Fréttablaðið - 18.06.2011, Blaðsíða 52
18. júní 2011 LAUGARDAGUR24
1. Látrabjarg
Vestasti tangi Íslands og stærsta
sjávarbjarg í Atlantshafi, fjórtán
kílómetrar að lengd og 441 metri
á hæð, er tilkomumikill sjón. Það
er ævintýraleg reynsla að ganga
meðfram bjargbrúninni og skoða
fjölbreytilegt fuglalífið, enda er
aðgengið gott. Fjöldi skipa hefur
farist við hamravegginn en þar
var einnig unnið eitt frægasta
björgunarafrek Íslandssögunn-
ar, þegar Togarinn Dhoon strand-
aði undir Geldingsskorardal árið
1947.
2. Rauðasandur
Hvergi á landinu er hægt að kom-
ast nær þeirri upplifun að liggja á
sólarströnd að erlendum sið en á
Rauðasandi, einni helstu náttúru-
perlu landsins. Vert er að líta við á
Franska kaffihúsinu á Rauðasandi
og fá sér í svanginn.
3. Sjóræningjahúsið á Patreksfirði
Saga sjórána við Íslandsstrend-
ur er viðfangsefni Sjóræningja-
safnsins, þar sem áhersla er lögð
á að öll fjölskyldan finni sitthvað
við sitt hæfi. Þá fara margir menn-
ingarviðburðir fram í Eldsmiðju-
salnum svokallaða.
4. Skrímslasafnið á Bíldudal
Samkvæmt gömlum sögum
og nýjum er Arnarfjörður eitt
mesta skrímslasvæði á Íslandi.
Skrímslasafnið á Bíldudal hefur
það markmið að varðveita og
kynna á lifandi hátt þessar sögur.
Skrímsla ormurinn sem hringar sig
utan um safnið vekur lukku, sér-
staklega hjá yngstu gestunum, sem
kunna því vel að klifra á honum.
5. Minjasafnið á Hnjóti
Minjasafn Egils Ólafssonar að
Hnjóti á Örlygshöfn er eitt magn-
aðasta byggðasafn landsins. Þar
má finna allt frá gamla innbúinu
hans Gísla að Uppsölum upp í sov-
éskar flugvélar. Þá hefur umhverfi
safnsins heillað marga og til að
mynda orðið kvikmyndagerðar-
fólki hugleikið.
6. Melódíur minninganna á
Bíldudal
Enginn, hvorki tónlistarunnend-
ur né aðrir, ætti að láta tónlistar-
safn Jóns Kr. Ólafssonar á Bíldu-
dal framhjá sér fara. Þar má finna
margar af gersemum íslenskrar
tónlistarsögu, meðal annars muni
sem tengjast Hauki Morthens,
systkinunum Ellý og Vilhjálmi Vil-
hjálmsbörnum og Ingimar Eydal.
7. Dynjandi
Dynjandisvogur fyrir botni Arnar-
fjarðar er einstök náttúruperla.
Þar er mesti foss Vestfjarða og
einn fegursti foss landsins, Dynj-
andi, þar sem áin fellur fram af
fjallsbrúninni niður nær hundr-
að metra bungumyndað þrep með
smástöllum. Hafa margir haft á
orði að fossaröðin minni helst á
brúðarslör.
8. Brjánslækur
Höfuðbólið Brjánslækur er við-
komustaður daglegra áætlunar-
siglinga ferjunnar Baldurs til
Stykkishólms. Þar var löngum
prestsetur og stendur falleg
timbur kirkja frá árinu 1908. Fyrir
ofan Brjánslæk er Surtarbrands-
gil, með einhverjum best varð-
veittu plöntusteingervingum sem
finnast á Vestfjörðum, allt að tólf
milljón ára gömlum.
9. Kaldbakur
Fyrir klifurgjarna má mæla með
Kaldbak, hæsta fjalli Vestfjarða,
sem er 998 metrar á hæð. Eftir að
hafa kvittað í gestabókina uppi á
toppnum er tilvalið að dást að stór-
fenglegu útsýninu yfir Arnarfjörð
og Dýrafjörð.
10. Pollurinn á Tálknafirði
Pollurinn, eins og litlu laugarn-
ar við sundlaugina eru nefndar
í daglegu tali, hefur borið hróð-
ur Tálknafjarðar víða. Þar er oft
gestkvæmt enda er hann fyrirtaks
staður til að slaka á, sérstaklega í
góðu veðri. Þá má einnig stinga sér
til sunds í sundlauginni í Reykjar-
firði og víðar.
Fossar, fjöll og franskt kaffihús
Á ferðalagi Fréttablaðsins um Arnarfjörð á Vestfjörðum og nágrenni kennir ýmissa grasa. Þar eru meðal annars söfn tileinkuð
skrímslum og sjóræningum, stærsta sjávarbjarg landsins, þvottekta sólarströnd og mikil náttúrufegurð.
Bylgjulestin Hrafnseyri við Arnar-
fjörð er einn af áfangastöðum
Bylgjunnar, sem fagnar 25 ára
afmæli sínu í ár með ferð um
Ævintýraeyjuna Ísland í allt sumar.
1 2
7
3
8
4
9
5
10
6
BREIÐAFJÖRÐUR
Ísafjörður
25% afsláttur af öllu
á eldhúsáhaldavegg
AÐEINS ÞESSA HELGI
Nýtt kortatímabil