Fréttablaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 32
18. júní 2011 LAUGAR-2
eru breytingarnar svo hægfara að
baráttan virðist ganga í arf, en nú
væri óskandi að geta klárað sígild
og helstu baráttumál svo næstu
kynslóðir á eftir þurfi ekki að
standa í þessu stappi,“ segir Helga
Guðrún af festu, en bætir við að
mikið hafi áunnist á síðustu ára-
tugum í jafnréttisbaráttunni, ekki
síst lagalega séð.
„Enn stöndum við þó dálítið í stað
þegar kemur að viðhorfum til jafn-
réttisbaráttu kynjanna, þótt á síð-
ustu tveimur áratugum hafi orðið
sú grundvallarbreyting að hætt sé
að líta á hana sem „ekkimál“, held-
ur raunverulegan vanda sem sam-
félagið þurfi að takast á við. Áður
hrópuðu konur upp í vindinn, og því
mikilvægur áfangasigur að jafn-
réttisbaráttan sé nú ekki lengur
álitið gremjulegt tuð kerlinga úti í
horni,“ segir Helga Guðrún.
Í Kvenréttindafélagi Íslands eru
nú um 500 konur en ættu að vera
miklum mun fleiri, að áliti Helgu
Guðrúnar.
„Konur ættu virkilega að velta
því fyrir sér að ganga til liðs við
félagið því verkefnin eru ærin og
brýn. Félagið er mikilvægur og
almennur umræðuvettvangur um
jafnréttismál, ötull umsagnaraðili
um lagafrumvörp jafnréttismála og
mjög virkur þrýstihópur á málefni
sem við teljum brenna á í jafnréttis-
baráttunni. Hins vegar þyrfti rödd
okkar að heyrast hærra í fjölmiðlum
og þeir að standa betur við bakið á
okkur í baráttumálum kvenna.“
Að hætti forvera sinna í for-
mannssæti Kvenréttindafélagsins
mun Helga Guðrún halda þrumu-
ræðu á kvenréttindadaginn á morg-
un.
„Þá verður að venju mikill hátíða-
fundur á Hallveigarstöðum þar sem
við gerum okkur dagamun með
skemmtilegri dagskrá, rjómatertum
og fyrirlesurum. Þemað er 19. júní
fortíðar, nútíðar og framtíðar, því
maður verður að þekkja fortíðina
til að vita hver maður er og hvert
maður stefnir. Ég hlakka mikið til
öflugs og góðs fundar þar sem við
getum glaðst saman og allir eru vel-
komnir.“ thordis@frettabladid.is
Framhald af forsíðu
Helga Guðrún er nýbakaður formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Fæst í Bónus og Inspired,
Keflavíkurflugvelli
HOLLUR
BITAFISKUR
+ 80% prótín
Fiskneysla er góð
fyrir heilabúið
Mörkinni 6 - Sími 588 5518
Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16
Stuttkápur
verð frá 19.900
Yfi rhafnir, bolir og peysur í miklu úrvali.
Toppvö
rur
toppþjó
nusta.
Nýjar vörur
Stutt kápa
21.900 kr.
Næg bílastæði
KUNG FUtímar
fyrir krakka
Skráning hafin
Skeifunni 3j • Sími 553 8282 • heilsudrekinn.is
Benedikt Erlingsson fjallar um samskipti manna og hesta á Kjarvalsstöðum í dag
klukkan 15. Tilefnið er sýningin Jór! Hestar í íslenskri myndlist sem stendur þar yfir.
Sýningunni er skipt í þrjú þemu: samskipti manns og hests, hestinn sem náttúru og
hinn goðsagnalega hest. Sjá www.listasafnreykjavikur.is.
María Kristín Jónsdóttir vöru-
hönnuður og Dóra Guðbjört Jóns-
dóttir gullsmiður sýna verk sín í
Sparki. Alls 47 ár skilja þær stöll-
ur að í aldri og þær nálgast skart-
gripagerð á ólíkan hátt. Þó má
finna tengingu í verkum þeirra.
Dóra smíðar víravirki úr silfur-
þráðum og María hnýtir hálsmen
úr þræði.
„Ég nota ákveðna hnýtinga-
aðferð í hálsmenin sem heitir
makr ame og munstrin eru formuð
með hnýtingum,“ útskýrir María
Kristín en makrame-hnýtingar úr
grófu snæri voru vinsælar á sjö-
unda og áttunda áratugnum. Dóra
Guðbjört segist ekki þekkja til
þess að makrame-hnýtingar hafi
verið notaðar í skartgripagerð og
segja megi að gamli og nýi tíminn
mætist hjá þeim stöllum.
„Þetta eru ólík efni og ólíkur
aldur og kannski ólík sjónarmið.
Handverkið er þó af sama grunni
og þræðirnir tengja okkur Maríu
saman,“ segir Dóra en hún sýnir
silfurskart, unnið með aldagamalli
tækni. „Ég nota mismunandi silfur-
þræði sem fléttast saman og vinn
munina eins og víravirki hefur
verið smíðað gegnum aldirnar,
höfuðbeygjur og fíngerðari þræðir
innan í,“ útskýrir Dóra. Víravirki
tilheyrir íslenska þjóðbúningnum
og sótti María einnig í íslenska
búninga í hugmyndavinnu sinni.
„Ég fékk að nota teikningar af
munstursaumi á pilsfaldi íslenska
faldbúningsins frá Hildi Rosen-
kjær og sökkti mér ofan í þær.
Formin á hálsmenunum þróuðust
síðan frekar þegar vinnan hófst við
hnýtingarnar. Þjóðbúningurinn er
því líka tenging milli okkar Dóru
þó við vinnum í ólík efni. Hlutirnir
okkar beggja eru dýrgripir úr gjör-
ólíku hráefni.“
Á tímabili fór þeim fækkandi
sem kunnu tæknina við víravirki
en Dóra segist finna fyrir auknum
áhuga ungs fólks á handverkinu
en hún hefur verið með námskeið,
meðal annars hjá Heimilisiðnað-
arfélaginu og í Tækniskólanum.
María Kristín stundar einmitt
nám í gullsmíði við Tækniskólann
og mun læra víravirki í haust. Sýn-
ingin Þræðir stendur til 10. sept-
ember.
heida@frettabladid.is
Dýrgripir úr ólíkum þræði
Sýningin Þræðir var opnuð á þjóðhátíðardaginn í Sparki á Klapparstíg 33. Þar mætast tvær kynslóðir
sem fást við skartgripagerð á ólíkan hátt en þó eiga þær margt sameiginlegt.
Gamli og nýi tíminn mætast hjá Dóru Guðbjörtu Jónsdóttur gullsmiði og Maríu Kristínu Jónsdóttur vöruhönnuði en þær sýna
skartgripi í Sparki á Klapparstíg 33. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Víravirkið vinnur Dóra Guðbjört með
aldagamalli tækni. MYND/ODDVAR
Fjölskyldum, börnum
og fullorðnum býðst að
taka þátt í fjölskyldu-
smiðjunni Mamma
Könguló í Listasafni
Íslands á morgun frá
klukkan 14 til 15. Þar
verður unnið út frá
myndheimi listakon-
unnar Louise Bourg-
eois og sýningunni
Kona. Safnið stendur
fyrir fleiri fjölskyldu-
smiðjum í sumar.
www.listasafn.is