Fréttablaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 64
18. júní 2011 LAUGARDAGUR36 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Eftir tvo tapleiki fær íslenska U-21 landsliðið tækifæri í kvöld til að sýna sitt rétta and- lit. Ísland mætir Danmörku í loka- umferð riðlakeppninnar á Evrópu- meistaramótinu og heldur enn í veika von um að komast áfram í undanúrslitin. Ísland verður að skora minnst fjögur mörk gegn Dönum í dag en dugir þriggja marka sigur. Liðið þarf auk þess að treysta á að Sviss vinni Hvíta-Rússland á sama tíma. Danir mega alls ekki tapa og þurfa helst að ná jafn góðum eða betri úrslitum og Hvít-Rússar til að kom- ast í undanúrslit keppninnar. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðs- ins, hefur boðað breytingar fyrir leikinn í dag og ætlar greinilega að taka mið af frammistöðu liðsins í tapleikjunum tveimur. „Við sjáum til hvort að það feli í sér að breyta um leikkerfi eða í vali á byrjunar- liðinu. Við eigum nokkra mögu- leika og er það vel,“ sagði Eyjólfur á blaðamannafundi íslenska liðsins á Álaborgarvelli í gær. Hann segir þó að það eitt muni ekki breytast – Ísland muni sækja til sigurs eins og alltaf. „Við förum í alla leiki til að vinna. Við sækjum grimmt á okkar andstæðinga og reynum að koma okkur í færi.“ Eyjólfur hefur þó lært ýmislegt af fyrstu tveimur leikjum Íslands á mótinu og hefur hann reynt að miðla því til sinna leikmanna. „Fyrst og fremst að takast á við áföll eins og við höfum lent í. Við fengum á okkur rautt spjald og víti í fyrsta leiknum og svo mark á fyrstu mínútu gegn Sviss. Strákarnir verða að hafa í huga að við slíkar aðstæður gildir ekkert annað en að halda ró sinni, halda við leikskipulagið og vera þol- inmóðir. Menn þurfa að halda áfram að leita að sínum tækifærum og hafa trú á sjálfum sér.“ Eyjólfur vildi lítið gefa uppi um þær breytingar sem hann hefur verið að velta fyrir sér. Björn Berg- mann Sigurðarson stóð sig vel þegar hann kom inn á gegn Sviss og sagði þjálfarinn að hann væri einn þeirra sem kæmu til greina í byrjunarliðið. Eyjólfur útilokaði heldur ekki að gera breytingar á varnarlínu sinni. Þá má ekki gleyma að Aron Einar Gunnarsson kemur aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann og Jóhann Berg Guðmundsson er aftur leikfær eftir meiðsli. „Við eigum eina æfingu eftir,“ sagði Eyjólfur í gær. „Þar munum við sjá hverjir eru ferskir og tilbúnir í leikinn.“ Danska liðið er sterkt og það veit Eyjólfur. „Þeir halda boltanum vel og eru mikið í stutta spilinu. Danir eiga líka sterka einstaklinga eins og Christian Eriksen og Nicolai Jörgen- sen sem geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Þeir eru gríðarlega öfl- ugir.“ Hann segir þó Dani ekki henta íslenska liðinu frekar en önnur lið í keppninni. „Nei, allir leikir í keppn- inni eru jafnir og þetta er sem fyrr spurning um dagsformið og að mæta klárir til leiks. Þetta verður tvísýnn leikur en Danirnir verða á heimavelli og með fullt af áhorfend- um á bak við sig. Ég vil því hvetja okkar leikmenn til að nýta sér það, skemmta sér og sýna sitt rétta and- lit. “ BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON Íslandsmeistari í höggleik karla í golfi bætti vallarmetið á Kiðjabergsvelli á miðnætur- móti í fyrrakvöld. Birgir lék völlinn á 7 höggum undir pari af gulum teigum eða 64 höggum. Hann fékk sjö fugla og gerði engin mistök og bætti fyrra vallarmet um 3 högg. Til hamingju sigurvegarar! Now er stoltur stuðningsaðil i 100km hlaupsins G æ ð i H r e i n l e i k i V i r k n i Þú færð NOW fæðubótaefni um land al lt Hlaupararnir fengu eftirfarandi fæðubótaefni til að halda uppi hámarks orku og fyrir vöðvauppbyggingu. 