Fréttablaðið - 09.05.2011, Side 15
SKÖPUN TÆKNI UMÖNNUN
Með átakinu verður mun auðveldara en áður að komast að í framhaldsskóla eftir námshlé. Haustið 2011 munu skólarnir taka inn
alla umsækjendur undir 25 ára aldri sem uppfylla skilyrði, ásamt eldri umsækjendum sem hafa lokið raunfærnimati vorið 2011.
Þannig gefast frábær tækifæri til að ljúka námi eða bæta við kunnáttu á ýmsum sviðum sem nýtast vel á vinnumarkaðnum.
Skapandi greinar verða sífellt mikilvægari í
atvinnulífinu og nú eru ársverk í þeim geira
nærri 10.000. Ný hugverk eru verðmæti, störfin
skemmtileg og þörfin fyrir skapandi starfskrafta
mun halda áfram að aukast. Námsráðgjafar og
skólar munu kynna námsleiðir og nýja möguleika
á þessu sviði.
Á næstu árum er áætlað að fjöldi nýrra starfa
skapist ár hvert í verk- og tæknigeiranum. Aukin
þörf fyrir starfsfólk með menntun og hæfni í
verklegum greinum skapar spennandi tækifæri
fyrir alla sem vilja bæta við grunnmenntun sína
og bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Fjölmörg
námstækifæri á þessu sviði verða kynnt á
námsstefnunni.
Með hækkandi meðalaldri og sífellt betri aðbúnaði
fjölgar umönnunarstörfum ár frá ári. Eftirspurn
eftir menntuðu starfsfólki er mikil og líklegt er að
hún fari vaxandi næstu ár. Störf í þessum geira
eru fjölbreytt og tækifærin mörg. Námsmöguleikar
á framhalds- og háskólastigi verða kynntir auk
ýmissa símenntunartækifæra.
1000 NÝ TÆKIFÆRI FYRIR ATVINNULEITENDUR
Með samstarfi skóla, stjórnvalda og atvinnulífs opnast nýir möguleikar fyrir atvinnuleitendur. Þeim sem uppfylla
skilyrði gefst nú kostur á að stunda nám á haustönn án þess að greiða skólagjöld.
Markmiðið er að veita 1000 umsækjendum aðgang að framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og
framhaldsfræðslu – með óskertum atvinnuleysisbótum í eina önn.
Kynntu þér þína möguleika og leitaðu ráða hjá ráðgjöfum VMST og námsráðgjöfum skólanna á fimmtudaginn.
OPNIR FRAMHALDSSKÓLAR
Nám er vinnandi vegur byggir á því markmiði Íslands 2020 að hlutfall Íslendinga á aldrinum
20-66 ára sem ekki hafa lokið námi í framhaldsskóla fari úr 30% niður í 10% fyrir árið 2020.
Nám er vinnandi vegur byggir á tillögum frá samráðshóp ráðuneyta, allra þingflokka, aðila vinnumarkaðarins
og hreyfinga námsmanna sem forsætisráðherra skipaði. Fjármögnun átaksins var tryggð með samráði ríkis-
stjórnar og aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga en í heild verða framlög til menntamála
með átakinu aukin um sjö milljarða króna næstu þrjú ár.
Framhaldsskólinn verður efldur og opnaður. Atvinnuleitendum verður gefið tækifæri til að mennta sig,
sérstakur þróunarsjóður stofnaður til að efla starfstengt nám og samstarf skóla og fyrirtækja um starfstengt
nám verður aukið. Lög um LÍN og framfærslukerfi námsmanna verða endurskoðuð, skil framhaldsskóla og
fullorðinsfræðslu verða gerð sveigjanlegri, námsráðgjöf efld og vinnustaðanámssjóður styrktur.