Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 30
11. júní 2011 LAUGARDAGUR30 1. Þingvellir Allar árstíðir eru ægifagrar í Þingvallaþjóð- garði. Þar er hægt að tjalda á góðum tjald- svæðum, fara í lautarferðir og finna sér hæfi- leg fjöll. Ekki er heldur úr vegi að rifja upp ljóð og sögur lands og þjóðar. 2. Laugarvatn Hinn nýi vegur um Lyngdalsheiði hefur gert heimsókn á Laugarvatn að skottúr frá Reykja- vík. Þar er Lindin, sjarmerandi veitingahús, flott sundlaug og stytta af Jónasi frá Hriflu meðal þess sem gaman er að sjá og upplifa. 3. Hestfjall Grímsnesið er áfangastaður margra sumarbú- staðaeigenda. Útsýni fagurt yfir Grímsnesið og víðar er af Hestfjalli í Grímsnesi. Gengið er frá bænum Vatnsnesi og gangan er þægileg. 4. Sólheimar Heimsókn á Sólheima í Grímsnesi er alltaf ævintýraleg. Í skjólgóðri hvilftinni er gott að sitja og gæða sér á kaffi og með því eftir að hafa skoðað fallegan varning heimamanna. 5. Þrastarskógur Göngutúrar um Þrastarskóg eru skemmtilegir, ekki síst fyrir börnin. Þar má kaupa veiðileyfi í Ölfusá og renna fyrir lax. 6. Selfoss Margir ferðalangar aka greitt í gegnum Sel- foss, en þar er full ástæða til að staldra við. Sundlaugin er frábær, bókakaffi Bjarna Harð- ar hefur sinn sjarma og svo stæra Selfyssingar sig af því að þar fáist bestu pylsur landsins í Pylsuvagninum. 7. Hellisskógur Útivistarsvæðið Hellisskógur er falin perla við norðanverða Ölfusá. Þar er gaman að ganga og aka um og hægt er að skoða Hellinn sem skóg- urinn dregur nafn sitt af. Komið hefur verið upp grillaðstöðu á svæðinu þar sem margir göngustígar eru, útsýni er fallegt og þar eru einnig minjar um búsetu og mannaferðir. Til að komast á svæðið er beygt til vinstri rétt áður en ekið er yfir Ölfusárbrú á leið inn í Selfoss og ekið í gegnum hverfið þar. 8. Ölvisholt Brugghúsið Ölvisholt sem meðal annars brugg- ar Skjálfta tekur á móti hópum á laugardögum og leiðir í gegnum verksmiðjuna, framleiðslu- ferlið og hugmyndafræðina. Að sjálfsögðu fá allir að smakka afurðir hússins. 9. Flóinn Galleríið Tré og list í Forsæti í Flóahreppi er heimsóknarinnar virði en þar má meðal ann- ars skoða safn smíðamuna. Ólafur Sigurjóns- son bóndi er listasmiður og smíðaði meðal ann- ars eina af fyrstu vindmyllunum sem er við bæinn hjá honum. Villingaholtskirkju er vel við haldið og hana er gaman að skoða. Þá má eng- inn missa af sveitabúðinni Sóleyju sem er við bæinn Tungu skammt austan Stokkseyrar, þar er alltaf opið þegar einhver er heima. 10. Knarrarósviti Hæsta bygging á Suðurlandi er Knarrarósviti skammt austan Stokkseyrar. Hann var hannað- ur af Axeli Sveinssyni verkfræðingi eftir hug- myndum Guðjóns Samúelssonar húsameist- ara. Vitinn, sem er rúmir 26 metrar á hæð var byggður á árunum 1938-1939. 