07:59:01 Sigurjón Sigurbjörnsson (í miðju) varð í fyrsta sæti á besta tíma ársins í heiminum í sínum aldursflokki. Það er frábær árangur! Í öðru sæti varð Gunnar Ármannsson (vinstra megin) og í þriðja sæti varð Jóhann Gylfason (hægra megin). Munum sem fyrr sækja til sigurs Ísland mætir í kvöld Danmörku í lokaumferð riðlakeppninnar á EM U-21 liða. Þjálfarinn Eyjólfur Sverris- son segir að reikna megi með breytingum á liðinu fyrir leikinn. Danir falla úr leik tapi þeir fyrir Íslandi. LEGGJA Á RÁÐIN Íslensku landsliðsmennirnir stöldruðu við í göngutúr í Álaborg í gær og ræddu málin sín á milli – kannski um leikinn í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Kolbeinn Sigþórsson, leik- maður U-21 liðsins, hefur fengið flest færi íslensku leikmannanna á EM í Danmörku til að skora. Það hefur ekki tekist og hefur Ísland tapað báðum sínum leikjum á mótinu til þessa, í bæði skipti 2-0. „Ég er auðvitað hundsvekktur út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki skorað. Ég verð því enn hungraðri fyrir vikið og vonandi náum við að skora sem flest mörk, vinna leik- inn og ná okkar markmiðum,“ sagði Kolbeinn. „Ég er ekki sátt- ur við hvernig ég hef spilað á þessu móti og ég vona að mér takist að hjálpa liðinu á morgun með því að setja nokkur mörk.“ Hann reynir ekki að hugsa of mikið um færin sem hann hefur misnotað í leikjunum. „Maður veltir þessu fyrir sér strax eftir leikinn og svo næsta dag. En það er ekki hægt að dvelja við það lengi – maður verður að vera jákvæður og hugsa um næsta leik. Framherjar eiga misjafna leiki og stundum skora þeir og stundum ekki. Ég vona að ég geti breytt því á morgun.“ Kolbeinn skoraði fimm mörk í einum leik með félagsliði sínu, AZ Alkmaar, í vetur og neitar því ekki að það væri gaman að endurtaka það. „Það væri kannski erfitt,“ sagði hann brosandi. „Von- andi náum við þó að setja nokkur mörk þó svo að ég skori ekki öll. Það væri gaman.“ - esá Kolbeinn Sigþórsson um markaþurrðina: Er hundsvekktur út í sjálfan mig FÓTBOLTI Mikkel Andersen, mark- vörður U-21 liðs Danmerkur, þekkir Gylfa Þór Sigurðsson vel, þar sem þeir voru samherjar hjá Reading áður en Gylfi gekk til liðs við Hoffenheim í Þýskalandi. „Ég hef staðið í markinu þegar Gylfi hefur verið að æfa sín skot,“ sagði Andersen. „En nýt þess betur að þekkja hann en öfugt og hef því yfirhöndina,“ bætti hann við í léttum dúr. „Gylfi er frábær strákur, góður vinur og býr yfir miklum hæfileikum. Ég met hann mik- ils. En við þurfum að einbeita okkur að leiknum og við vitum að Íslendingar hafa kannski verið óheppnir í sínum leikjum til þessa. Við vitum að þeir geta staðið sig vel, eins og þeir sýndu oft í undankeppninni.“ Íslendingar hafa ekki skorað enn í Danmörku og hafa lofað því að kveðja ekki mótið án þess að skora. Andersen hefur ekki áhyggjur af því. „Þeir eru með því að setja sjálfir á sig pressu. Það breytir því ekki að ég og allir aðrir í liðinu förum inn í leikinn með það að markmiði að halda hreinu og því er þessi leik- ur ekkert frábrugðinn öðrum.“ - esá Markvörður Dana þekkir Gylfa Þór vel: Ég hef yfirhöndina FÓTBOLTI Margir af þekktustu knattspyrnumönnum landsins mætast í ágóðaleik fyrir Sigur- stein Gíslason í dag á Akranes- velli í „Meistaraleik Steina Gísla“. Sigursteinn greindist nýverið með krabbamein í lungum og nýrum, en fyrrver- andi samherjar hans í ÍA og KR standa að þessum leik. Búist er við miklu fjölmenni á leikinn, sem hefst kl. 17.15 í dag. - seth Stórleikur á Skaganum: Meistaraleikur Steina Gísla KÖRFUBOLTI Nýverið kom í ljós að Helena Sverrisdóttir er með rifið milta og þarf hún að taka sér frí frá æfingum og keppni næstu vikurnar. Landsliðskonan í körfuknattleik samdi nýverið við sterkt atvinnulið í Slóvakíu, Good Angels, en þessi óvenju- legu meiðsli setja strik í reikninginn hvað varðar undirbúnings tímabilið hjá Hel- enu. Á vefsíðunni karfan.is segir Helena að líklega hafi miltað rifnað fyrir nokkrum vikum eða jafnvel mánuðum. Á næstu vikum mun Helena ekki æfa mikið en hún gerir ráð fyrir að geta byrjað undirbúnings- tímabilið með nýja liðinu. - seth Óvenjuleg íþróttameiðsli: Helena með rifið milta Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Anton Brink fjalla um EM U21 í Danmörku eirikur@frettabladid.is - anton@frettabladid Við förum í alla leiki til að vinna. Við sækjum grimmt á okkar andstæðinga. EYJÓLFUR SVERRISSON ÞJÁLFARI U21 ÁRS LANDSLIÐSINS KOLBEINN SIGÞÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.