Fréttablaðið - 11.06.2011, Side 30

Fréttablaðið - 11.06.2011, Side 30
11. júní 2011 LAUGARDAGUR30 1. Þingvellir Allar árstíðir eru ægifagrar í Þingvallaþjóð- garði. Þar er hægt að tjalda á góðum tjald- svæðum, fara í lautarferðir og finna sér hæfi- leg fjöll. Ekki er heldur úr vegi að rifja upp ljóð og sögur lands og þjóðar. 2. Laugarvatn Hinn nýi vegur um Lyngdalsheiði hefur gert heimsókn á Laugarvatn að skottúr frá Reykja- vík. Þar er Lindin, sjarmerandi veitingahús, flott sundlaug og stytta af Jónasi frá Hriflu meðal þess sem gaman er að sjá og upplifa. 3. Hestfjall Grímsnesið er áfangastaður margra sumarbú- staðaeigenda. Útsýni fagurt yfir Grímsnesið og víðar er af Hestfjalli í Grímsnesi. Gengið er frá bænum Vatnsnesi og gangan er þægileg. 4. Sólheimar Heimsókn á Sólheima í Grímsnesi er alltaf ævintýraleg. Í skjólgóðri hvilftinni er gott að sitja og gæða sér á kaffi og með því eftir að hafa skoðað fallegan varning heimamanna. 5. Þrastarskógur Göngutúrar um Þrastarskóg eru skemmtilegir, ekki síst fyrir börnin. Þar má kaupa veiðileyfi í Ölfusá og renna fyrir lax. 6. Selfoss Margir ferðalangar aka greitt í gegnum Sel- foss, en þar er full ástæða til að staldra við. Sundlaugin er frábær, bókakaffi Bjarna Harð- ar hefur sinn sjarma og svo stæra Selfyssingar sig af því að þar fáist bestu pylsur landsins í Pylsuvagninum. 7. Hellisskógur Útivistarsvæðið Hellisskógur er falin perla við norðanverða Ölfusá. Þar er gaman að ganga og aka um og hægt er að skoða Hellinn sem skóg- urinn dregur nafn sitt af. Komið hefur verið upp grillaðstöðu á svæðinu þar sem margir göngustígar eru, útsýni er fallegt og þar eru einnig minjar um búsetu og mannaferðir. Til að komast á svæðið er beygt til vinstri rétt áður en ekið er yfir Ölfusárbrú á leið inn í Selfoss og ekið í gegnum hverfið þar. 8. Ölvisholt Brugghúsið Ölvisholt sem meðal annars brugg- ar Skjálfta tekur á móti hópum á laugardögum og leiðir í gegnum verksmiðjuna, framleiðslu- ferlið og hugmyndafræðina. Að sjálfsögðu fá allir að smakka afurðir hússins. 9. Flóinn Galleríið Tré og list í Forsæti í Flóahreppi er heimsóknarinnar virði en þar má meðal ann- ars skoða safn smíðamuna. Ólafur Sigurjóns- son bóndi er listasmiður og smíðaði meðal ann- ars eina af fyrstu vindmyllunum sem er við bæinn hjá honum. Villingaholtskirkju er vel við haldið og hana er gaman að skoða. Þá má eng- inn missa af sveitabúðinni Sóleyju sem er við bæinn Tungu skammt austan Stokkseyrar, þar er alltaf opið þegar einhver er heima. 10. Knarrarósviti Hæsta bygging á Suðurlandi er Knarrarósviti skammt austan Stokkseyrar. Hann var hannað- ur af Axeli Sveinssyni verkfræðingi eftir hug- myndum Guðjóns Samúelssonar húsameist- ara. Vitinn, sem er rúmir 26 metrar á hæð var byggður á árunum 1938-1939. 