11. Stokkseyri Draugasafn, humar, hvít fjara og falleg náttúra eru allt góðar ástæður fyrir stoppi á Stokks- eyri. 12. Eyrarbakki Einn fallegasti bær landsins er ávallt heim- sóknarinnar virði. Þar eru krambúðin og kaffi- húsið Gónhóll og byggðasafnið Húsið meðal spennandi áfangastaða. Falin djásn og ferðalög Heimsókn í Ölvisholt, gönguferðir, sveitabúðin Sóley og stærsta grillveisla Suðurlands eru meðal skemmtilegra áfangastaða í ferðalagi Fréttablaðsins um Selfoss og nágrenni. Viðburðaríkt verður á Selfossi og nágrenni sem sjá má. 18. júní Ganga Ferðafélagsins á Kluftir á Hrunamannaafrétti. 18. júní Gullspretturinn, hlaupið í kringum Laugavatn. 21. júní Müllers-æfingar á gönguför frá Laugavatni. 24.-26. júní Landsmót fornbílamanna og Dellu- dagar á Selfossi. 25. júní Jóns- messuhátíð verður nú sem endranær á Eyrarbakka. 25.-26. júní Brú til borgar, hátíð hollvina Grímsness. 7. júlí Fimmtudagsganga á Þingvöllum. 14.-16. júlí Íslandsmótið í hesta- íþróttum verður á Brávöllum á Selfossi. 15.-17. júlí Bryggjuhátíð á Stokkseyri. 23. júlí Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum á nýja frjálsíþróttavellinum á Selfossi. 28. júlí-1. ágúst Fjölskyldudagar á Stokkseyri. 5.-7. ágúst Meistaradeild Olís. 6. ágúst Sumar á Selfossi, bæjarhátíð. 13.-14. ágúst Aldamótahátíð á Eyrarbakka. Margt fleira er á döfinni sem lesa má um meðal annars á síðunum www.arborg.is, www. southiceland.is, www.upplit.is, Á Selfossi er stefnt að því að halda stærstu grillveislu Suðurlands um helgina. Þá fer fram bæjar- fjölskyldu- og tónlistarhátíðin Kóteletta. Á hátíðinni ætla mat- vælaframleiðendur á Suðurlandi að kynna afurður sínar, barna- stjörnur verða á ferðinni og margir helstu tónlistarmanna landsins ætla að troða upp. Þar má nefna Mannakorn, Pál Óskar og Ingó og veðurguðina. Nánar má lesa um dagskrána á síðunni www.kotelettan.is ■ KÓTELETTAN ■ GÖNGUR OG GLEÐI 1 2 7 3 8 4 9 5 10 6 11 12 Stokkseyri Þj ór sá Hveragerði Eyrarbakki ÞINGVALLAVATN APAVATN Selfoss Bylgjulestin sem fagnar 25 ára afmæli Bylgjunnar með ferð um Ísland í sumar, verður á Kótelettuhá- tíðinni og er þátturinn Ævintýraeyjan með Hemma Gunn og Svansý sendur þaðan beint út í dag. Ódýrasti kaffibollinn! Auglýsing Þegar kostnaður vegna kaffi- neyslu til lengri tíma er reiknaður saman, kemur í ljós að verðið á kaffivélunum hefur lítil áhrif á þann heildarkostnað sem neytand- inn ber þegar allt kemur til alls. Marga dreymir um að eignast al- vöru kaffivél eins og Jura kaffivélina, sem malar kaffibaunirnar og hellir upp á bragðgott kaffi undir þrýst- ingi. Einnig flóar hún mjólk og útbýr kaffidrykki eins og gert er á helstu kaffihúsum bæjarins. Innkaupsverðið á Jura vélinni er ef til vill fyrirstaða fyrir suma, en vélin kostar frá 124.950 krónum. Algengt verð á kaffivél til uppáhellingar. af gömlu gerðinni er Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Hvað kostar kaffibollinn í raun og veru? um það bil 16.000 krónur. Þarna er augljóslega nokkuð mikill munur á innkaupsverði. Hér spara margir aur- inn og kasta líka krónunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.