Fréttablaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 64
18. júní 2011 LAUGARDAGUR36
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Eftir tvo tapleiki fær
íslenska U-21 landsliðið tækifæri
í kvöld til að sýna sitt rétta and-
lit. Ísland mætir Danmörku í loka-
umferð riðlakeppninnar á Evrópu-
meistaramótinu og heldur enn í
veika von um að komast áfram í
undanúrslitin.
Ísland verður að skora minnst
fjögur mörk gegn Dönum í dag en
dugir þriggja marka sigur. Liðið
þarf auk þess að treysta á að Sviss
vinni Hvíta-Rússland á sama tíma.
Danir mega alls ekki tapa og þurfa
helst að ná jafn góðum eða betri
úrslitum og Hvít-Rússar til að kom-
ast í undanúrslit keppninnar.
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðs-
ins, hefur boðað breytingar fyrir
leikinn í dag og ætlar greinilega að
taka mið af frammistöðu liðsins í
tapleikjunum tveimur. „Við sjáum
til hvort að það feli í sér að breyta
um leikkerfi eða í vali á byrjunar-
liðinu. Við eigum nokkra mögu-
leika og er það vel,“ sagði Eyjólfur
á blaðamannafundi íslenska liðsins
á Álaborgarvelli í gær.
Hann segir þó að það eitt muni
ekki breytast – Ísland muni sækja
til sigurs eins og alltaf. „Við förum
í alla leiki til að vinna. Við sækjum
grimmt á okkar andstæðinga og
reynum að koma okkur í færi.“
Eyjólfur hefur þó lært ýmislegt
af fyrstu tveimur leikjum Íslands á
mótinu og hefur hann reynt að miðla
því til sinna leikmanna. „Fyrst og
fremst að takast á við áföll eins og
við höfum lent í. Við fengum á okkur
rautt spjald og víti í fyrsta leiknum
og svo mark á fyrstu mínútu gegn
Sviss. Strákarnir verða að hafa í
huga að við slíkar aðstæður gildir
ekkert annað en að halda ró sinni,
halda við leikskipulagið og vera þol-
inmóðir. Menn þurfa að halda áfram
að leita að sínum tækifærum og hafa
trú á sjálfum sér.“
Eyjólfur vildi lítið gefa uppi um
þær breytingar sem hann hefur
verið að velta fyrir sér. Björn Berg-
mann Sigurðarson stóð sig vel þegar
hann kom inn á gegn Sviss og sagði
þjálfarinn að hann væri einn þeirra
sem kæmu til greina í byrjunarliðið.
Eyjólfur útilokaði heldur ekki að
gera breytingar á varnarlínu sinni.
Þá má ekki gleyma að Aron Einar
Gunnarsson kemur aftur inn í liðið
eftir að hafa tekið út leikbann og
Jóhann Berg Guðmundsson er aftur
leikfær eftir meiðsli. „Við eigum
eina æfingu eftir,“ sagði Eyjólfur í
gær. „Þar munum við sjá hverjir eru
ferskir og tilbúnir í leikinn.“
Danska liðið er sterkt og það veit
Eyjólfur. „Þeir halda boltanum vel
og eru mikið í stutta spilinu. Danir
eiga líka sterka einstaklinga eins og
Christian Eriksen og Nicolai Jörgen-
sen sem geta klárað leiki upp á sitt
einsdæmi. Þeir eru gríðarlega öfl-
ugir.“
Hann segir þó Dani ekki henta
íslenska liðinu frekar en önnur lið í
keppninni. „Nei, allir leikir í keppn-
inni eru jafnir og þetta er sem fyrr
spurning um dagsformið og að
mæta klárir til leiks. Þetta verður
tvísýnn leikur en Danirnir verða á
heimavelli og með fullt af áhorfend-
um á bak við sig. Ég vil því hvetja
okkar leikmenn til að nýta sér það,
skemmta sér og sýna sitt rétta and-
lit. “
BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON Íslandsmeistari í höggleik karla í golfi bætti vallarmetið á Kiðjabergsvelli á miðnætur-
móti í fyrrakvöld. Birgir lék völlinn á 7 höggum undir pari af gulum teigum eða 64 höggum. Hann fékk sjö fugla og gerði engin
mistök og bætti fyrra vallarmet um 3 högg.
Til hamingju sigurvegarar!
Now er stoltur stuðningsaðil i 100km hlaupsins
G æ ð i H r e i n l e i k i V i r k n i
Þú færð NOW fæðubótaefni um land al lt
Hlaupararnir fengu eftirfarandi
fæðubótaefni til að halda uppi hámarks
orku og fyrir vöðvauppbyggingu.
07:59:01
Sigurjón Sigurbjörnsson (í miðju)
varð í fyrsta sæti á besta tíma ársins
í heiminum í sínum aldursflokki.
Það er frábær árangur!
Í öðru sæti varð Gunnar Ármannsson
(vinstra megin) og í þriðja sæti varð
Jóhann Gylfason (hægra megin).
Munum sem fyrr sækja til sigurs
Ísland mætir í kvöld Danmörku í lokaumferð riðlakeppninnar á EM U-21 liða. Þjálfarinn Eyjólfur Sverris-
son segir að reikna megi með breytingum á liðinu fyrir leikinn. Danir falla úr leik tapi þeir fyrir Íslandi.
