Fréttablaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 45
Já takk! Ég vil gjarna ganga í Kvenréttindafélag Íslands Nafn: Kennitala: Heimilisfang: Póstfang og staður: Netfang: Sendist til Kvenréttindafélags Íslands, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Einnig er hægt að ganga í félagið með skráningu á heimasíðunni www.krfi.is Hver eru mest aðkallandi verkefni kvennabaráttunnar í dag? Í raun hefur enn ekki tekist að vinna full naðar sigur í neinu af megin- viðfangsefnum kvenna baráttunnar. Það hefur náðst lagalegt jafnrétti á helstu vígstöðvum, en engu að síður viðgengst launamunur kynjanna enn og aðgengi kvenna og karla að völdum er ójafnt. Það er í rauninni óþol andi að sé ekki búið að klára þessi mál. Kynbundið ofbeldið er þó sennilega allrabrýnasta viðfangsefnið í dag. Það er nú mikinn part kvenna baráttunni að þakka að flett var ofan af þessu samfélags meini. Hérna er hagur kynjanna sá sami; karlar geta ekki unað því að konurnar í kringum þá séu beittar ofbeldi – né heldur að einstaka ofbeldismaður setji blett á karlkynið allt. Hvernig lítur jafnrétti kynjanna út í þínum huga? Umfram allt að annað kynið hætti að búa við forréttindastöðu á kostnað hins. Þetta virkar svo sjálfsagt, en þjóðfélagið hefur í raun þurft að vera í gjör gæslu til að ná þessu fram. Eins og samfélagið er vaxið í dag, þá þarf endalausa runu af sértækum Andrés Ingi Jónsson situr í aðalstjórn Kvenréttinda- félags Íslands Stórn Kvenréttinda- félags Íslands Frá vinstri: Halldóra Traustadóttir, framkvæmdastýra, Helga Guðrún Jónasdóttir, formaður, Hildur Helga Gísladóttir, gjaldkeri, Fríða Rós Valdimarsdóttir, ritari, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, varaformaður, á myndina vantar Ingu Guðrúnu Kristjánsdóttur, Margréti Björnsdóttur og Ragnheiði Bóasdóttur. aðgerðum og lagasetningu til að tryggja þá sjálf sögðu kröfu að kynin búi ekki við óeðlilegan aðstöðumun. Í draumaveröld ætti einstaklingurinn einn að skipta mál en veruleikinn er því miður annar. Baráttan snýst um að gera það að veruleika og gera baráttuna óþarfa. 19. júní, tímarit Kvenréttinda -félags Íslands, 60. árgangur. Hallveigarstaðir, Túngata 14, 101 Reykjavík www.krfi.is krfi@krfi.is Kvenréttindafélag Íslands Konur í kreppu? Í mars síðastliðnum voru tilkynntar uppsagnir hjá ríkinu. Uppsagnirnar bitnuðu helst á konum, en fækkað var um 470 konur og 70 karla. Guðbjartur Hannesson, velferðar- ráðherra, sagði í viðtali við RÚV útskýring una vera þá að störfum hefði langmest fækkað innan heil brigðis- geirans, en þar væru konur um 86 prósent starfs manna. Efnahagskreppan hefur þó bitnað meira á körlum en konum. Árið 2008 var atvinnuleysi karla og kvenna jafn mikið, eða 2,3%. Árið 2009 voru 8,7% karl manna atvinnulausir en 5,7% kvenna. Á síðasta ári voru enn 8,4% karla atvinnulausir en 6,8% kvenna. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fækkaði starfandi karlmönnum um tæplega 9.000 milli áranna 2008 og 2009. Árið 2008 störfuðu 97.100 karlmenn á Íslandi en árinu seinna voru þeir 87.300. Árið 2008 voru starf andi konur 81.500 en fækkaði lítillega milli ára og voru 79.500 árið 2009. Þessi fækkun átti sér aðallega stað í ákveðnum starfsgreinum. Hjá körlum fækkaði t.d. iðnaðarmönnum um 3.200 og sérfræðingum um 1.600. Konum fækkaði aðallega í þjónustu og verslun, um 1.800. Konum sem starfa sem sérfræðingar fjölgaði meira að segja um 800 milli áranna. Breytt staða kvenna Hanna Rosin vakti mikla athygli í fyrra þegar hún skrifaði grein