11. Stokkseyri Draugasafn, humar, hvít fjara og falleg náttúra eru allt góðar ástæður fyrir stoppi á Stokks- eyri. 12. Eyrarbakki Einn fallegasti bær landsins er ávallt heim- sóknarinnar virði. Þar eru krambúðin og kaffi- húsið Gónhóll og byggðasafnið Húsið meðal spennandi áfangastaða. Falin djásn og ferðalög Heimsókn í Ölvisholt, gönguferðir, sveitabúðin Sóley og stærsta grillveisla Suðurlands eru meðal skemmtilegra áfangastaða í ferðalagi Fréttablaðsins um Selfoss og nágrenni. Viðburðaríkt verður á Selfossi og nágrenni sem sjá má. 18. júní Ganga Ferðafélagsins á Kluftir á Hrunamannaafrétti. 18. júní Gullspretturinn, hlaupið í kringum Laugavatn. 21. júní Müllers-æfingar á gönguför frá Laugavatni. 24.-26. júní Landsmót fornbílamanna og Dellu- dagar á Selfossi. 25. júní Jóns- messuhátíð verður nú sem endranær á Eyrarbakka. 25.-26. júní Brú til borgar, hátíð hollvina Grímsness. 7. júlí Fimmtudagsganga á Þingvöllum. 14.-16. júlí Íslandsmótið í hesta- íþróttum verður á Brávöllum á Selfossi. 15.-17. júlí Bryggjuhátíð á Stokkseyri. 23. júlí Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum á nýja frjálsíþróttavellinum á Selfossi. 28. júlí-1. ágúst Fjölskyldudagar á Stokkseyri. 5.-7. ágúst Meistaradeild Olís. 6. ágúst Sumar á Selfossi, bæjarhátíð. 13.-14. ágúst Aldamótahátíð á Eyrarbakka. Margt fleira er á döfinni sem lesa má um meðal annars á síðunum www.arborg.is, www. southiceland.is, www.upplit.is, Á Selfossi er stefnt að því að halda stærstu grillveislu Suðurlands um helgina. Þá fer fram bæjar- fjölskyldu- og tónlistarhátíðin Kóteletta. Á hátíðinni ætla mat- vælaframleiðendur á Suðurlandi að kynna afurður sínar, barna- stjörnur verða á ferðinni og margir helstu tónlistarmanna landsins ætla að troða upp. Þar má nefna Mannakorn, Pál Óskar og Ingó og veðurguðina. Nánar má lesa um dagskrána á síðunni www.kotelettan.is ■ KÓTELETTAN ■ GÖNGUR OG GLEÐI 1 2 7 3 8 4 9 5 10 6 11 12 Stokkseyri Þj ór sá Hveragerði Eyrarbakki ÞINGVALLAVATN APAVATN Selfoss Bylgjulestin sem fagnar 25 ára afmæli Bylgjunnar með ferð um Ísland í sumar, verður á Kótelettuhá- tíðinni og er þátturinn Ævintýraeyjan með Hemma Gunn og Svansý sendur þaðan beint út í dag. Ódýrasti kaffibollinn! Auglýsing Þegar kostnaður vegna kaffi- neyslu til lengri tíma er reiknaður saman, kemur í ljós að verðið á kaffivélunum hefur lítil áhrif á þann heildarkostnað sem neytand- inn ber þegar allt kemur til alls. Marga dreymir um að eignast al- vöru kaffivél eins og Jura kaffivélina, sem malar kaffibaunirnar og hellir upp á bragðgott kaffi undir þrýst- ingi. Einnig flóar hún mjólk og útbýr kaffidrykki eins og gert er á helstu kaffihúsum bæjarins. Innkaupsverðið á Jura vélinni er ef til vill fyrirstaða fyrir suma, en vélin kostar frá 124.950 krónum. Algengt verð á kaffivél til uppáhellingar. af gömlu gerðinni er Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Hvað kostar kaffibollinn í raun og veru? um það bil 16.000 krónur. Þarna er augljóslega nokkuð mikill munur á innkaupsverði. Hér spara margir aur- inn og kasta líka krónunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.