Fréttablaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 34
18. júní 2011 LAUGARDAGUR2
SKJALAVÖRÐUR - SÉRFRÆÐINGUR
Þjóðskjalasafns Íslands auglýsir laust til umsóknar starf
sérfræðings á skjalasviði.
Starfið felst einkum í ráðgjöf við opinberar stofnanir og
aðra afhendingarskylda aðila á sviði skjalavörslu og í eft-
irliti með skjalavörslu þeirra. Samning leiðbeiningarita og
reglna um skjalavörslu, námskeiðshald, skráning og frágan-
gur skjalasafna eru reglubundin verkefni. Viðkomandi tekur
þátt í ýmsum öðrum verkefnum skjalasviðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Gerð er krafa um MA próf í sagnfræði, opinberri
stjórnsýslu eða aðra sambærilega menntun.
Menntun í skjalfræði er æskileg.
• Reynsla af starfi við skjalavörslu, notkun skjala-
safna eða vinna á skjalasafni er mjög æskileg.
• Góð kunnátta í algengum notendaforritum brýn
auk góðs skilnings á rafænum gögnum.
• Góð kunnátta í íslensku, ensku og einu norður-
landamáli er áskilin.
• Leitað er að fjölhæfum og áhugasömum starfs
manni, með frumkvæði í starfi, vönduð vinnu
brögð og lipra framkomu.
Laun skv. kjarasamningum ríkisins.
Umsóknarfrestur er til 24. júní nk. Í umsókn skal greina frá
menntun og starfsreynslu. Vottorð um menntun fylgi.
Umsóknir sendist til Þjóðskjalasafns Íslands. Laugavegi
162, 105 Reykjavík eða á netfangið atvinna@skjalasafn.is
Nánari upplýsingar á starfatorg.is og á vef Þjóðskjalasafns
skjalasafn.is
Hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands er söfnun og
varðveisla skjala og annarra skráðra heimilda
þjóðarsögunnar til notkunar fyrir stjórnvöld,
stofnanir og einstaklinga til þess að tryggja
hagsmuni og réttindi þeirra og til notkunar við
vísindalegar rannsóknir og fræðiiðkanir.
ÞJÓÐSKJALASAFNS ÍSLANDS
Yfirmaður mötuneytis
Um er að ræða 100% starf.
Starfið er laust frá 1. ágúst 2011
Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirmaður í mötuneyti skólans ber ábyrgð á matseld fyrir
um 600 manns.
Lögð áhersla á fjölbreyttan og hollan mat þar sem notast
er við viðmið Lýðheilsustöðvar.
Yfirmaður mötuneytis hefur yfirumsjón með matreiðslu,
hönnun matseðla, frágangi í eldhúsi, samskiptum við
birgja auk innkaupa á hráefni. Einnig sér viðkomandi um
veitingar fyrir ýmsar uppákomur í starfinu ásamt því að
sinna öðrum tilfallandi verkefnum.
Hæfniskröfur
Menntun og reynsla á sviði matreiðslu.
Góð þekking á næringarfræði.
Þekking á rekstri mötuneyta.
Færni í mannlegum samskiptum.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Frumkvæði í starfi, reglusemi og stundvísi.
Geta til að vinna undir álagi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur og
viðkomandi stéttarfélags.
Við Árbæjarskóla er laus staða yfirmanns í mötuneyti skólans. Um tímabundna ráðningu er að ræða.
Árbæjarskóli er heilstæður grunnskóli með um 670 nemendur og 80 starfsmenn.
Leitað er að einstaklingi með ríka þjónustulund, sem á auðvelt með að vinna með börnum og fullorðnum.
Umsóknarfrestur er til 30. júní 2011. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Sæberg, skólastjóri í síma
4117700 eða með því að senda fyrirspurnir á netfangið thorsteinn.saeberg@reykjavik.is
Menntasvið
Leitað er að einstaklingi sem:
• Er heiðarlegur og samviskusamur
• Er sjálfstæður og nákvæmur í vinnubrögðum
• Getur unnið undir álagi
• Hefur umtalsverða reynslu af sölu fasteigna
• Hefur ríka þjónustulund
• Hefur brennandi áhuga á að ná langt á sínu sviði
Löggilding fasteignasala er ekki skilyrði en kostur.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem
trúnaðarmál.
Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur
fasteignasali í síma 510-3500 eða bjorgvin@eignatorg.is
Eignatorg fasteignasala óskar eftir að
ráða vanan sölufulltrúa til starfa.
Hagkaup óskar eftir að ráða aðstoðarmann í innkaupadeild.
Starfið er fólgið í tölvuvinnslu, skýrslugerð, pöntunum á vörum, samskiptum
við birgja og starfsfólk verslana.
HAGKAUP
INNKAUPADEILD
Við leitum að starfsmanni sem hefur áhuga á kaupmennsku og fatnaði. Æskilegt er að
umsækjandi hafi a.m.k. stúdentspróf, geti unnið sjálfstætt og vel undir álagi.
Umsóknum skal skilað inn á skrifstofu Hagkaups í Holtagörðum eða í tölvupósti
á starfsmannahald@hagkaup.is fyrir 21. júní.
Allar nánari upplýsingar veitir Arndís starfsmannafulltrúi í síma 563 5000.
Hagkaup er smásölufyrirtæki, sem býður
íslenskum heimilum breitt úrval af vörum til
daglegra þarfa, jafnt í matvöru, sem fatnaði,
húsbúnaði og vörum til tómstundaiðkunar.
Hjá Hagkaup starfar samhentur hópur fólks, um
850 manns í 500 stöðugildum.