með titlinum „The End of Men“ eða „Endalok karlmanna“. Þar bendir hún á að framtíð kvenna á vinnu markaði sé björt. Af þeim 15 starfsgreinum sem ætlað er að munu vaxa mest í Bandaríkjunum á næstu árum, eru konur í meirihluta í öllum nema tveimur (tölvunarfræði og hreingerningum). Rosin bendir á að konur séu í miklum meirihluta af þeim sem stunda háskólanám, þróun sem Íslendingar kannast vel við, en skólaárið 2008-2009 útskrifuðust 2.249 konur með háskólapróf en aðeins 1.158 karlar. Rosin veltir því fyrir sér hvort að konur séu ef til vill sérstak lega vel til þess fallnar að starfa í hvít- flibbastörfum sem ætla megi að séu framtíðarstörf hér á Vesturlöndum, þar sem sífellt meiri áhersla er lögð á þekkingu, tjáskipti og samvinnu. Hún bendir á að rannsóknir hafa sýnt að þau fyrirtæki sem höfðu ágætt hlutfall kvenna í stjórnunar- og millistjórnendastöðum í fjármála- fyrirtækjum stóðu langbest af sér efnahagshrunið árið 2008. Hugleiðingar Rosins eru merkilegar og jákvæðar fyrir konur sérstaklega, en kannski líka jákvæðar þegar litið er til stöðugleika á alþjóðlega fjármálamarkaðnum. Þó megum við ekki gleyma að þrátt fyrir til tölu lega jákvæða stöðu kvenna á vinnu- markaði, saman borið við stöðu karla, þá getur Hagstofa Íslands aðeins sagt hálfa söguna. Þessar vinnu- markaðs tölur ná ekki yfir ólaunaða vinnu kvenna. Líklegt er t.d. að niðurskurður í heilbrigðis kerfinu muni bitna á konum aðallega, þegar fjölskyldur þurfa að taka að sér hjúkrun og umönnun sjúklinga. Uppsagnir ríkisins hafa bitnað illa á konum á þessu ári, en þó eru það fleiri karlar sem hafa misst vinnuna síðan efnahagur landsins hrundi árið 2008. Texti: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Ljósmyndari: Þórdís Erla Ágústsdóttir Ljósmyndari: Þórdís Erla Ágústsdóttir rannsóknir hafa sýnt að þau fyrirtæki sem höfðu ágætt hlutfall kvenna í stjórnunar- og millistjórnendastöðum í fjármálafyrirtækjum stóðu langbest af sér efnahagshrunið árið 2008“ Vændiskaup á Íslandi Hver hefur ekki heyrt setningu á borð við „vændi er ekki sýnilegt á Íslandi af því það er svo neðanjarðar“? Á Ís- landi er tiltölulega gott aðgengi að vændi. Vændiskaup á Íslandi fara m.a. fram á stefnumóta síðum og skemmti stöðum, í dag blöðum og verslunar miðstöðvum. Þó vændi sé auðfengin þjónusta og síður en svo falin má þó alltaf reyna að sannfæra sig – og aðra – um að vændisiðnaðurinn á Íslandi sé „neðanjarðar“. Á hinum Norðurlöndunum eru reglulega framkvæmdar rannsóknir á vændiskaupum. Almennt benda niðurstöður þeirra til þess að um 13- 14% karla, 18 ára og eldri, hafi einhvern tímann á sinni lífsleið keypt sér vændi. Á Íslandi hefur aldrei verið framkvæmd rannsókn á vændis kaupum, hvorki á umfangi þess né eðli. Ekki er ólíklegt að slík rannsókn myndi afhjúpa mýtuna um neðanjarðarvændi á Íslandi og sýna fram á að margir íslenskir karlar hafi keypt sér vændi. Forsíða: Sara Riel Myndskreyting: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Ljósmyndir: Áslaug Snorradóttir, Dröfn Nikulásdóttir, Gréta Guðmundsdóttir og Þórdís Erla Ágústsdóttir Umbrot og hönnun: Arna Rún Gústafsdóttir Prófarkalestur: Guðni Olgeirsson, Helga Guðrún Jónasdóttir, Inga Guðrún Kristjánsdóttir og Ragnheiður Bóasdóttir. Sérstakar þakkir fá: Auður Styrkársdóttir, Björg Einarsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, vinkonur og framtíðarkonur. 19. JÚNÍ, TÍMARIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS. 60. ÁRGANGUR BLS. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.