 þætti og mér fannst þetta bara verið búið. Það veit hins vegar eng- inn hvað framtíðin ber í skauti sér en það er mjög ólíklegt að ég geri ekki neitt. Það mun hins vegar ekkert gerast í þessu fyrr en eftir jólin.“ - fgg Karl Berndsen á tímamótum TIL STÖÐVAR 2 Karl Berndsen hefur gengið til liðs við Stöð 2 og hyggst stjórna nýjum þætti á vegum stöðvar- innar. Skjár einn ætlar engu að síður að halda áfram með þættina Nýtt útlit. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tökulið frá hollenska kvikmynda- fyrirtækinu Eyeworks er statt hér á landi til að taka upp fyrstu hol- lensku þrívíddar-kvikmyndina, Nova Zembla. Um níutíu íslenskir og hollenskir kvikmyndagerðar- menn koma að tökunum en það er framleiðslufyrirtækið Saga Film sem hefur veg og vanda af íslenska hlutanum. Verkefni af þessari stærðargráðu skila yfirleitt tugum milljóna inn til landsins og getur þar að auki haft veruleg áhrif á ferðamannastraum frá viðkom- andi landi, ekki síst ef myndin slær í gegn heima fyrir. Tökur fara meðal annars fram á Langjökli en um er að ræða mjög stórt verkefni. Kristinn Þórðar- son, framleiðandi hjá Saga Film, segir í samtali við Fréttablaðið að Icesave-deilan víðfræga hafi ekki einu sinni verið rædd, einn eða tveir hafi spurt um atkvæða- greiðsluna en síðan hafi menn ein- beitt sér að kvikmyndagerðinni. „Það er enginn að velta sér upp úr þessu, það eru allir svo uppteknir.“ Nova Zembla byggir á sannri sögu og segir frá skipi sem hol- lenska konungsfjölskyldan sendi norður fyrir Rússland fyrir fjór- um öldum til að finna skipaleiðina til Indlands. Skipsverjarnir lentu í miklum hremmingum í baráttu sinni við óblíð náttúruöflin og myndin fjallar um sögu þeirra. Alls eru tólf hollenskir leikarar staddir hér á landi, þar á meðal aðalleikarinn Robert de Hoog, sem er einn sá vinsælasti í föður- landi sínu. Því miður fyrir íslensk- an karlpening mun hin aðalstjarna myndarinnar ekki koma til lands- ins, hollenska fyrirsætan Doutzen Kroes, en hún er ein af hinum svo- kölluðu englum Victoria‘s Secret- undirfataframleiðandans. Gerð kvikmyndarinnar hefur vakið mikla athygli í Hollandi enda í fyrsta skipti sem Hollend- ingar reyna fyrir sér með þrí- víddartækninni. Kristinn er bjart- sýnn á að allt eigi eftir að ganga snurðulaust fyrir sig. „Þetta verð- ur örugglega alveg heljarinnar ævintýri.“ freyrgigja@frettabladid.is KRISTINN ÞÓRÐARSON: ICESAVE-DEILAN LÖGÐ TIL HLIÐAR Hollendingar taka upp þrívíddarmynd á Íslandi HOLLENSKAR STÓRSTJÖRNUR Robert de Hoog og Doutzen Kroes, fyrirsæta hjá Victoria‘s Secret, ásamt leikstjóranum Reinout Oerlemans á blaðamannafundi þegar tilkynnt var um gerð myndarinnar Nova Zembla. Þetta er fyrsta þrívíddarkvikmynd Hollend- inga sem virðast ekki erfa Icesave-málið við íslenska kvikmyndagerð eða náttúru. NORDICPHOTOS/AFP Valdimar Guðmundsson, söngv- ari hljómsveitarinnar Valdimar, og Björgvin Ívar Baldursson, upp- tökustjóri hjá Geimsteini og liðs- maður Lifunar, gefa saman út plötu í sumar. „Þetta er svona kærustuparatón- list. Ég tók upp Valdimars-plötuna og síðan á einhverju fylleríi ákváð- um við að semja saman lög. Dag- inn eftir var það enn þá góð hug- mynd,“ segir Björgvin Ívar. „Við hittumst þrisvar og náðum að koma með hugmyndir að yfir tutt- ugu lögum. Það gekk svo fáránlega vel að við ákváðum að gera plötu.“ Valdimar er einnig mjög spennt- ur fyrir plötunni. „Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt. Þetta dæmi verður svolítið rólegra en ég hef gert. Ég hef alltaf verið hrifinn af þessum kósý tónum,“ segir hann og líkir samstarfi þeirra Björgvins við hljómsveitina Bon Iver. Fyrsta plata hljómsveitarinn- ar Valdimars, Undraland, kom út fyrir síðustu jól og hefur selst í hátt í tvö þúsund eintökum. Hún er um þessar mundir í efsta sæt- inu á sölusíðunum Tonlist.is og Gogoyoko.com, auk þess sem lagið Yfirgefinn er vinsælast á Tonlist. is. „Ég bjóst ekki alveg við svona miklum vinsældum,“ segir Valdi- mar, ánægður með lífið og til- veruna. Fram undan hjá hljómsveitinni er spilamennska á alþjóðlegri tónlistarhátíð stúdenta í bænum Greifswald í Þýskalandi um miðj- an maí. Það verða fyrstu alvöru tónleikar sveitarinnar erlendis. „Ég hlakka mikið til. Þetta verður svakalega gaman,“ segir hann og útilokar ekki nýja Valdimars-plötu á næsta ári. - fb Kærustparatónlist sem varð til á fylleríi NÝTT EFNI Valdimar Guðmundsson og Björgvin Ívar Baldursson eru að undirbúa sína fyrstu plötu saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM www.listahatid.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.