LEGGJA Á RÁÐIN Íslensku landsliðsmennirnir stöldruðu við í göngutúr í Álaborg í gær
og ræddu málin sín á milli – kannski um leikinn í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Kolbeinn Sigþórsson, leik-
maður U-21 liðsins, hefur fengið
flest færi íslensku leikmannanna
á EM í Danmörku til að skora. Það
hefur ekki tekist og hefur Ísland
tapað báðum sínum leikjum á
mótinu til þessa, í bæði skipti 2-0.
„Ég er auðvitað hundsvekktur
út í sjálfan mig fyrir að
hafa ekki skorað. Ég verð
því enn hungraðri fyrir
vikið og vonandi náum
við að skora sem flest
mörk, vinna leik-
inn og ná okkar
markmiðum,“
sagði Kolbeinn.
„Ég er ekki sátt-
ur við hvernig ég
hef spilað á þessu
móti og ég vona að
mér takist að hjálpa
liðinu á morgun með
því að setja nokkur
mörk.“
Hann reynir ekki
að hugsa of mikið um færin sem
hann hefur misnotað í leikjunum.
„Maður veltir þessu fyrir sér strax
eftir leikinn og svo næsta dag. En
það er ekki hægt að dvelja við
það lengi – maður verður að vera
jákvæður og hugsa um næsta leik.
Framherjar eiga misjafna leiki og
stundum skora þeir og stundum
ekki. Ég vona að ég geti breytt því
á morgun.“
Kolbeinn skoraði fimm
mörk í einum leik með
félagsliði sínu, AZ
Alkmaar, í vetur og
neitar því ekki að
það væri gaman
að endurtaka það.
„Það væri kannski
erfitt,“ sagði hann
brosandi. „Von-
andi náum við þó
að setja nokkur
mörk þó svo að ég
skori ekki öll. Það
væri gaman.“ - esá
Kolbeinn Sigþórsson um markaþurrðina:
Er hundsvekktur
út í sjálfan mig
FÓTBOLTI Mikkel Andersen, mark-
vörður U-21 liðs Danmerkur,
þekkir Gylfa Þór Sigurðsson vel,
þar sem þeir voru samherjar hjá
Reading áður en Gylfi gekk til
liðs við Hoffenheim í Þýskalandi.
„Ég hef staðið í markinu þegar
Gylfi hefur verið að æfa sín
skot,“ sagði Andersen. „En nýt
þess betur að þekkja hann en
öfugt og hef því yfirhöndina,“
bætti hann við í léttum dúr.
„Gylfi er frábær strákur,
góður vinur og býr yfir miklum
hæfileikum. Ég met hann mik-
ils. En við þurfum að einbeita
okkur að leiknum og við vitum
að Íslendingar hafa kannski
verið óheppnir í sínum leikjum
til þessa. Við vitum að þeir geta
staðið sig vel, eins og þeir sýndu
oft í undankeppninni.“
Íslendingar hafa ekki skorað
enn í Danmörku og hafa lofað
því að kveðja ekki mótið án þess
að skora. Andersen hefur ekki
áhyggjur af því. „Þeir eru með
því að setja sjálfir á sig pressu.
Það breytir því ekki að ég og
allir aðrir í liðinu förum inn í
leikinn með það að markmiði að
halda hreinu og því er þessi leik-
ur ekkert frábrugðinn öðrum.“
- esá
Markvörður Dana þekkir Gylfa Þór vel:
Ég hef yfirhöndina
FÓTBOLTI Margir af þekktustu
knattspyrnumönnum landsins
mætast í ágóðaleik fyrir Sigur-
stein Gíslason í dag á Akranes-
velli í „Meistaraleik Steina
Gísla“. Sigursteinn greindist
nýverið með krabbamein í
lungum og nýrum, en fyrrver-
andi samherjar hans í ÍA og KR
standa að þessum leik. Búist er
við miklu fjölmenni á leikinn,
sem hefst kl. 17.15 í dag. - seth
Stórleikur á Skaganum:
Meistaraleikur
Steina Gísla
KÖRFUBOLTI Nýverið kom í ljós
að Helena Sverrisdóttir er með
rifið milta og þarf hún að taka
sér frí frá æfingum og keppni
næstu vikurnar. Landsliðskonan
í körfuknattleik samdi nýverið
við sterkt atvinnulið í Slóvakíu,
Good Angels, en þessi óvenju-
legu meiðsli setja strik í
reikninginn hvað varðar
undirbúnings tímabilið hjá Hel-
enu. Á vefsíðunni karfan.is segir
Helena að líklega hafi miltað
rifnað fyrir nokkrum vikum
eða jafnvel mánuðum. Á næstu
vikum mun Helena ekki æfa
mikið en hún gerir ráð fyrir
að geta byrjað undirbúnings-
tímabilið með nýja liðinu. - seth
Óvenjuleg íþróttameiðsli:
Helena með
rifið milta
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
og Anton Brink
fjalla um EM U21 í
Danmörku
eirikur@frettabladid.is - anton@frettabladid
Við förum í alla leiki til
að vinna. Við sækjum
grimmt á okkar andstæðinga.
EYJÓLFUR SVERRISSON
ÞJÁLFARI U21 ÁRS LANDSLIÐSINS
KOLBEINN
SIGÞÓRSSON