Fréttablaðið - 27.05.2011, Page 19

Fréttablaðið - 27.05.2011, Page 19
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 G rillið er okkar sérkenni,“ segir Gústav Axel Gunn- laugsson, sem opnaði veitingastaðinn Sjávar- grillið á Skólavörðustíg 15. apríl síðastliðinn, í samvinnu við Lárus Gunnar Jónasson. Ferskt sjávarfang er það sem helst ratar á grillið hjá þeim félögum. „Við viljum grilla sem flest, fisk, kjöt, humar og svart- fugl,“ segir Gústav, sem leggur mikla áherslu á að nota íslenskt hráefni. „Enda eigum við Íslend- ingar besta fisk í heimi,“ segir hann og bætir við að Sjávargrillinu hafi verið afar vel tekið þær vikur sem það hafi starfað. Gústav, sem er 24 ára, var val- inn matreiðslumaður ársins í fyrra og hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu í eldhúsi fínna veit- ingastaða. „Ég lærði á Sjávarkjall- aranum, á Texture í London og var síðan á Silfri þar til Fiskfélagið var opnað og ég varð yfirkokkur þar,“ lýsir Gústav. Hann mun að rúmri viku liðinni taka þátt í matreiðslu- keppni Norðurlanda sem haldin verður í Bergen. Hann gefur lesendum Frétta- blaðsins hér einfalda uppskrift að forrétti með humri og þorski. „Þetta er góð blanda ef rétt er að farið og auk þess auðvelt að nálgast hráefnin.“ solveig@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1 þorskflak (400 g) 100 g smjör salt og sítrónusafi Skerið þorskinn í 4 fallega bita. Steikið þorskinn á annarri hliðinni í 3 mín. Setjið þá smjörið út á ásamt sítrónusafa, saltið eftir smekk. 8 humarhalar 1 hvítlauksgeiri 100 ml olía Maukið olíu og hvít- lauk. Grillið humarinn á bakinu í ca. 2-3 mín. Setið hann á bakka og penslið með hvítlauks- olíu. Saltið og piprið eftir smekk. Blómkálsmauk ½ blómkálshaus 1 lítri mjólk edik Mauksjóðið blómkálið í mjólkinni, setjið í blandara ásamt smá af mjólkinni og maukið. Smakkið til með ediki og salti. Jurtaolía Tíndar íslenskar krydd- jurtir. Til dæmis spánarkerfill eða gras- laukur. 200 g jurtir 200 g olía salt og edik Maukið í matreiðsluvél og látið vélina hitna svo græni liturinn komi betur fram. Smakkið til með salti og ediki. Grænmeti 1 stk. sellerí 1 stk. fennika jurtir Skerið fínt í strimla, látið liggja í jökulköldu vatni í ca. 15 mín. Sigtið vatnið frá. Hellið olíu (sítrónuolíu) yfir og saltið. STEIKTUR ÞORSKUR OG GRILLAÐUR HUMAR með blómkáli og sumarsalati FYRIR FJÓRA Gústav Axel Gunnlaugsson og Lárus Gunnar Jónasson opnuðu nýlega Sjávargrillið á Skólavörðustíg 14. Grillum sem flest Hafnarfjarðarkirkja stendur fyrir helgigöngu á Helgafell á sunnudag. Göngumenn koma saman við Kaldársel klukkan 11. Eftir stutta helgistund verður gengið að fjallsrótunum, þar sem lesið verður úr fjall- ræðu Jesú. Þá verður stoppað á stöku stað á leiðinni upp og meðal annars gáð til fjalla. Eldfjöllin á Reykja- nesinu verða sérstaklega tekin fyrir. Grrrrrillandi gott! Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi, sími: 5275000, www.grillhusid.is Grilled beef tenderloin served with vegetable tower, salad and pepper sauce. Ekta útileguréttur! Safarík lamba rib-eye steik borin fram með paprikutríói, kartöflusalati og tzatziki sósu. Grilled rib-eye of Icelandic lamb served with pepper trio, potato salad and tzatziki dressing. Grillað lamba rib-eye kr. 2.790 Brakandi ferskt blandað salat með ferskum jarðarberjum, kiwi, cantalópu- melónu og bragðmikilli salatdressingu. Fresh salad mixed with strawberries, kiwi and cantaloupe melon and tasty salad dressing. Sumarsalat kr. 1.450 Einstaklega safaríkur lambakjötsborgari með fersku salati, tómötum, rauðlauki og grískri tzatziki sósu í ciabatta brauði. Borinn fram með frönskum kartöflum. Lamb meat burger Greek style with mixed salad, tomatoes, red onion and tzatziki sauce in a ciabatta bread. Served with french fries. Grískur lambakjötsborgari kr. 1.490 Lungamjúk 200 g nautalund borin fram með rótargrænmetisturni, salati og piparsósu. Grilluð nautalund kr. 3.590

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.